Formenn bjartsýnir fyrir kosningarnar 24. apríl 2009 06:00 Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. „Þessi niðurstaða er í samræmi við það sem ég finn, að fólk vilji að við verðum leiðandi afl í næstu ríkisstjórn," segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sem fær 31,8 prósent og 21 þingmann í könnun Fréttablaðsins. Jóhanna segir að túlka megi niðurstöðuna þannig að stór hluti þjóðarinnar telji að Samfylking hafi lausnir fyrir fyrirtæki og heimili í landinu. „Við erum með áætlun um framtíðarlausn út úr þessum hremmingum. Könnunin sýnir einnig að fólk vill að lausnir nýfrjálshyggjunnar fari til hliðar á næstu árum og lausnir félagshyggju og jafnaðarstefnunnar verði settar í öndvegi," segir hún. Vinstri grænir fá 24,1 prósent í könnunni og sextán menn á þing. „Þetta sýnir að það eru verulegar líkur á áframhaldandi velferðarstjórn eftir kosningar. Við erum auðvitað ánægð en höldum ró okkar," segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG. „Ef kosningarnar færu svona bætum við við okkur tíu prósentustigum frá síðustu kosningum og værum orðin annar stærsti flokkurinn. Það yrðu auðvitað stórtíðindi en ég spyr bara að leikslokum," segir Katrín. Óttast stefnu stjórnarflokka„Auðvitað erum við Sjálfstæðismenn ekki ánægðir með hvar við erum að mælast þessa dagana en við erum bjartsýnir á að við munum skila í hús betri tölum heldur kannanir undanfarinna daga sýna," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem könnun Fréttablaðsins gefur 21,9 prósent atkvæða og fimmtán þingmenn.Bjarni segir hreyfingu vera á fylginu. „Ég skynja það frá frambjóðendum flokksins um allt land að fólki finnst það vera að koma betur og betur í ljós hvað ríkisstjórnarflokkarnir eru ósammála um mikilvæg mál sem skipta miklu fyrir atvinnustigið í landinu og þar með heimilin," segir hann.„Mér líst náttúrulega vel á að fylgi Framsóknarflokksins sé að aukast. Hins vegar hef ég verulegar áhyggjur því að þetta gefur til kynna að hér verði hrein vinstri stjórn eftir kosningar og ég tel að hún muni fylgja efnahagsstefnu sem verði landinu mjög hættuleg. Þar af leiðandi er niðurstaðan hvað þessa tvo flokka vonbrigði," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sem í könnun Fréttablaðsins fær 11,3 prósent fylgi og sjö alþingismenn.Sigmundur segir að sér lítist vel á framhaldið. „Við ákváðum eftir að ég kom inn að við myndum ekki hafa of miklar áhyggjur af skoðanakönnunum heldur halda okkar striki og segja hlutina eins og við teljum þá vera þótt það væri ekki alltaf fallið til vinsælda. Fólk virðist hins vegar vera að átta sig betur og betur á skilaboðum okkar." Fimmti flokkurinn á þing„Þetta hljómar rosalega vel í ljósi þess stutta tíma sem við höfum haft," segir Herbert Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Borgarahreyfingarinnar sem fær 7,1 prósent atkvæða samkvæmt könnuninni og fjóra menn á Alþingi. „Það eru átta vikur síðan hreyfingin var stofnuð og það er ótrúlega mikið af óeigingjörnu fólki sem hefur hjálpað okkur. Mér sýnist að við ætlum að verða fimmti flokkurinn á þingi og það held ég að sé hið besta mál fyrir okkur öll," bætir Herbert við. „Ég hefði vænst þess að við mældumst hærra í þessari könnun, en mín bjargfasta trú er sú að við fáum meira í kosningunum," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, um fylgiskönnun Fréttablaðsins. Frjálslyndir fá 2,6 prósent í könnuninni og engan mann á þing. Guðjón Arnar segist hafa farið um allt Norðvesturkjördæmi. Af þeirri reynslu að dæma hafi hann enga trú á öðru en að flokkurinn nái inn manni. „Okkar reynsla er sú að við fáum venjulega 3 til 4 prósentum meira í kosningum en könnunum. Við vonumst því til þess að bæta stöðuna," segir Guðjón Arnar. Grátlegt að kjósa ánauð áfram„Það er grátlegt ef þjóðin ætlar að vera svo vitlaus að kjósa yfir áframhaldandi ánauð spilltra og úreltra stjórnmálaflokka og mútuþægra alþingismanna," segir Ástþór Magnússon, formaður Lýðræðishreyfingarinnar sem fær 1,2 prósent og engan mann á þing í könnuninni. Ástþór segir að á kjördag sé þjóðin frjáls að kjósa sig úr ánauðinni. „Ef þjóðin hefði vit á því að kjósa Lýðræðishreyfinguna á þing væri þjóðin sjálf að fá áhrif á Alþingi. Þingmenn Lýðræðishreyfingarinnar munu ganga í takt við rafrænt almannaþing þar sem þjóðin sjálf hefur orðið og valdið," segir Ástþór Magnússon. gar@frettabladid.is / kjartan@frettabladid.is Kosningar 2009 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Formenn framboðanna til Alþingis eru allir bjartsýnir á gott gengi í komandi kosningum þrátt fyrir mismunandi útkomu í könnun Fréttablaðsins á fylgi flokkanna á landsvísu. „Þessi niðurstaða er í samræmi við það sem ég finn, að fólk vilji að við verðum leiðandi afl í næstu ríkisstjórn," segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, sem fær 31,8 prósent og 21 þingmann í könnun Fréttablaðsins. Jóhanna segir að túlka megi niðurstöðuna þannig að stór hluti þjóðarinnar telji að Samfylking hafi lausnir fyrir fyrirtæki og heimili í landinu. „Við erum með áætlun um framtíðarlausn út úr þessum hremmingum. Könnunin sýnir einnig að fólk vill að lausnir nýfrjálshyggjunnar fari til hliðar á næstu árum og lausnir félagshyggju og jafnaðarstefnunnar verði settar í öndvegi," segir hún. Vinstri grænir fá 24,1 prósent í könnunni og sextán menn á þing. „Þetta sýnir að það eru verulegar líkur á áframhaldandi velferðarstjórn eftir kosningar. Við erum auðvitað ánægð en höldum ró okkar," segir Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG. „Ef kosningarnar færu svona bætum við við okkur tíu prósentustigum frá síðustu kosningum og værum orðin annar stærsti flokkurinn. Það yrðu auðvitað stórtíðindi en ég spyr bara að leikslokum," segir Katrín. Óttast stefnu stjórnarflokka„Auðvitað erum við Sjálfstæðismenn ekki ánægðir með hvar við erum að mælast þessa dagana en við erum bjartsýnir á að við munum skila í hús betri tölum heldur kannanir undanfarinna daga sýna," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sem könnun Fréttablaðsins gefur 21,9 prósent atkvæða og fimmtán þingmenn.Bjarni segir hreyfingu vera á fylginu. „Ég skynja það frá frambjóðendum flokksins um allt land að fólki finnst það vera að koma betur og betur í ljós hvað ríkisstjórnarflokkarnir eru ósammála um mikilvæg mál sem skipta miklu fyrir atvinnustigið í landinu og þar með heimilin," segir hann.„Mér líst náttúrulega vel á að fylgi Framsóknarflokksins sé að aukast. Hins vegar hef ég verulegar áhyggjur því að þetta gefur til kynna að hér verði hrein vinstri stjórn eftir kosningar og ég tel að hún muni fylgja efnahagsstefnu sem verði landinu mjög hættuleg. Þar af leiðandi er niðurstaðan hvað þessa tvo flokka vonbrigði," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sem í könnun Fréttablaðsins fær 11,3 prósent fylgi og sjö alþingismenn.Sigmundur segir að sér lítist vel á framhaldið. „Við ákváðum eftir að ég kom inn að við myndum ekki hafa of miklar áhyggjur af skoðanakönnunum heldur halda okkar striki og segja hlutina eins og við teljum þá vera þótt það væri ekki alltaf fallið til vinsælda. Fólk virðist hins vegar vera að átta sig betur og betur á skilaboðum okkar." Fimmti flokkurinn á þing„Þetta hljómar rosalega vel í ljósi þess stutta tíma sem við höfum haft," segir Herbert Sveinbjörnsson, formaður stjórnar Borgarahreyfingarinnar sem fær 7,1 prósent atkvæða samkvæmt könnuninni og fjóra menn á Alþingi. „Það eru átta vikur síðan hreyfingin var stofnuð og það er ótrúlega mikið af óeigingjörnu fólki sem hefur hjálpað okkur. Mér sýnist að við ætlum að verða fimmti flokkurinn á þingi og það held ég að sé hið besta mál fyrir okkur öll," bætir Herbert við. „Ég hefði vænst þess að við mældumst hærra í þessari könnun, en mín bjargfasta trú er sú að við fáum meira í kosningunum," segir Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, um fylgiskönnun Fréttablaðsins. Frjálslyndir fá 2,6 prósent í könnuninni og engan mann á þing. Guðjón Arnar segist hafa farið um allt Norðvesturkjördæmi. Af þeirri reynslu að dæma hafi hann enga trú á öðru en að flokkurinn nái inn manni. „Okkar reynsla er sú að við fáum venjulega 3 til 4 prósentum meira í kosningum en könnunum. Við vonumst því til þess að bæta stöðuna," segir Guðjón Arnar. Grátlegt að kjósa ánauð áfram„Það er grátlegt ef þjóðin ætlar að vera svo vitlaus að kjósa yfir áframhaldandi ánauð spilltra og úreltra stjórnmálaflokka og mútuþægra alþingismanna," segir Ástþór Magnússon, formaður Lýðræðishreyfingarinnar sem fær 1,2 prósent og engan mann á þing í könnuninni. Ástþór segir að á kjördag sé þjóðin frjáls að kjósa sig úr ánauðinni. „Ef þjóðin hefði vit á því að kjósa Lýðræðishreyfinguna á þing væri þjóðin sjálf að fá áhrif á Alþingi. Þingmenn Lýðræðishreyfingarinnar munu ganga í takt við rafrænt almannaþing þar sem þjóðin sjálf hefur orðið og valdið," segir Ástþór Magnússon. gar@frettabladid.is / kjartan@frettabladid.is
Kosningar 2009 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira