Óttuðust annað hrunaskeið vegna Dubai 1. desember 2009 06:00 Ríkisfyrirtækið Dubai World hefur staðið fyrir ævintýralegri uppbyggingu í Dúbaí. Fréttablaðið/getty Helstu hlutabréfavísitölur í Miðausturlöndum lækkuðu í gær vegna ótta við að stoðir arabísku fyrirtækjasamsteypunnar Dubai World myndu valda nýrri fjármálakreppu. Skuldir samstæðunnar nema sextíu milljörðum dala og óskuðu forráðamenn hennar eftir því í síðustu viku að fá hálft ár til að gera upp mál sín. Dubai World hefur að mestu staðið fyrir uppbyggingu í arabaríkinu Dúbaí og byggt þar upp skýjakljúfa og manngerðar eyjar. Erlendar skuldir Dúbaí-ríkis eru aðeins tuttugu milljörðum dala hærri en skuld fyrirtækjasamsteypunnar, sem er að öllu leyti í eigu hins opinbera. Þrátt fyrir það hafði bandaríska stórblaðið Wall Street Journal eftir háttsettum ráðamönnum í Dúbaí ekki ríkisábyrgð á skuldum fyrirtækisins og ætti ríkið ekki að greiða fyrir óráðsíu einkafyrirtækis. Helstu lánardrottnar Dúbaí og fyrirtækja þar í landi eru bresk fjármálafyrirtæki. Gengi hlutabréfa þeirra lækkaði hressilega í dag vegna óvissunnar í Dúbaí bæði í síðustu viku og um helgina. Ástandið batnaði nokkuð síðdegis í gær í kjölfar þess að seðlabanki Sameinuðu arabísku furstadæmanna ákvað að ábyrgjast skuldir nágrannaríkisins og fyrirtækja í eigu þess. Í kjölfarið hafði Bloomberg eftir fjármálasérfræðingum að líklegt þyki að fyrirtæki í landinu geti staðið við skuldbindingar sínar.- jab Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur í Miðausturlöndum lækkuðu í gær vegna ótta við að stoðir arabísku fyrirtækjasamsteypunnar Dubai World myndu valda nýrri fjármálakreppu. Skuldir samstæðunnar nema sextíu milljörðum dala og óskuðu forráðamenn hennar eftir því í síðustu viku að fá hálft ár til að gera upp mál sín. Dubai World hefur að mestu staðið fyrir uppbyggingu í arabaríkinu Dúbaí og byggt þar upp skýjakljúfa og manngerðar eyjar. Erlendar skuldir Dúbaí-ríkis eru aðeins tuttugu milljörðum dala hærri en skuld fyrirtækjasamsteypunnar, sem er að öllu leyti í eigu hins opinbera. Þrátt fyrir það hafði bandaríska stórblaðið Wall Street Journal eftir háttsettum ráðamönnum í Dúbaí ekki ríkisábyrgð á skuldum fyrirtækisins og ætti ríkið ekki að greiða fyrir óráðsíu einkafyrirtækis. Helstu lánardrottnar Dúbaí og fyrirtækja þar í landi eru bresk fjármálafyrirtæki. Gengi hlutabréfa þeirra lækkaði hressilega í dag vegna óvissunnar í Dúbaí bæði í síðustu viku og um helgina. Ástandið batnaði nokkuð síðdegis í gær í kjölfar þess að seðlabanki Sameinuðu arabísku furstadæmanna ákvað að ábyrgjast skuldir nágrannaríkisins og fyrirtækja í eigu þess. Í kjölfarið hafði Bloomberg eftir fjármálasérfræðingum að líklegt þyki að fyrirtæki í landinu geti staðið við skuldbindingar sínar.- jab
Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira