LeBron James skaut Milwaukee í kaf 21. febrúar 2009 13:36 LeBron James var sjóðandi heitur í nótt AP LeBron James fór hamförum í nótt þegar hann fór fyrir liði Cleveland í 111-103 sigri á Milwaukee á útivelli. James skoraði 55 stig og var einu stigi frá persónulegu meti sínu. James skoraði þriggja stiga körfu af meira en tíu metra færi um leið og lokaflautið gall í fyrri hálfleik og skoraði svo 16 stig á innan við þremur fyrstu mínútunum í síðari hálfleik. James gaf líka 9 stoðsendingar í leiknum. Charlie Villanueva skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Milwaukee en var svo rekinn í bað fyrir áflog. "Þetta var eins og að horfa á mann spila tölvuleik," sagði Zydrunas Ilgauskas, miðherji Cleveland þegar hann lýsti frammistöðu félaga síns. "Stundum verður maður að þjálfa sjálfan sig, setjast niður, þegja og njóta sýningarinnar," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. Þetta var í sjöunda sinn sem James skorar yfir 50 stig á útivelli á ferlinum og aðeins Michael Jordan (13) og Kobe Bryant (9) hafa gert það oftar í NBA síðan árið 1986. LA Lakers vann góðan sigur á New Orleans í framlengdum leik 115-111 þar sem Kobe Bryant tryggði Lakers sigurinn með því að taka yfir leikinn í framlengingu. Bryant skoraði 39 stig fyrir Lakers og Lamar Odom var með 20 stig og 12 fráköst. Rasual Butler var með 31 stig fyrir New Orleans og Chris Paul 21 stig og 16 stoðsendingar. Enn skorar Phoenix 140 stig. Lið Phoenix Suns hefur farið hamförum síðan Alvin Gentry tók við þjálfun liðsins af Terry Porter og í nótt vann liðið 140-118 sigur á Oklahoma. Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Phoenix skorar 140 stig og það hefur ekki gerst í NBA í 18 ár. Leandro Barbosa kom inn í byrjunarlið Phoenix og setti persónulegt met með 41 stigi. Jason Richardson skoraði 34 stig og Shaquille O´Neal 22 stig. Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Oklahoma, sem var mest 35 stigum undir í leiknum en náði að minnka muninn niður í sex stig í síðari hálfleik áður en Phoenix tók annan sprett og kláraði leikinn. Phoenix mætir næst meisturum Boston Celtics og Alvin Gentry þjálfari hafði þetta um þann leik að segja: "Ég lofa því að við skorum ekki 140 stig í næsta leik." Orlando lagði Charlotte 92-80 á útivelli. Hedo Turkoglu skoraði 24 stig fyrir Orlando en Raymond Felton 16 fyrir Charlotte. New York burstaði Toronto 127-97. Wilson Chandler skoraði 32 stig fyrir New York og David Lee var með 24 stig og 15 fráköst. Andrea Bargnani skoraði 18 stig fyrir Toronto. Houston lagði granna sína í Dallas á heimavelli 93-86. Yao Ming skoraði 22 stig fyrir Houston en JJ Barea 26 fyrir Dallas. Chicago vann góðan sigur á Denver á heimavelli 116-99 þar sem Ben Gordon skoraði 37 stig fyrir Chicago en Cauncey Billups skoraði 25 fyrir Denver. Indiana lagði Minnesota úti 112-105, Sacramento lagði Memphis á útivelli 115-106, Portland lagði Atlanta 108-98 og New Jersey tapaði heima fyrir Washington 107-96. Staðan í NBA deildinni NBA Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
LeBron James fór hamförum í nótt þegar hann fór fyrir liði Cleveland í 111-103 sigri á Milwaukee á útivelli. James skoraði 55 stig og var einu stigi frá persónulegu meti sínu. James skoraði þriggja stiga körfu af meira en tíu metra færi um leið og lokaflautið gall í fyrri hálfleik og skoraði svo 16 stig á innan við þremur fyrstu mínútunum í síðari hálfleik. James gaf líka 9 stoðsendingar í leiknum. Charlie Villanueva skoraði 26 stig og hirti 13 fráköst fyrir Milwaukee en var svo rekinn í bað fyrir áflog. "Þetta var eins og að horfa á mann spila tölvuleik," sagði Zydrunas Ilgauskas, miðherji Cleveland þegar hann lýsti frammistöðu félaga síns. "Stundum verður maður að þjálfa sjálfan sig, setjast niður, þegja og njóta sýningarinnar," sagði Mike Brown þjálfari Cleveland. Þetta var í sjöunda sinn sem James skorar yfir 50 stig á útivelli á ferlinum og aðeins Michael Jordan (13) og Kobe Bryant (9) hafa gert það oftar í NBA síðan árið 1986. LA Lakers vann góðan sigur á New Orleans í framlengdum leik 115-111 þar sem Kobe Bryant tryggði Lakers sigurinn með því að taka yfir leikinn í framlengingu. Bryant skoraði 39 stig fyrir Lakers og Lamar Odom var með 20 stig og 12 fráköst. Rasual Butler var með 31 stig fyrir New Orleans og Chris Paul 21 stig og 16 stoðsendingar. Enn skorar Phoenix 140 stig. Lið Phoenix Suns hefur farið hamförum síðan Alvin Gentry tók við þjálfun liðsins af Terry Porter og í nótt vann liðið 140-118 sigur á Oklahoma. Þetta var þriðji leikurinn í röð þar sem Phoenix skorar 140 stig og það hefur ekki gerst í NBA í 18 ár. Leandro Barbosa kom inn í byrjunarlið Phoenix og setti persónulegt met með 41 stigi. Jason Richardson skoraði 34 stig og Shaquille O´Neal 22 stig. Kevin Durant skoraði 35 stig fyrir Oklahoma, sem var mest 35 stigum undir í leiknum en náði að minnka muninn niður í sex stig í síðari hálfleik áður en Phoenix tók annan sprett og kláraði leikinn. Phoenix mætir næst meisturum Boston Celtics og Alvin Gentry þjálfari hafði þetta um þann leik að segja: "Ég lofa því að við skorum ekki 140 stig í næsta leik." Orlando lagði Charlotte 92-80 á útivelli. Hedo Turkoglu skoraði 24 stig fyrir Orlando en Raymond Felton 16 fyrir Charlotte. New York burstaði Toronto 127-97. Wilson Chandler skoraði 32 stig fyrir New York og David Lee var með 24 stig og 15 fráköst. Andrea Bargnani skoraði 18 stig fyrir Toronto. Houston lagði granna sína í Dallas á heimavelli 93-86. Yao Ming skoraði 22 stig fyrir Houston en JJ Barea 26 fyrir Dallas. Chicago vann góðan sigur á Denver á heimavelli 116-99 þar sem Ben Gordon skoraði 37 stig fyrir Chicago en Cauncey Billups skoraði 25 fyrir Denver. Indiana lagði Minnesota úti 112-105, Sacramento lagði Memphis á útivelli 115-106, Portland lagði Atlanta 108-98 og New Jersey tapaði heima fyrir Washington 107-96. Staðan í NBA deildinni
NBA Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira