Blanc vill ná mun betri árangri í Meistaradeildinni Ómar Þorgeirsson skrifar 1. júní 2009 14:23 Fögnuður aðdáenda Bordeaux um helgina. Mynd/Nordicphotos/Getty Knattspyrnustjórinn Laurent Blanc hafði ríka ástæðu til þess að fagna um helgina þegar lið hans Bordeaux varð franskur meistari eftir frækinn endasprett þar sem félagið vann hvorki fleiri né færri en síðustu ellefu leiki sína í deildinni. Bordeaux vann þar með sinn sjötta deildartitil í sögu félagsins og batt jafnframt enda á sjö ára einokun Lyon að franska meistaratitlinum. Enginn efast um árangur hins 43 ára gamla Blanc en hann gerir sjálfur lítið úr eigin ágæti í viðtali við heimasíðu UEFA og eignar leikmönnum sínum mestan heiðurinn. Blanc er jafnframt strax farinn að leggja á ráðinn fyrir næstu leiktíð og vill að Bordeaux nái að festa sig betur í sessi í Meistaradeildinni. "Leikmennirnir eru eins og leikarar á sviði en þjálfararnir eru bara einhvers staðar baka til og geta ekki haft mikil áhrif á hvað er að gerast á sviðinu. Þjálfari er ekkert án góðra leikmanna. Ég bý að frábærum leikmannahópi hjá Bordeaux. Það væri ánægjulegt að geta náð talsvert lengra í Meistaradeildinni á næsta tímabili og það er stefnan," segir Blanc. Blanc getur glaðst yfir því að Yoann Gourcuff, sem valinn var leikmaður tímabilsins í Frakklandi, hefur gengið frá félagsskiptum sínum frá AC Milan til Bordeaux en hann var í láni hjá franska félaginu á nýafstaðinni leiktíð. Þá hefur framherjinn Marouane Chamakh einnig látið í ljós vilja sinn að vera áfram hjá félaginu. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels Sjá meira
Knattspyrnustjórinn Laurent Blanc hafði ríka ástæðu til þess að fagna um helgina þegar lið hans Bordeaux varð franskur meistari eftir frækinn endasprett þar sem félagið vann hvorki fleiri né færri en síðustu ellefu leiki sína í deildinni. Bordeaux vann þar með sinn sjötta deildartitil í sögu félagsins og batt jafnframt enda á sjö ára einokun Lyon að franska meistaratitlinum. Enginn efast um árangur hins 43 ára gamla Blanc en hann gerir sjálfur lítið úr eigin ágæti í viðtali við heimasíðu UEFA og eignar leikmönnum sínum mestan heiðurinn. Blanc er jafnframt strax farinn að leggja á ráðinn fyrir næstu leiktíð og vill að Bordeaux nái að festa sig betur í sessi í Meistaradeildinni. "Leikmennirnir eru eins og leikarar á sviði en þjálfararnir eru bara einhvers staðar baka til og geta ekki haft mikil áhrif á hvað er að gerast á sviðinu. Þjálfari er ekkert án góðra leikmanna. Ég bý að frábærum leikmannahópi hjá Bordeaux. Það væri ánægjulegt að geta náð talsvert lengra í Meistaradeildinni á næsta tímabili og það er stefnan," segir Blanc. Blanc getur glaðst yfir því að Yoann Gourcuff, sem valinn var leikmaður tímabilsins í Frakklandi, hefur gengið frá félagsskiptum sínum frá AC Milan til Bordeaux en hann var í láni hjá franska félaginu á nýafstaðinni leiktíð. Þá hefur framherjinn Marouane Chamakh einnig látið í ljós vilja sinn að vera áfram hjá félaginu.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels Sjá meira