Jose Mourinho spáir í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 26. maí 2009 15:30 Nordic Photos/Getty Images Jose Mourinho þjálfari Inter Milan ritar skemmtilegan pistil í breska blaðið Daily Telegraph í dag þar sem hann spáir ítarlega í spilin fyrir úrslitaleik Manchester United og Barcelona í meistaradeildinni annað kvöld. Mourinho opnar pistilinn á þeim orðum að gamla liðið hans Chelsea hafi átt skilið að komast í úrslitaleikinn, því liðið hafi haft í fullu tré við Barcelona í undanúrslitunum. Hann segir þó að enginn verði svikinn af því að sjá United og Barcelona berjast um Evróputitilinn. Mourinho segir að United og Barcelona séu bæði lið sem haldi fast í sína stefnu og leikurinn verði væntanlega jafn, en það sem komi til með að skilja að í lokin verði andlegt ástand leikmanna. Hann blæs á að reynsla Alex Ferguson veiti honum sérstakt forskot á Pep Guardiola þjálfara Barcelona. "Ég var ekki nema 41 árs þegar ég fór í úrslitaleikinn með Porto og ég vann samt. Ef menn eru góðir, eru menn góðir. Það á við um leikmenn og þjálfara. Ef leikmaður er góður, þá er hann góður bæði tvítugur og 35 ára," sagði Mourinho í pistlinum. Mourinho hrósar Sir Alex Ferguson í hástert. "Sir Alex er stórkostlegur stjóri. Það er ekki hægt að gera mikið betur en að vinna deildina þrjú ár í röð og fara tvisvar í röð í úrslit í meistaradeildinni. Sigur eða tap í úrslitaleiknum hefur ekki úrslitaþýðingu þegar ferill Ferguson verður gerður upp, en ef United vinnur leikinn, þýðir það að Ferguson sé sá besti," sagði Mourinho. Að lokum týnir hann til nokkur atriði sem hann telur að muni vega þungt í úrslitaleiknum. Hann segir m.a. að Manchester United geti þakkað fyrir að Daniel Alves taki út leikbann hjá Barcelona, því þá þurfi United ekki að hafa áhyggjur af þeirri hættu sem hann skapar á vængnum. Þá segir hann að United muni sakna Darren Fletcher mun meira en fólk geri sér grein fyrir og að þeir Xavi og Iniesta séu manna fegnastir að Skotinn taki út leikbann annað kvöld. Hann telur að föst leikatriði gætu átt eftir að reynast United drjúg á móti Barcelona og segist alveg eins búast við að þau ráði úrslitum í leiknum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira
Jose Mourinho þjálfari Inter Milan ritar skemmtilegan pistil í breska blaðið Daily Telegraph í dag þar sem hann spáir ítarlega í spilin fyrir úrslitaleik Manchester United og Barcelona í meistaradeildinni annað kvöld. Mourinho opnar pistilinn á þeim orðum að gamla liðið hans Chelsea hafi átt skilið að komast í úrslitaleikinn, því liðið hafi haft í fullu tré við Barcelona í undanúrslitunum. Hann segir þó að enginn verði svikinn af því að sjá United og Barcelona berjast um Evróputitilinn. Mourinho segir að United og Barcelona séu bæði lið sem haldi fast í sína stefnu og leikurinn verði væntanlega jafn, en það sem komi til með að skilja að í lokin verði andlegt ástand leikmanna. Hann blæs á að reynsla Alex Ferguson veiti honum sérstakt forskot á Pep Guardiola þjálfara Barcelona. "Ég var ekki nema 41 árs þegar ég fór í úrslitaleikinn með Porto og ég vann samt. Ef menn eru góðir, eru menn góðir. Það á við um leikmenn og þjálfara. Ef leikmaður er góður, þá er hann góður bæði tvítugur og 35 ára," sagði Mourinho í pistlinum. Mourinho hrósar Sir Alex Ferguson í hástert. "Sir Alex er stórkostlegur stjóri. Það er ekki hægt að gera mikið betur en að vinna deildina þrjú ár í röð og fara tvisvar í röð í úrslit í meistaradeildinni. Sigur eða tap í úrslitaleiknum hefur ekki úrslitaþýðingu þegar ferill Ferguson verður gerður upp, en ef United vinnur leikinn, þýðir það að Ferguson sé sá besti," sagði Mourinho. Að lokum týnir hann til nokkur atriði sem hann telur að muni vega þungt í úrslitaleiknum. Hann segir m.a. að Manchester United geti þakkað fyrir að Daniel Alves taki út leikbann hjá Barcelona, því þá þurfi United ekki að hafa áhyggjur af þeirri hættu sem hann skapar á vængnum. Þá segir hann að United muni sakna Darren Fletcher mun meira en fólk geri sér grein fyrir og að þeir Xavi og Iniesta séu manna fegnastir að Skotinn taki út leikbann annað kvöld. Hann telur að föst leikatriði gætu átt eftir að reynast United drjúg á móti Barcelona og segist alveg eins búast við að þau ráði úrslitum í leiknum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Sjá meira