Starfsmenn Baugs í London sendir heim með vikulaun í vasanum 11. febrúar 2009 14:07 Megninu af starfsmönnum Baugs á skrifstofu félagsins í London var sagt upp í gærdag og þeir sendir heim með vikulaun í vasanum. PricewaterhouseCoopers (PwC) hefur tekið við lyklunum að skrifstofunni og mun reka Baug með á greiðslustöðvuninni stendur. Samkvæmt frétt um málið í Guardian unnu 30 manns í yfirmannastöðum á skrifstofunni en PwC mun halda fimm þeirra áfram í störfum. Guardian hefur eftir einum starfsmannanna að þeir skilji ekki afhverju þeir fái ekki eðlilega uppsagnargreiðslu þar sem flest fyrirtæki innan Baugs séu í rekstri og skili hagnaði. Guardian segir að ekki sé ljóst hvort Jón Ásgeir Jóhannesson og Gunnar Sigurðsson muni verða á launaskrá hjá PwC þar sem í ljós hefur komið að þeir munu halda stjórnunarstöðum sínum í nokkrum af þeim félögum sem Baugur á. Malcolm Walker forstjóri Iceland-verslunarkeðjunnar staðfesti í samtali við Guardian að Jón Ásgeir myndi halda stöðu sinni sem stjórnarformaður Iceland. "Jón var sá sem kom kaupunum á Iceland á koppinn og án hans hefði ekkert orðið úr þeim," segir Walker. "Við viljum að hann veri áfram." Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Megninu af starfsmönnum Baugs á skrifstofu félagsins í London var sagt upp í gærdag og þeir sendir heim með vikulaun í vasanum. PricewaterhouseCoopers (PwC) hefur tekið við lyklunum að skrifstofunni og mun reka Baug með á greiðslustöðvuninni stendur. Samkvæmt frétt um málið í Guardian unnu 30 manns í yfirmannastöðum á skrifstofunni en PwC mun halda fimm þeirra áfram í störfum. Guardian hefur eftir einum starfsmannanna að þeir skilji ekki afhverju þeir fái ekki eðlilega uppsagnargreiðslu þar sem flest fyrirtæki innan Baugs séu í rekstri og skili hagnaði. Guardian segir að ekki sé ljóst hvort Jón Ásgeir Jóhannesson og Gunnar Sigurðsson muni verða á launaskrá hjá PwC þar sem í ljós hefur komið að þeir munu halda stjórnunarstöðum sínum í nokkrum af þeim félögum sem Baugur á. Malcolm Walker forstjóri Iceland-verslunarkeðjunnar staðfesti í samtali við Guardian að Jón Ásgeir myndi halda stöðu sinni sem stjórnarformaður Iceland. "Jón var sá sem kom kaupunum á Iceland á koppinn og án hans hefði ekkert orðið úr þeim," segir Walker. "Við viljum að hann veri áfram."
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira