SFO með Tchenguiz í sigtinu vegna lána frá Kaupþingi 30. október 2009 08:56 Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), er nú að íhuga að hefja opinbera rannsókn á tengslum þriggja breskra auðjöfra við íslensku bankana. Þeir sem hér um ræðir eru Robert Tchenguiz, Mike Ashley og Chris Ronnie. Í frétt um málið í blaðinu Daily Mail segir að þessi þróun komi í framhaldi af heimsókn manna frá SFO til Íslands nýlega. Hópurinn sem kom til Íslands hefur lokið við skýrslu um förina og verður henni dreift innanhús hjá SFO í næstu viku en ákvörðun um fyrrgreinda rannsókn hefur enn ekki verið tekin. Chris Ronnie, fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi og fyrrum forstjóri JJ Sports, er þegar til rannsóknar hjá SFO og raunar fjögurra annarra opinberra stofnana í Bretlandi. Þar á meðal er breska samkeppniseftirlitið og skattyfirvöld. Beinist rannsóknin m.a. að markaðsmisnotkun og flutning Ronnie á hlutum sínum í JJB Sports yfir í hendur stjórnenda Kaupþings í Bretlandi eftir að bankinn komst undir breskra skilanefnd. Mike Ashley eigandi Newcastle og Sports Direct tengist rannsókn breska samkeppniseftirlits á JJB Sports en en íþróttaverslunarkeðjur er að ræða og beinist rannsóknin að því hvort þær hafi misnotað ráðandi stöðu sína á markaðinum. Í frétt Daily Mail segir að Ashley hafi verið innistæðueigandi hjá Kaupþingi en SFO sé nú að skoða hvort hann hafi einnig fengið lán hjá Kaupþingi og hvort Ronnie hafi fengið hluta af þeim lánum. Robert Tchenguiz, fyrrum stjórnarmaður í Exista, er meðal þeirra sem fengu risalán hjá Kaupþingi með litlum veðum. Blaðið nefnir sem dæmi að Kaupþing lánaði Tchenguiz 1,25 milljarð punda eða yfir 250 milljarða kr. til kaupa á hlutum í matvörukeðjunni Sainsbury´s og kráarkeðjunni Mitchells & Butlers. Á sama tíma var sat hann í stjórn stærsta eigenda bankans, það er Exista. „Það er ekki gefið í skyn að fólkið sem er nafngreint hér hafi framið lögbrot," segir í Daily Mail. Robert Tchenguiz neitaði að tjá sig um málið við Daily Mail. Talsmaður Mike Ashley segir að drífa eigi í rannsókninni og því fyrr því betra. Lögmaður Chris Ronnie segir að fréttin sýni að engin glæparannsókn sé í gangi hjá SFO gagnvart skjólstæðingi sínum. Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), er nú að íhuga að hefja opinbera rannsókn á tengslum þriggja breskra auðjöfra við íslensku bankana. Þeir sem hér um ræðir eru Robert Tchenguiz, Mike Ashley og Chris Ronnie. Í frétt um málið í blaðinu Daily Mail segir að þessi þróun komi í framhaldi af heimsókn manna frá SFO til Íslands nýlega. Hópurinn sem kom til Íslands hefur lokið við skýrslu um förina og verður henni dreift innanhús hjá SFO í næstu viku en ákvörðun um fyrrgreinda rannsókn hefur enn ekki verið tekin. Chris Ronnie, fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi og fyrrum forstjóri JJ Sports, er þegar til rannsóknar hjá SFO og raunar fjögurra annarra opinberra stofnana í Bretlandi. Þar á meðal er breska samkeppniseftirlitið og skattyfirvöld. Beinist rannsóknin m.a. að markaðsmisnotkun og flutning Ronnie á hlutum sínum í JJB Sports yfir í hendur stjórnenda Kaupþings í Bretlandi eftir að bankinn komst undir breskra skilanefnd. Mike Ashley eigandi Newcastle og Sports Direct tengist rannsókn breska samkeppniseftirlits á JJB Sports en en íþróttaverslunarkeðjur er að ræða og beinist rannsóknin að því hvort þær hafi misnotað ráðandi stöðu sína á markaðinum. Í frétt Daily Mail segir að Ashley hafi verið innistæðueigandi hjá Kaupþingi en SFO sé nú að skoða hvort hann hafi einnig fengið lán hjá Kaupþingi og hvort Ronnie hafi fengið hluta af þeim lánum. Robert Tchenguiz, fyrrum stjórnarmaður í Exista, er meðal þeirra sem fengu risalán hjá Kaupþingi með litlum veðum. Blaðið nefnir sem dæmi að Kaupþing lánaði Tchenguiz 1,25 milljarð punda eða yfir 250 milljarða kr. til kaupa á hlutum í matvörukeðjunni Sainsbury´s og kráarkeðjunni Mitchells & Butlers. Á sama tíma var sat hann í stjórn stærsta eigenda bankans, það er Exista. „Það er ekki gefið í skyn að fólkið sem er nafngreint hér hafi framið lögbrot," segir í Daily Mail. Robert Tchenguiz neitaði að tjá sig um málið við Daily Mail. Talsmaður Mike Ashley segir að drífa eigi í rannsókninni og því fyrr því betra. Lögmaður Chris Ronnie segir að fréttin sýni að engin glæparannsókn sé í gangi hjá SFO gagnvart skjólstæðingi sínum.
Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira