NBA í nótt: Sacramento vann í þríframlengdum leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2009 09:43 Leikmenn Sacramento fagna sigrinum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Sacramento vann sigur á Golden State, 135-133, í þríframlengdum leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Þá tapaði LA Lakers fyrir San Antonio. Það var John Salmons sem tryggði Sacramento sigur á endanum með körfu þegar 1,6 sekúndur voru til loka þriðju framlengingarinnar. Golden State náði að koma skoti áður en leiktíminn rann út en það geigaði. Þetta var fyrsti sigur Sacramento á útivelli í síðustu þrettán útileikjum liðsins í deildinni. Salmons var með 25 stig í leiknum og fjórtán fráköst en Brad Miller var stigahæstur með 30 stig og 22 fráköst. Jamal Crawford skoraði 35 stig fyrir Golden State og CJ Watson 26. San Antonio vann LA Lakers, 112-111, en þetta var í fyrsta sinn sem liðin mætast síðan í úrslitum Vesturdeildarinnar í fyrra. Þá vann Lakers sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar en í nótt náði San Antonio að hefna fyrir ófarirnar. Lakers lenti mest ellefu stigum undir í fjórða leikhluta en náði að að komast tveimur stigum yfir er Kobe Bryant setti niður þrist þegar tólf sekúndur voru eftir. Roger Mason reyndist svo hetja San Antonio er hann setti niður skot og fiskaði um leið víti sem hann svo nýtti. Það reyndist sigurkarfa leiksins. Lakers átti reyndar tækifæri til að komast aftur yfir í síðustu sókn leiksins en boltinn var dæmdur af liðinu er Trevor Ariza gerðist sekur um að taka of mörg skref með boltann þegar innan við sekúnda var eftir af leiknum. Manu Ginobili var stigahæstur hjá San Antonio með 27 stig og þeir Tim Dunan og Tony Parker komu næstur með 20 stig hvor. Hja Lakers var Kobe stigahæstur með 29 stig auk þess sem hann gaf tíu stoðsendingar og tók sjö fráköst. Pau Gason kom næstur með 21 stig. Boston vann New Jersey, 118-86, og þar með sinn þriðja sigur í röð. Sigur Boston var öruggur en Paul Pierce skoraði 22 stig í leiknum, þar af átján í þriðja leikhluta. Kevin Garnett skoraði 20 stig. New Orleans vann Dallas, 104-97. Chris Paul var ótrúlega nálægt því að ná fjórfaldri tvennu í leiknum en hann átti ótrúlegan leik. Hann skoraði 33 stig, gaf ellefu stoðsendingar, tók tíu fráköst og stal sjö boltum. Indiana vann Detroit, 110-106. Danny Granger skoraði 24 stig, TJ Ford 23 og Troy Murphy átján fyrir Indiana. Rodney Stuckey skoraði 30 stig fyrir Detroit. Philadelphia vann Portland, 100-79. Andre Iguodala skoraði 30 stig fyrir Philadelphia sem vann sinn fimmta sigur í röð. Chicago vann Torotno, 102-98. Nýliðinn Derrick Rose skoraði 25 stig í leiknum, þar af sautján í fjórða leikhluta. Luol Deng var með sextán stig og fjórtán fráköst. Miami vann Milwaukee, 102-99. Daequan Cook setti niður sex þrista í leiknum og skoraði alls 24 stig. Dwyane Wade skoraði sautján stig og var með þrettán stoðsendingar. Oklahoma vann óvæntan sigur á Utah, 114-93. Jeff Green var með 23 stig, Russell Westbrook 22 og Kevin Durant 21. New York vann Washington, 128-122. NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Sacramento vann sigur á Golden State, 135-133, í þríframlengdum leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Þá tapaði LA Lakers fyrir San Antonio. Það var John Salmons sem tryggði Sacramento sigur á endanum með körfu þegar 1,6 sekúndur voru til loka þriðju framlengingarinnar. Golden State náði að koma skoti áður en leiktíminn rann út en það geigaði. Þetta var fyrsti sigur Sacramento á útivelli í síðustu þrettán útileikjum liðsins í deildinni. Salmons var með 25 stig í leiknum og fjórtán fráköst en Brad Miller var stigahæstur með 30 stig og 22 fráköst. Jamal Crawford skoraði 35 stig fyrir Golden State og CJ Watson 26. San Antonio vann LA Lakers, 112-111, en þetta var í fyrsta sinn sem liðin mætast síðan í úrslitum Vesturdeildarinnar í fyrra. Þá vann Lakers sér sæti í úrslitum NBA-deildarinnar en í nótt náði San Antonio að hefna fyrir ófarirnar. Lakers lenti mest ellefu stigum undir í fjórða leikhluta en náði að að komast tveimur stigum yfir er Kobe Bryant setti niður þrist þegar tólf sekúndur voru eftir. Roger Mason reyndist svo hetja San Antonio er hann setti niður skot og fiskaði um leið víti sem hann svo nýtti. Það reyndist sigurkarfa leiksins. Lakers átti reyndar tækifæri til að komast aftur yfir í síðustu sókn leiksins en boltinn var dæmdur af liðinu er Trevor Ariza gerðist sekur um að taka of mörg skref með boltann þegar innan við sekúnda var eftir af leiknum. Manu Ginobili var stigahæstur hjá San Antonio með 27 stig og þeir Tim Dunan og Tony Parker komu næstur með 20 stig hvor. Hja Lakers var Kobe stigahæstur með 29 stig auk þess sem hann gaf tíu stoðsendingar og tók sjö fráköst. Pau Gason kom næstur með 21 stig. Boston vann New Jersey, 118-86, og þar með sinn þriðja sigur í röð. Sigur Boston var öruggur en Paul Pierce skoraði 22 stig í leiknum, þar af átján í þriðja leikhluta. Kevin Garnett skoraði 20 stig. New Orleans vann Dallas, 104-97. Chris Paul var ótrúlega nálægt því að ná fjórfaldri tvennu í leiknum en hann átti ótrúlegan leik. Hann skoraði 33 stig, gaf ellefu stoðsendingar, tók tíu fráköst og stal sjö boltum. Indiana vann Detroit, 110-106. Danny Granger skoraði 24 stig, TJ Ford 23 og Troy Murphy átján fyrir Indiana. Rodney Stuckey skoraði 30 stig fyrir Detroit. Philadelphia vann Portland, 100-79. Andre Iguodala skoraði 30 stig fyrir Philadelphia sem vann sinn fimmta sigur í röð. Chicago vann Torotno, 102-98. Nýliðinn Derrick Rose skoraði 25 stig í leiknum, þar af sautján í fjórða leikhluta. Luol Deng var með sextán stig og fjórtán fráköst. Miami vann Milwaukee, 102-99. Daequan Cook setti niður sex þrista í leiknum og skoraði alls 24 stig. Dwyane Wade skoraði sautján stig og var með þrettán stoðsendingar. Oklahoma vann óvæntan sigur á Utah, 114-93. Jeff Green var með 23 stig, Russell Westbrook 22 og Kevin Durant 21. New York vann Washington, 128-122.
NBA Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira