Hjaltalín spilar á Hróarskeldu 4. mars 2009 06:00 Sigríður Thorlacius og félagar hennar í Hjaltalín hafa bókað sig á Hróarskelduhátíðina í sumar. Fréttablaðið/Anton „Okkur finnst þetta auðvitað æðislega gaman. Ég hef sjálf aldrei farið og var eiginlega búin að ímynda mér að ég myndi ekki fara úr þessu,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona í Hjaltalín. Hljómsveitin hefur verið bókuð til að koma fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar. Hátíðin fer fram helgina 2.-5. júlí og meðal þekktra sveita sem boðað hafa komu sína eru Coldplay, Madness og Oasis. Ekki liggur fyrir hvenær eða á hvaða sviði Hjaltalín spilar en tónleikarnir verða á aðaldagskrá hátíðarinnar. Nokkur hundruð Íslendingar sækja Hróarskelduhátíðina á hverju ári og þessi tíðindi vega eflaust upp á móti fréttum af háu miðaverði þetta árið vegna efnahagsástandsins. Fyrsta plata Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, hefur verið gefin út í Bretlandi og víða um Evrópu og hlotið góða dóma. Sveitin hefur verið dugleg við tónleikahald og stefnan er að taka sumarið með trompi. Hjaltalín hefur verið boðið að spila á fjölmörgum tónlistarhátíðum. „Ja, það er alla vega komið gróft plan,“ segir Sigríður. „Hugmyndin er að vera með bækistöðvar í Berlín part úr sumri og vera svo nánast um hverja helgi í einhverjum skemmtilegheitum.“ Þið ætlið semsagt bara að leika ykkur úti í löndum á meðan Íslendingar eru í miðri kreppu?„Reyndar er það nú ekki svo að við eigum í vandræðum með að eyða öllum peningunum okkar. Þetta er nú meira hugsað í sparnaðarskyni, svo við eyðum ekki öllu í ferðalög. Svo snýst nú góða lífið ekki alltaf um peninga.“- hdm Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Okkur finnst þetta auðvitað æðislega gaman. Ég hef sjálf aldrei farið og var eiginlega búin að ímynda mér að ég myndi ekki fara úr þessu,“ segir Sigríður Thorlacius, söngkona í Hjaltalín. Hljómsveitin hefur verið bókuð til að koma fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar. Hátíðin fer fram helgina 2.-5. júlí og meðal þekktra sveita sem boðað hafa komu sína eru Coldplay, Madness og Oasis. Ekki liggur fyrir hvenær eða á hvaða sviði Hjaltalín spilar en tónleikarnir verða á aðaldagskrá hátíðarinnar. Nokkur hundruð Íslendingar sækja Hróarskelduhátíðina á hverju ári og þessi tíðindi vega eflaust upp á móti fréttum af háu miðaverði þetta árið vegna efnahagsástandsins. Fyrsta plata Hjaltalín, Sleepdrunk Seasons, hefur verið gefin út í Bretlandi og víða um Evrópu og hlotið góða dóma. Sveitin hefur verið dugleg við tónleikahald og stefnan er að taka sumarið með trompi. Hjaltalín hefur verið boðið að spila á fjölmörgum tónlistarhátíðum. „Ja, það er alla vega komið gróft plan,“ segir Sigríður. „Hugmyndin er að vera með bækistöðvar í Berlín part úr sumri og vera svo nánast um hverja helgi í einhverjum skemmtilegheitum.“ Þið ætlið semsagt bara að leika ykkur úti í löndum á meðan Íslendingar eru í miðri kreppu?„Reyndar er það nú ekki svo að við eigum í vandræðum með að eyða öllum peningunum okkar. Þetta er nú meira hugsað í sparnaðarskyni, svo við eyðum ekki öllu í ferðalög. Svo snýst nú góða lífið ekki alltaf um peninga.“- hdm
Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira