Starfsmenn Saab uggandi 18. febrúar 2009 19:00 Starfsmenn Saab bílaverksmiðjunnar í Svíþjóð eru uggandi um framtíð sína. Móðurfélagið General Motors bað í gær bandaríska ríkið um neyðarlán og segir Saab fara á hausinn innan örfárra vikna takist ekki að selja fyrirtækið. General Motors bað í gær bandaríska ríkið um sextán komma sex milljarða dala neyðarlán til viðbótar þeim þrettán komma fjórum sem þegar hafa fengist. Chrysler bað einnig um fimm milljarða en Ford segist ekki þrufa peninga í bili. Fjárþörfin virðist mest hjá General Motors sem kynnti fjármálaráðuneytinu bandaríska endurskipulagningaráform sín í gær. Segja á upp fjörutíu og sjö þúsund starfsmönnum , þar af tuttugu og sex þúsund starfsmönnum utan Bandaríkjanna. Fimm verksmiðjum í Bandaríkjunum verður lokað. Það skili hagnaði eftir tvö ár. Búið verði að borga lánin fyrir 2017. Óvíst er um framtíð Opel, Saab og Vauxhall dótturfélaga General Motors í Þýskalandi, Svíþjóð og Bretlandi. Stjórnendur General Motors segja erfitt að halda þar áfram að óbreyttu vegna mikils samdráttar í bílasölu í gjörvallri Evrópu. Bandaríski bílarisinn er nú í viðræðum við sænska ríkið um að það komi að rekstri Saab. Sænski orkumálaráðherrann sagði í samtali við sænska útvarpið í dag að ekkert yrði af því. Til þess þyrfti allt of mikið fé enda hefði Saab verið rekið með tapi í nær alla þá tvo áratugi sem General Motors hafi rekið fyrirtækið. Rúmlega fjögur þúsund manns starfa hjá Saab, flestir í verksmiðjunni í Trollhättan. Þar bíða starfsmenn og bæjarbúar milli vonar og ótta. Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Starfsmenn Saab bílaverksmiðjunnar í Svíþjóð eru uggandi um framtíð sína. Móðurfélagið General Motors bað í gær bandaríska ríkið um neyðarlán og segir Saab fara á hausinn innan örfárra vikna takist ekki að selja fyrirtækið. General Motors bað í gær bandaríska ríkið um sextán komma sex milljarða dala neyðarlán til viðbótar þeim þrettán komma fjórum sem þegar hafa fengist. Chrysler bað einnig um fimm milljarða en Ford segist ekki þrufa peninga í bili. Fjárþörfin virðist mest hjá General Motors sem kynnti fjármálaráðuneytinu bandaríska endurskipulagningaráform sín í gær. Segja á upp fjörutíu og sjö þúsund starfsmönnum , þar af tuttugu og sex þúsund starfsmönnum utan Bandaríkjanna. Fimm verksmiðjum í Bandaríkjunum verður lokað. Það skili hagnaði eftir tvö ár. Búið verði að borga lánin fyrir 2017. Óvíst er um framtíð Opel, Saab og Vauxhall dótturfélaga General Motors í Þýskalandi, Svíþjóð og Bretlandi. Stjórnendur General Motors segja erfitt að halda þar áfram að óbreyttu vegna mikils samdráttar í bílasölu í gjörvallri Evrópu. Bandaríski bílarisinn er nú í viðræðum við sænska ríkið um að það komi að rekstri Saab. Sænski orkumálaráðherrann sagði í samtali við sænska útvarpið í dag að ekkert yrði af því. Til þess þyrfti allt of mikið fé enda hefði Saab verið rekið með tapi í nær alla þá tvo áratugi sem General Motors hafi rekið fyrirtækið. Rúmlega fjögur þúsund manns starfa hjá Saab, flestir í verksmiðjunni í Trollhättan. Þar bíða starfsmenn og bæjarbúar milli vonar og ótta.
Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent