Íhuga lögreglurannsókn á njósnahneyksli í Deutsche Bank 21. júlí 2009 11:19 Ríkissaksóknari Þýskalands hefur staðfest að embættið sé að íhuga hvort fram fari lögreglurannsókn á njósnahneyksli sem komið er upp hjá Deutsche Bank, stærsta banka Þýskalands. Deutsche Bank hefur verið ásakaður um að hafa látið njósna um tvo af meðlimum stjórnar bankans en þeir voru grunaðir um að hafa lekið viðkvæmum upplýsingum úr bankanum. Einnig að hafa njósnað um einn af hluthöfum bankans en sá hefur oft gert stjórninni lífið leitt á hluthafafundum. Bankinn hefur hingað til neitað að tjá sig um málið en vitað er að stjórn bankans hefur sjálf rannsakað þetta mál frá því í maí s.l. Síðan hafa bæði yfirmaður öryggisdeildar bankans og yfirmaður fjárfestatengsla verið reknir úr störfum sínum. Eigin rannsókn bankans heldur áfram og samkvæmt frétt á BBC segir talsmaður hans að engra yfirlýsinga sé að vænta fyrr en þeirri rannsókn er lokið. Ríkissaksóknarinn er nú með gögn sem tengjast málinu frá Persónuverndarskrifstofu landsins til skoðunar. Reiknað er með ákvörðun frá honum um lögreglurannsókn á næstu 2-3 vikum. Fyrirtækjanjósnir eru ekkert nýmæli í Þýskalandi. Dæmi um slíkt hafa komið upp hjá stórfyrirtækjum á borð við Deutsche Telekom, Deutsche Bahn og Lidl á síðustu árum. Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Ríkissaksóknari Þýskalands hefur staðfest að embættið sé að íhuga hvort fram fari lögreglurannsókn á njósnahneyksli sem komið er upp hjá Deutsche Bank, stærsta banka Þýskalands. Deutsche Bank hefur verið ásakaður um að hafa látið njósna um tvo af meðlimum stjórnar bankans en þeir voru grunaðir um að hafa lekið viðkvæmum upplýsingum úr bankanum. Einnig að hafa njósnað um einn af hluthöfum bankans en sá hefur oft gert stjórninni lífið leitt á hluthafafundum. Bankinn hefur hingað til neitað að tjá sig um málið en vitað er að stjórn bankans hefur sjálf rannsakað þetta mál frá því í maí s.l. Síðan hafa bæði yfirmaður öryggisdeildar bankans og yfirmaður fjárfestatengsla verið reknir úr störfum sínum. Eigin rannsókn bankans heldur áfram og samkvæmt frétt á BBC segir talsmaður hans að engra yfirlýsinga sé að vænta fyrr en þeirri rannsókn er lokið. Ríkissaksóknarinn er nú með gögn sem tengjast málinu frá Persónuverndarskrifstofu landsins til skoðunar. Reiknað er með ákvörðun frá honum um lögreglurannsókn á næstu 2-3 vikum. Fyrirtækjanjósnir eru ekkert nýmæli í Þýskalandi. Dæmi um slíkt hafa komið upp hjá stórfyrirtækjum á borð við Deutsche Telekom, Deutsche Bahn og Lidl á síðustu árum.
Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira