Ný sérkennslustefna leikskóla 11. desember 2009 06:00 Forgangsmál í leikskólum borgarinnar er að hvert barn fái þjónustu við sitt hæfi. Ef grunsemdir vakna um að sérkennslu sé þörf er strax sett af stað athugun í leikskólanum og starfsfólk hefur tafarlaust vinnu með barninu. Þetta er svokölluð snemmtæk íhlutun en hún miðar að því að skólinn grípi inn í strax og grunsemdir vakna um þroskafrávik. Í nýrri stefnu leikskólasviðs um sérkennslu, sem leikskólaráð samþykkti á fundi sínum í haust, er þetta markmið staðfest enda er það mikilvægt til að ná árangri með börnum sem þurfa stuðning. Í stefnunni kemur fram að við hvern leikskóla borgarinnar verði ábyrgðarmaður sérkennslu og lögð áhersla á að einstaklingsnámskrá verði gerð fyrir öll börn sem þarfnast sérkennslu. Stefnt er að fjölgun leikskóla með sérhæfða þekkingu vegna þjónustu við börn með fötlun en þeir eru nú tveir í Reykjavík. Sérhæfðu leikskólarnir eiga að vera í fararbroddi við þekkingaröflun á sínu sérsviði og miðla þekkingu. Áhersla er lögð á að efla markvisst samstarf leik- og grunnskóla og stuðla þannig að meiri samfellu á milli þeirra. Þá er lagt til að settur verði á stofn upplýsingavefur sem haldi utan um og miðli hugmyndum og leiðum sem notaðar eru í sérkennslu og að sérhæft námsgagnasafn til útláns verði hjá sérkennsluráðgjöfum. Einnig er lagt til að hafið verði tilraunaverkefni vegna langveikra barna með heimsóknum barna og kennara heim til barns. Á næstu árum er stefnt að því að byggð verði upp breiðari þekking á þjónustumiðstöðvum og sérfræðingar fengnir úr fleiri faggreinum, s.s. talmeinafræðingar og iðjuþjálfar, svo börn með mikil þroskafrávik fái samþætta aðstoð. Stefna leikskólasviðs um sérkennslu er aðgengileg á vef borgarinnar (www.leikskolar.is) og þar geta forráðamenn aflað sér upplýsinga um hver réttur barna þeirra er og hvernig fjármagni er úthlutað. Sérkennsla er hluti af þeirri grunnþjónustu sem borgarstjórn vill tryggja og því er mikilvægt að allar reglur séu skýrar og tryggi jafnræði í þjónustu milli barna. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Sjá meira
Forgangsmál í leikskólum borgarinnar er að hvert barn fái þjónustu við sitt hæfi. Ef grunsemdir vakna um að sérkennslu sé þörf er strax sett af stað athugun í leikskólanum og starfsfólk hefur tafarlaust vinnu með barninu. Þetta er svokölluð snemmtæk íhlutun en hún miðar að því að skólinn grípi inn í strax og grunsemdir vakna um þroskafrávik. Í nýrri stefnu leikskólasviðs um sérkennslu, sem leikskólaráð samþykkti á fundi sínum í haust, er þetta markmið staðfest enda er það mikilvægt til að ná árangri með börnum sem þurfa stuðning. Í stefnunni kemur fram að við hvern leikskóla borgarinnar verði ábyrgðarmaður sérkennslu og lögð áhersla á að einstaklingsnámskrá verði gerð fyrir öll börn sem þarfnast sérkennslu. Stefnt er að fjölgun leikskóla með sérhæfða þekkingu vegna þjónustu við börn með fötlun en þeir eru nú tveir í Reykjavík. Sérhæfðu leikskólarnir eiga að vera í fararbroddi við þekkingaröflun á sínu sérsviði og miðla þekkingu. Áhersla er lögð á að efla markvisst samstarf leik- og grunnskóla og stuðla þannig að meiri samfellu á milli þeirra. Þá er lagt til að settur verði á stofn upplýsingavefur sem haldi utan um og miðli hugmyndum og leiðum sem notaðar eru í sérkennslu og að sérhæft námsgagnasafn til útláns verði hjá sérkennsluráðgjöfum. Einnig er lagt til að hafið verði tilraunaverkefni vegna langveikra barna með heimsóknum barna og kennara heim til barns. Á næstu árum er stefnt að því að byggð verði upp breiðari þekking á þjónustumiðstöðvum og sérfræðingar fengnir úr fleiri faggreinum, s.s. talmeinafræðingar og iðjuþjálfar, svo börn með mikil þroskafrávik fái samþætta aðstoð. Stefna leikskólasviðs um sérkennslu er aðgengileg á vef borgarinnar (www.leikskolar.is) og þar geta forráðamenn aflað sér upplýsinga um hver réttur barna þeirra er og hvernig fjármagni er úthlutað. Sérkennsla er hluti af þeirri grunnþjónustu sem borgarstjórn vill tryggja og því er mikilvægt að allar reglur séu skýrar og tryggi jafnræði í þjónustu milli barna. Höfundur er borgarfulltrúi.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar