Toyota með mesta tap Japanssögu 9. maí 2009 09:00 uppgjörið kynnt Hann var ekki glaður forstjórinn Katsuaki Watanabe þegar afkoma bílaframleiðandans á síðasta ári var kynnt í gær. Fréttablaðið/AFP Japanski bílarisinn Toyota tapaði 765,8 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 968 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er mesta tap í japanskri fyrirtækjasögu og skrifast á snarminnkandi bílasölu um allan heim og styrkingu japanska jensins gagnvart Bandaríkjadal. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður Toyota, sem er umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi, 316,8 milljörðum jena. Stjórn bílaframleiðandans hefur ákveðið að skerða arðgreiðslur til hluthafa félagsins um helming vegna þessa. Arðgreiðslurnar, sem fram til þessa hafa verið greiddar út ársfjórðungslega, hljóðuðu í fyrra upp á 140 jen, jafnvirði 177 króna á hlut. Það er sömuleiðis í fyrsta sinn í áratug sem arðgreiðslur bílarisans hækka ekki. Bandaríska dagblaðið New York Times bendir á að þótt tap Toyota sé næstum tveimur milljörðum meira en GM í Bandaríkjunum, þá sé fáu við að líkja. Sjóðir þess bandaríska séu þurrausnir eftir áralangt hark. Toyota hafi á móti safnað fé í sjóði sem komi sér vel þegar harðni í ári. - jab Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Japanski bílarisinn Toyota tapaði 765,8 milljörðum jena, jafnvirði rúmra 968 milljarða íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er mesta tap í japanskri fyrirtækjasögu og skrifast á snarminnkandi bílasölu um allan heim og styrkingu japanska jensins gagnvart Bandaríkjadal. Á sama tíma í fyrra nam hagnaður Toyota, sem er umsvifamesti bílaframleiðandi í heimi, 316,8 milljörðum jena. Stjórn bílaframleiðandans hefur ákveðið að skerða arðgreiðslur til hluthafa félagsins um helming vegna þessa. Arðgreiðslurnar, sem fram til þessa hafa verið greiddar út ársfjórðungslega, hljóðuðu í fyrra upp á 140 jen, jafnvirði 177 króna á hlut. Það er sömuleiðis í fyrsta sinn í áratug sem arðgreiðslur bílarisans hækka ekki. Bandaríska dagblaðið New York Times bendir á að þótt tap Toyota sé næstum tveimur milljörðum meira en GM í Bandaríkjunum, þá sé fáu við að líkja. Sjóðir þess bandaríska séu þurrausnir eftir áralangt hark. Toyota hafi á móti safnað fé í sjóði sem komi sér vel þegar harðni í ári. - jab
Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira