„Eins gott að rottan finnist annars á maður væntanlega von á loftárás“ 16. desember 2009 19:46 Jón Hilmar Hallgrímsson. „Við vorum að horfa á Law abiding citizen þegar ég fékk símtal frá lögreglunni um að koma út," segir Jón Hilmar Hallgrímsson, en sérsveit lögreglunnar handtók hann og vinkonu hans í dag vegna gruns um að hann væri vopnaður. Tilkynning barst til lögreglunnar í dag að maður vopnaður haglabyssu væri í garði Jóns. Í ljós kom að meindýraeyðir var á ferð sem ætlaði að góma rottu. Jón Hilmar fór út og mættu honum þá sex vopnaðir sérsveitarmenn sem skipuðu honum að leggjast í jörðina. Hann neitaði þar sem jörðin var skítug. Í kjölfarið kom til átaka sem varð til þess að Jón Hilmar meiddist lítillega að eigin sögn. „Ég er tognaður víðsvegar á líkamanum og rifflaður á enninu og svona," sagði Jón sem er verulega ósáttur við fangabrögð sérsveitarinnar. Hann var handtekinn í kjölfarið og vinkona hans einnig. Þau voru færð á lögreglustöð á meðan húsleit var framkvæmd á heimilinu. Þeim er báðum verulega brugðið að sögn Jóns. Skothvellir reyndust koma frá hasarmynd. Þeim var svo sleppt þegar ekkert saknæmt fannst á heimili Jóns Hilmars og í ljós kom að byssumaðurinn var meindýraeyðir vopnaður svörtu vasaljósi. Jón segir að þetta sé í annað skiptið sem lögreglan hefur afskipti af heimilinu í vikunni og telur um áreitni sé að ræða. „Þetta gengur ekki svona," segir Jón Hilmar en lögreglan segist hafa heyrt skothvelli þegar þeir komu á vettvang. Hvellirnir reyndust vera í hasarmyndinni sem Jón var að horfa á. Sjálfur segir Jón að það sé ómögulegt að þeir hafi talið skothvellina vera raunverulega þar sem hátalarar sem voru tengdir við tölvu voru ekki hátt stilltir. Spurður hvort viðbrögð lögreglunnar hafi ekki verið eðlileg í ljósi þess að hann hafi komist áður í kast við lögin segir Jón að hann hafi síðast verið dæmdur fyrir afbrot fyrir tíu árum síðan. „Maður myndi halda að slíkt væri fyrnt," segir hann og bætir við að það sé varla tilefni til þess að mæta með sérsveitina á vettvang. Jón átti áður sólbaðstofu en er búinn að selja hana. Hann segist nú vera athafnamaður og stefnir á að opna innheimtufyrirtækið, innheimta og ráðgjöf. Aðspurður hvort rottan hafi fundist svarar Jón: „Það er eins gott að rottan finnist annars á maður væntanlega von á loftárás." Jón íhugar nú stöðu sína og telur líklegt að hann fari í mál við lögregluna vegna málsins. Ákvörðun þess eðlis hefur þó ekki verið tekin. Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Viðbúnaður á Bústaðavegi: Par handtekið Lögreglan hefur handtekið tvo einstaklinga í heimahúsi við Byggðarenda í Bústaðahverfi. Tilkynnt var um vopnaðan mann og fór sérsveit lögreglunnar á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur ekki fyrir hvort fólkið, sem er par hafi í raun verið vopnað. Maðurinn veitti nokkra mótspyrnu við handtökuna að sögn lögreglu. Parið, sem býr í húsinu hefur komið við sögu lögreglu áður. Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumenn sem voru að vakta húsið eftir að tilkynningin um vopnaðan mann barst hafi talið sig heyra skothvell og því hafi verið ákveðið að handtaka manninn. 16. desember 2009 12:01 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Við vorum að horfa á Law abiding citizen þegar ég fékk símtal frá lögreglunni um að koma út," segir Jón Hilmar Hallgrímsson, en sérsveit lögreglunnar handtók hann og vinkonu hans í dag vegna gruns um að hann væri vopnaður. Tilkynning barst til lögreglunnar í dag að maður vopnaður haglabyssu væri í garði Jóns. Í ljós kom að meindýraeyðir var á ferð sem ætlaði að góma rottu. Jón Hilmar fór út og mættu honum þá sex vopnaðir sérsveitarmenn sem skipuðu honum að leggjast í jörðina. Hann neitaði þar sem jörðin var skítug. Í kjölfarið kom til átaka sem varð til þess að Jón Hilmar meiddist lítillega að eigin sögn. „Ég er tognaður víðsvegar á líkamanum og rifflaður á enninu og svona," sagði Jón sem er verulega ósáttur við fangabrögð sérsveitarinnar. Hann var handtekinn í kjölfarið og vinkona hans einnig. Þau voru færð á lögreglustöð á meðan húsleit var framkvæmd á heimilinu. Þeim er báðum verulega brugðið að sögn Jóns. Skothvellir reyndust koma frá hasarmynd. Þeim var svo sleppt þegar ekkert saknæmt fannst á heimili Jóns Hilmars og í ljós kom að byssumaðurinn var meindýraeyðir vopnaður svörtu vasaljósi. Jón segir að þetta sé í annað skiptið sem lögreglan hefur afskipti af heimilinu í vikunni og telur um áreitni sé að ræða. „Þetta gengur ekki svona," segir Jón Hilmar en lögreglan segist hafa heyrt skothvelli þegar þeir komu á vettvang. Hvellirnir reyndust vera í hasarmyndinni sem Jón var að horfa á. Sjálfur segir Jón að það sé ómögulegt að þeir hafi talið skothvellina vera raunverulega þar sem hátalarar sem voru tengdir við tölvu voru ekki hátt stilltir. Spurður hvort viðbrögð lögreglunnar hafi ekki verið eðlileg í ljósi þess að hann hafi komist áður í kast við lögin segir Jón að hann hafi síðast verið dæmdur fyrir afbrot fyrir tíu árum síðan. „Maður myndi halda að slíkt væri fyrnt," segir hann og bætir við að það sé varla tilefni til þess að mæta með sérsveitina á vettvang. Jón átti áður sólbaðstofu en er búinn að selja hana. Hann segist nú vera athafnamaður og stefnir á að opna innheimtufyrirtækið, innheimta og ráðgjöf. Aðspurður hvort rottan hafi fundist svarar Jón: „Það er eins gott að rottan finnist annars á maður væntanlega von á loftárás." Jón íhugar nú stöðu sína og telur líklegt að hann fari í mál við lögregluna vegna málsins. Ákvörðun þess eðlis hefur þó ekki verið tekin.
Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Viðbúnaður á Bústaðavegi: Par handtekið Lögreglan hefur handtekið tvo einstaklinga í heimahúsi við Byggðarenda í Bústaðahverfi. Tilkynnt var um vopnaðan mann og fór sérsveit lögreglunnar á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur ekki fyrir hvort fólkið, sem er par hafi í raun verið vopnað. Maðurinn veitti nokkra mótspyrnu við handtökuna að sögn lögreglu. Parið, sem býr í húsinu hefur komið við sögu lögreglu áður. Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumenn sem voru að vakta húsið eftir að tilkynningin um vopnaðan mann barst hafi talið sig heyra skothvell og því hafi verið ákveðið að handtaka manninn. 16. desember 2009 12:01 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Viðbúnaður á Bústaðavegi: Par handtekið Lögreglan hefur handtekið tvo einstaklinga í heimahúsi við Byggðarenda í Bústaðahverfi. Tilkynnt var um vopnaðan mann og fór sérsveit lögreglunnar á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu liggur ekki fyrir hvort fólkið, sem er par hafi í raun verið vopnað. Maðurinn veitti nokkra mótspyrnu við handtökuna að sögn lögreglu. Parið, sem býr í húsinu hefur komið við sögu lögreglu áður. Í tilkynningu frá lögreglu segir að lögreglumenn sem voru að vakta húsið eftir að tilkynningin um vopnaðan mann barst hafi talið sig heyra skothvell og því hafi verið ákveðið að handtaka manninn. 16. desember 2009 12:01