Abramovich hefur tapað nær helmingi auðæfa sinna 17. febrúar 2009 09:59 Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich hefur tapað nær helmingi auðæfa sinna í fjármálakreppunni. Við upphaf síðasta árs voru auðæfi hans metin á 23 milljarða dollara en hafa í dag skroppið saman í tæplega 14 milljarða dollara eða tæplega 1.600 milljarða kr.. Fjallað er um tap rússnesku auðjöfranna í rússneska tímaritunu Finans. Þar kemur fram að 10 auðugustu Rússarnir hafa tapað tveimur þriðju hlutum af auðæfum sínum í kreppunni. Verst hefur kreppan komið við kaunin á Oleg Deripaske sem var efstur á listanum en er nú dottinn niður í áttunda sæti. Hann hefur tapað 85% af auðæfum sínum. Oleg á fyrirtæki í málmiðnaði, byggingastarfsemi og orkugeiranum, allt fyrirtæki sem hafa orðið hart fyrir barðinu á kreppunni. Roman Abramovich er enn númer tvö á listanum yfir auðugustu Rússana þrátt fyrir tap sitt. En nýr auðjöfur er kominn í fyrsta sætið. Það er Mikhail Prokhorov sem seldi stóran hluta af eignum sínum áður en kreppan fór að bíta í af alvöru. Þar á meðal hlut sinni í námufyrirtækinu Norilsk Nickel. Prokhorov er þó ekki langt yfir Abramovich því auðæfi hans eru metin á rúmlega 14 milljarða dollara í dag. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Rússneski auðkýfingurinn Roman Abramovich hefur tapað nær helmingi auðæfa sinna í fjármálakreppunni. Við upphaf síðasta árs voru auðæfi hans metin á 23 milljarða dollara en hafa í dag skroppið saman í tæplega 14 milljarða dollara eða tæplega 1.600 milljarða kr.. Fjallað er um tap rússnesku auðjöfranna í rússneska tímaritunu Finans. Þar kemur fram að 10 auðugustu Rússarnir hafa tapað tveimur þriðju hlutum af auðæfum sínum í kreppunni. Verst hefur kreppan komið við kaunin á Oleg Deripaske sem var efstur á listanum en er nú dottinn niður í áttunda sæti. Hann hefur tapað 85% af auðæfum sínum. Oleg á fyrirtæki í málmiðnaði, byggingastarfsemi og orkugeiranum, allt fyrirtæki sem hafa orðið hart fyrir barðinu á kreppunni. Roman Abramovich er enn númer tvö á listanum yfir auðugustu Rússana þrátt fyrir tap sitt. En nýr auðjöfur er kominn í fyrsta sætið. Það er Mikhail Prokhorov sem seldi stóran hluta af eignum sínum áður en kreppan fór að bíta í af alvöru. Þar á meðal hlut sinni í námufyrirtækinu Norilsk Nickel. Prokhorov er þó ekki langt yfir Abramovich því auðæfi hans eru metin á rúmlega 14 milljarða dollara í dag.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Vill að Alþingi skipi rannsóknarnefnd vegna forsætisráðherra Viðskipti innlent Launin reyndust tæp hálf milljón á mánuði Viðskipti innlent 60 kílómetrar af Glamour komið í verslanir Viðskipti innlent Nýtt sportvörumerki hristir upp í markaðnum Samstarf Áhersla á sjálfbærni í nýrri leigu og fagverslun BYKO Samstarf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Verslunarrisar mættir til leiks Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira