AGS íhugar tryggingargjald á banka 9. nóvember 2009 13:45 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AQGS) er nú að íhuga að setja sérstakt tryggingargjald á banka og er þessu gjaldi ætlað að koma í staðinn fyrir ríkisaðstoð til að bjarga bönkunum komi bankakreppur upp í framtíðinni. Í frétt á Reuters um málið segir að Dominique Strauss-Kahn forstjóri AGS hafi viðrað þessa hugmynd í viðtali við fréttastofuna í gærdag. Hugmyndin rímar við yfirlýsingar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands sem hann gaf út á fundi G20 ríkjanna um helgina. Strauss-Kahn segir að AGS sé ekki að spá í að setja alþjóðlegan skatt á banka, svokallaðan „Tobin-skatt" þar sem sjóðurinn telji að slíkur skattur væri óframkvæmanlegur. „Við vinnum að því að skattleggja fjármálageirann eftir þeirri línu sem Gordon Brown setti fram, þar sem tryggingargjald yrði sett á fjármálastarfsemi sem er áhættusamari en önnur viðskipti," segir Strauss-Kahn. G20 ríkin hafa beðið AGS um aðstoð við að endurbæta alþjóðlega fjármálakerfið. Strauss-Kahn segir að útfærsla á hugmyndum sjóðsins um tryggingargjald myndi liggja fyrir í apríl á næsta ári þegar fjármálaráðherrar G20 ríkjanna halda hefðbundinn fund sinn. Síðan yrði endanleg útfærsla á gjaldinu lögð fyrir á fundi leiðtoga G20 í júní. Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AQGS) er nú að íhuga að setja sérstakt tryggingargjald á banka og er þessu gjaldi ætlað að koma í staðinn fyrir ríkisaðstoð til að bjarga bönkunum komi bankakreppur upp í framtíðinni. Í frétt á Reuters um málið segir að Dominique Strauss-Kahn forstjóri AGS hafi viðrað þessa hugmynd í viðtali við fréttastofuna í gærdag. Hugmyndin rímar við yfirlýsingar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands sem hann gaf út á fundi G20 ríkjanna um helgina. Strauss-Kahn segir að AGS sé ekki að spá í að setja alþjóðlegan skatt á banka, svokallaðan „Tobin-skatt" þar sem sjóðurinn telji að slíkur skattur væri óframkvæmanlegur. „Við vinnum að því að skattleggja fjármálageirann eftir þeirri línu sem Gordon Brown setti fram, þar sem tryggingargjald yrði sett á fjármálastarfsemi sem er áhættusamari en önnur viðskipti," segir Strauss-Kahn. G20 ríkin hafa beðið AGS um aðstoð við að endurbæta alþjóðlega fjármálakerfið. Strauss-Kahn segir að útfærsla á hugmyndum sjóðsins um tryggingargjald myndi liggja fyrir í apríl á næsta ári þegar fjármálaráðherrar G20 ríkjanna halda hefðbundinn fund sinn. Síðan yrði endanleg útfærsla á gjaldinu lögð fyrir á fundi leiðtoga G20 í júní.
Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira