AGS íhugar tryggingargjald á banka 9. nóvember 2009 13:45 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AQGS) er nú að íhuga að setja sérstakt tryggingargjald á banka og er þessu gjaldi ætlað að koma í staðinn fyrir ríkisaðstoð til að bjarga bönkunum komi bankakreppur upp í framtíðinni. Í frétt á Reuters um málið segir að Dominique Strauss-Kahn forstjóri AGS hafi viðrað þessa hugmynd í viðtali við fréttastofuna í gærdag. Hugmyndin rímar við yfirlýsingar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands sem hann gaf út á fundi G20 ríkjanna um helgina. Strauss-Kahn segir að AGS sé ekki að spá í að setja alþjóðlegan skatt á banka, svokallaðan „Tobin-skatt" þar sem sjóðurinn telji að slíkur skattur væri óframkvæmanlegur. „Við vinnum að því að skattleggja fjármálageirann eftir þeirri línu sem Gordon Brown setti fram, þar sem tryggingargjald yrði sett á fjármálastarfsemi sem er áhættusamari en önnur viðskipti," segir Strauss-Kahn. G20 ríkin hafa beðið AGS um aðstoð við að endurbæta alþjóðlega fjármálakerfið. Strauss-Kahn segir að útfærsla á hugmyndum sjóðsins um tryggingargjald myndi liggja fyrir í apríl á næsta ári þegar fjármálaráðherrar G20 ríkjanna halda hefðbundinn fund sinn. Síðan yrði endanleg útfærsla á gjaldinu lögð fyrir á fundi leiðtoga G20 í júní. Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AQGS) er nú að íhuga að setja sérstakt tryggingargjald á banka og er þessu gjaldi ætlað að koma í staðinn fyrir ríkisaðstoð til að bjarga bönkunum komi bankakreppur upp í framtíðinni. Í frétt á Reuters um málið segir að Dominique Strauss-Kahn forstjóri AGS hafi viðrað þessa hugmynd í viðtali við fréttastofuna í gærdag. Hugmyndin rímar við yfirlýsingar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands sem hann gaf út á fundi G20 ríkjanna um helgina. Strauss-Kahn segir að AGS sé ekki að spá í að setja alþjóðlegan skatt á banka, svokallaðan „Tobin-skatt" þar sem sjóðurinn telji að slíkur skattur væri óframkvæmanlegur. „Við vinnum að því að skattleggja fjármálageirann eftir þeirri línu sem Gordon Brown setti fram, þar sem tryggingargjald yrði sett á fjármálastarfsemi sem er áhættusamari en önnur viðskipti," segir Strauss-Kahn. G20 ríkin hafa beðið AGS um aðstoð við að endurbæta alþjóðlega fjármálakerfið. Strauss-Kahn segir að útfærsla á hugmyndum sjóðsins um tryggingargjald myndi liggja fyrir í apríl á næsta ári þegar fjármálaráðherrar G20 ríkjanna halda hefðbundinn fund sinn. Síðan yrði endanleg útfærsla á gjaldinu lögð fyrir á fundi leiðtoga G20 í júní.
Mest lesið „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira