Verður Boston nítjánda fórnarlamb Cleveland í röð? 9. janúar 2009 16:40 Paul Pierce og LeBron James leiða saman hesta sína á Stöð 2 Sport klukkan eitt í nótt NordicPhotos/GettyImages Sannkallaður risaleikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan eitt í nótt þegar Cleveland tekur á móti meisturum Boston. Cleveland hefur unnið átján leiki í röð á heimavelli sínum Quicken Loans Arena. Cleveland er í efsta sæti NBA deildarinnar ásamt LA Lakers með 28 sigra og aðeins sex töp, en Boston er ekki langt þar á eftir með 29 sigra og átta töp. Meistararnir hafa hinsvegar verið langt frá sínu besta upp á síðkastið og hafa tapað sex af síðustu átta leikjum sínum eftir ótrúlega 27-2 byrjun. Það má því segja að Quicken Loans Arena með 20,000 öskrandi aðdáendur Cleveland sé góður staður fyrir meistara Boston til að hrökkva í gang á ný. "Þetta er ekki slæm prófraun fyrir okkur. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur. Cleveland er að spila ótrúlega vel um þessar mundir. Kannski verður þessi leikur til að kveikja í okkur aftur - hver veit?" sagði Doc Rivers þjálfari Boston. Boston og Cleveland eru langbestu liðin í Austurdeildinni ef tekið er mið af töflunni og þau mættust í sögulegu einvígi í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrravor. Boston hafði þá betur í sjö leikja rimmu þar sem liðið kláraði dæmið á heimavelli í oddaleik. "Við munum enn eftir þessu einvígi, en menn verða að halda áfram ótrauðir. Það þýðir ekkert að velta sér upp úr fortíðinni í þessari deild," sagði LeBron James hjá Cleveland sem margir kalla besta körfuboltamann heims í dag. Paul Pierce fyrirliði Boston og besti maður lokaúrslitanna í fyrra, veit alveg við hverju má búast í Cleveland í kvöld. "Þetta er lið sem við sigruðum í úrslitakeppninni í fyrra. Þeir eru besta heimavallarliðið í deildinni og hafa eflaust hlakkað mikið til þessa leiks. Þeir munu mæta okkur af mikilli hörku og við verðum að svara þeim, því við vitum vel að þessi lið munu væntanlega mætast fyrr eða síðar í úrslitakeppninni," sagði Pierce. Bæði lið eru með flesta sína menn heila en þó leikur Cleveland án miðherjans Zydrunas Illgauskas sem er meiddur og hefur Brasilíumaðurinn Anderson Varejao fyllt stöðu hans í byrjunarliðinu. NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Sjá meira
Sannkallaður risaleikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan eitt í nótt þegar Cleveland tekur á móti meisturum Boston. Cleveland hefur unnið átján leiki í röð á heimavelli sínum Quicken Loans Arena. Cleveland er í efsta sæti NBA deildarinnar ásamt LA Lakers með 28 sigra og aðeins sex töp, en Boston er ekki langt þar á eftir með 29 sigra og átta töp. Meistararnir hafa hinsvegar verið langt frá sínu besta upp á síðkastið og hafa tapað sex af síðustu átta leikjum sínum eftir ótrúlega 27-2 byrjun. Það má því segja að Quicken Loans Arena með 20,000 öskrandi aðdáendur Cleveland sé góður staður fyrir meistara Boston til að hrökkva í gang á ný. "Þetta er ekki slæm prófraun fyrir okkur. Þetta verður gríðarlega erfiður leikur. Cleveland er að spila ótrúlega vel um þessar mundir. Kannski verður þessi leikur til að kveikja í okkur aftur - hver veit?" sagði Doc Rivers þjálfari Boston. Boston og Cleveland eru langbestu liðin í Austurdeildinni ef tekið er mið af töflunni og þau mættust í sögulegu einvígi í annari umferð úrslitakeppninnar í fyrravor. Boston hafði þá betur í sjö leikja rimmu þar sem liðið kláraði dæmið á heimavelli í oddaleik. "Við munum enn eftir þessu einvígi, en menn verða að halda áfram ótrauðir. Það þýðir ekkert að velta sér upp úr fortíðinni í þessari deild," sagði LeBron James hjá Cleveland sem margir kalla besta körfuboltamann heims í dag. Paul Pierce fyrirliði Boston og besti maður lokaúrslitanna í fyrra, veit alveg við hverju má búast í Cleveland í kvöld. "Þetta er lið sem við sigruðum í úrslitakeppninni í fyrra. Þeir eru besta heimavallarliðið í deildinni og hafa eflaust hlakkað mikið til þessa leiks. Þeir munu mæta okkur af mikilli hörku og við verðum að svara þeim, því við vitum vel að þessi lið munu væntanlega mætast fyrr eða síðar í úrslitakeppninni," sagði Pierce. Bæði lið eru með flesta sína menn heila en þó leikur Cleveland án miðherjans Zydrunas Illgauskas sem er meiddur og hefur Brasilíumaðurinn Anderson Varejao fyllt stöðu hans í byrjunarliðinu.
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Ármann - Tindastóll | Verðugt verkefni fyrir nýliðana Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? Sjá meira