NBA í nótt: Ótrúleg sigurkarfa Anthony Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. maí 2009 11:20 Carmelo Anthony skorar sigurkörfuna í leiknum. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri. Nordic Photos / Getty Images Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Denver og Cleveland komust í 3-0 forystu í sínum einvígum. Denver vann Dallas, 106-105, á útivelli þar sem Carmelo Anthony skoraði sigurkörfuna á lokasekúndu leiksins. Anthony setti niður glæsilegan en afar umdeildan þrist. Antoine Wright, leikmaður Dallas, reyndi í tvígang að brjóta á Anthony áður en hann tók skotið. Ekkert var hins vegar dæmt og náði Anthony að koma sér í stöðu og setja niður þristinn. Leikmenn Dallas voru gríðarlega ósáttir við þessi málalok og eigandi liðsins, Mark Cuban, gekk hreinlega af göflunum. Tveimur tímum eftir að leiknum lauk kom í ljós að þeir höfðu eitthvað til síns máls. Joel Litvin, forseti NBA-deildarinnar, gaf frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði dómarana hafa gert mistök með því að dæma ekki villu á Wright. Karfan hefði því ekki að fá að standa. „Ég hef sett niður mörg mikilvæg skot á mínum ferli en ekkert í líkingu við þetta. Það mátti litlu muna að staðan væri 2-1 í einvíginu en ekki 3-0," sagði Anthony. „Þetta er eitt erfiðasta tap sem ég hef þurft að upplifa í ellefu ár," sagði Dirk Nowitzky, leikmaður Dallas. „Þetta var leikur sem við urðum að vinna." Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver en Chauncey Billups var stigahæstur með 32. Hjá Dallas var Nowtzky stigahæstur með 33 stig og tók þar að auki sextán fráköst. Jason Terry skoraði sautján stig. Cleveland vann Atlanta, 97-82, þar sem LeBron James fór á kostum og skoraði 47 stig. Þetta var hans besta frammistaða í úrslitakeppninni í ár til þessa og hefur Cleveland ekki enn tapað leik síðan að deildakeppninni lauk. James mun vera fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skorar svo mörg stig, tekur svo mörg fráköst (12) og gefur svo margar stoðsendingar (8) í leik í úrslitakeppninni. Cleveland hefur unnið alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni með minnst tíu stiga mun. Það er met en gamla metið átti Indiana sem liðið setti fyrir fimm árum síðan. Cleveland hafði reyndar unnið síðustu þrjá leiki sína með minnst 20 stigum en Atlanta náði þó að koma í veg fyrir þann fjórða. Munurinn var ekki nema eitt stig í hálfleik, 47-46, Cleveland í vil. En LeBron og félagar komust á 13-0 sprett í þriðja leikhluta og tryggði sér þar með sigurinn. Zaza Pachulia, leikmaður Atlanta, var rekinn af velli fyrir að mótmæla dómgæslunni. Zydrunas Ilgauskas skoraði fjórtán stig fyrir Cleveland og Delonte West tólf. Joe Johnson skoraði 21 stig fyrir Atlanta og Josh Smith átján. NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Denver og Cleveland komust í 3-0 forystu í sínum einvígum. Denver vann Dallas, 106-105, á útivelli þar sem Carmelo Anthony skoraði sigurkörfuna á lokasekúndu leiksins. Anthony setti niður glæsilegan en afar umdeildan þrist. Antoine Wright, leikmaður Dallas, reyndi í tvígang að brjóta á Anthony áður en hann tók skotið. Ekkert var hins vegar dæmt og náði Anthony að koma sér í stöðu og setja niður þristinn. Leikmenn Dallas voru gríðarlega ósáttir við þessi málalok og eigandi liðsins, Mark Cuban, gekk hreinlega af göflunum. Tveimur tímum eftir að leiknum lauk kom í ljós að þeir höfðu eitthvað til síns máls. Joel Litvin, forseti NBA-deildarinnar, gaf frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagði dómarana hafa gert mistök með því að dæma ekki villu á Wright. Karfan hefði því ekki að fá að standa. „Ég hef sett niður mörg mikilvæg skot á mínum ferli en ekkert í líkingu við þetta. Það mátti litlu muna að staðan væri 2-1 í einvíginu en ekki 3-0," sagði Anthony. „Þetta er eitt erfiðasta tap sem ég hef þurft að upplifa í ellefu ár," sagði Dirk Nowitzky, leikmaður Dallas. „Þetta var leikur sem við urðum að vinna." Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver en Chauncey Billups var stigahæstur með 32. Hjá Dallas var Nowtzky stigahæstur með 33 stig og tók þar að auki sextán fráköst. Jason Terry skoraði sautján stig. Cleveland vann Atlanta, 97-82, þar sem LeBron James fór á kostum og skoraði 47 stig. Þetta var hans besta frammistaða í úrslitakeppninni í ár til þessa og hefur Cleveland ekki enn tapað leik síðan að deildakeppninni lauk. James mun vera fyrsti leikmaðurinn í sögunni sem skorar svo mörg stig, tekur svo mörg fráköst (12) og gefur svo margar stoðsendingar (8) í leik í úrslitakeppninni. Cleveland hefur unnið alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni með minnst tíu stiga mun. Það er met en gamla metið átti Indiana sem liðið setti fyrir fimm árum síðan. Cleveland hafði reyndar unnið síðustu þrjá leiki sína með minnst 20 stigum en Atlanta náði þó að koma í veg fyrir þann fjórða. Munurinn var ekki nema eitt stig í hálfleik, 47-46, Cleveland í vil. En LeBron og félagar komust á 13-0 sprett í þriðja leikhluta og tryggði sér þar með sigurinn. Zaza Pachulia, leikmaður Atlanta, var rekinn af velli fyrir að mótmæla dómgæslunni. Zydrunas Ilgauskas skoraði fjórtán stig fyrir Cleveland og Delonte West tólf. Joe Johnson skoraði 21 stig fyrir Atlanta og Josh Smith átján.
NBA Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira