Seðlabanki Sviss vill herða reglur, óttast íslenskt hrun 19. júní 2009 10:55 Seðlabanki Sviss (SNB) vill herða reglur um starfssemi stærstu banka landsins og jafnframt fá völd til að grípa inn í rekstur þeirra með afgerandi hætti. Að sögn Reuters er þetta tilkomið vegna ótta SNB um að bankakerfi landsins hrynji eins og gerðist á Íslandi s.l. haust. Framgreint kemur fram í nýrri skýrslu SNB um fjármálastöðugleika Sviss. Tveir stærstu bankar landsins, UBS og Credit Suisse, eru enn í verulegum vandræðum samkvæmt mati SNB sem vill fá vald til að búta þá niður í smærri einingar af staða þeirra ógnar efnahag landsins. Í vetur munaði engu að UBS færi á hliðina en UBS og Credit Suisse eru með efnahagsreikning upp á 3 trilljónir dollara, um 380 þúsund milljarða kr., sem er sexföld landsframleiðsla Sviss. Þar af leiðandi er Sviss í meiri hættu gagnvart bankakerfi sínu en nokkur önnur þjóð. Sviss hefur verið í kreppu frá miðju síðasta ári en Jean-Pierre Roth bankastjóri SNB segir að stöðugleiki sé að komast á efnahag landsins að nýju þótt staðan sé enn brothætt. „Áhættan er greinilega enn til staðar á frekari niðursveiflu," segir hann. Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Seðlabanki Sviss (SNB) vill herða reglur um starfssemi stærstu banka landsins og jafnframt fá völd til að grípa inn í rekstur þeirra með afgerandi hætti. Að sögn Reuters er þetta tilkomið vegna ótta SNB um að bankakerfi landsins hrynji eins og gerðist á Íslandi s.l. haust. Framgreint kemur fram í nýrri skýrslu SNB um fjármálastöðugleika Sviss. Tveir stærstu bankar landsins, UBS og Credit Suisse, eru enn í verulegum vandræðum samkvæmt mati SNB sem vill fá vald til að búta þá niður í smærri einingar af staða þeirra ógnar efnahag landsins. Í vetur munaði engu að UBS færi á hliðina en UBS og Credit Suisse eru með efnahagsreikning upp á 3 trilljónir dollara, um 380 þúsund milljarða kr., sem er sexföld landsframleiðsla Sviss. Þar af leiðandi er Sviss í meiri hættu gagnvart bankakerfi sínu en nokkur önnur þjóð. Sviss hefur verið í kreppu frá miðju síðasta ári en Jean-Pierre Roth bankastjóri SNB segir að stöðugleiki sé að komast á efnahag landsins að nýju þótt staðan sé enn brothætt. „Áhættan er greinilega enn til staðar á frekari niðursveiflu," segir hann.
Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira