Playboy til sölu, Virgin hugsanlegur kaupandi 25. maí 2009 08:43 Fregnir berast nú af því að hinn 83 ára gamli gleðigosi Hugh Hefner ætli að selja Playboy-veldi sitt. Virgin er nefnt sem hugsanlegur kaupandi. Söluverðið er um 200 milljónir punda eða rúmlega 40 milljarðar kr. Samkvæmt frétt um málið í Daily Mail hefur Playboy tímaritið stöðugt tapað áskrifendum og kaupendum á síðustu árum eftir að klám varð algengara á netinu. Þetta hefur leitt til þess að síðustu fimm ársfjórðungar hafa skilað félaginu tapi. Nú síðast á fyrsta ársfjórðungi ársins nam tapið um 1,8 milljarði kr. Playboy hefur mætt þessu með niðurskurði og hagræðingaraðgerðum. Þannig er búið að reka um 25% af starfsmönnum tímaritsins á síðustu mánuðum. Tveir banarískir fjárfestingarsjóðir hafa, að sögn Daily Mail, þegar hafnað tilboði frá Playboy um kaupin en Virgin Media mun vera að skoða málið. Söluverðið mun eiga að duga fyrir því að Hefner geti haldið áfram að lifa í þeim lúxus sem hann er orðinn vanur. Dóttir hans, Christie, lét af störfum sem forstjóri Playboy í janúar s.l. og hefur nú alfarið hætt afskiptum af félaginu. Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Fregnir berast nú af því að hinn 83 ára gamli gleðigosi Hugh Hefner ætli að selja Playboy-veldi sitt. Virgin er nefnt sem hugsanlegur kaupandi. Söluverðið er um 200 milljónir punda eða rúmlega 40 milljarðar kr. Samkvæmt frétt um málið í Daily Mail hefur Playboy tímaritið stöðugt tapað áskrifendum og kaupendum á síðustu árum eftir að klám varð algengara á netinu. Þetta hefur leitt til þess að síðustu fimm ársfjórðungar hafa skilað félaginu tapi. Nú síðast á fyrsta ársfjórðungi ársins nam tapið um 1,8 milljarði kr. Playboy hefur mætt þessu með niðurskurði og hagræðingaraðgerðum. Þannig er búið að reka um 25% af starfsmönnum tímaritsins á síðustu mánuðum. Tveir banarískir fjárfestingarsjóðir hafa, að sögn Daily Mail, þegar hafnað tilboði frá Playboy um kaupin en Virgin Media mun vera að skoða málið. Söluverðið mun eiga að duga fyrir því að Hefner geti haldið áfram að lifa í þeim lúxus sem hann er orðinn vanur. Dóttir hans, Christie, lét af störfum sem forstjóri Playboy í janúar s.l. og hefur nú alfarið hætt afskiptum af félaginu.
Mest lesið Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira