Sex milljón króna sigur 28. maí 2009 16:19 George Karl var ekki hrifinn af dómgæslunni í nótt Nordic Photos/Getty Images Leikmenn Denver Nuggets voru mjög ósáttir við dómgæsluna í nótt sem leið þegar þeir töpuðu 103-94 fyrir LA Lakers í fimmta leik liðanna í úrslitarimmu Vesturdeildarinnar í NBA. Með sigrinum komst Lakers-liðið í 3-2 í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitunum annað árið í röð með sigri í Denver í næsta leik. Phil Jackson þjálfari LA Lakers gagnrýndi dómara harðlega eftir fjórða leikinn í Denver og uppskar ríflega þriggja milljóna króna sekt. Félagið var einnig dæmt til að greiða sömu upphæð og því þurftu Lakers-menn að borga rúmar sex milljónir króna fyrir gagnrýni sína. Ónefndur leikmaður Denver var að sama skapi hundfúll með dómgæsluna í fimmta leiknum í nótt og sagði að Lakers-liðið hefði keypt sér sigur með sektunum. "Þeir borguðu sex milljónir fyrir sigur í fimmta leiknum. Þeir fengu sannarlega mikið fyrir peninginn," sagði leikmaðurinn í samtali við Denver Post, en vildi eðlilega ekki láta nafns síns getið. Það verður reyndar að segjast alveg eins og er að dómgæslan í leiknum í nótt var á köflum nokkuð undarleg, en það var alls ekki í fyrsta skipti sem dómararnir eru í aðalhlutverki í þessari úrslitakeppni. Phil Jackson var reyndar spurður að því fyrir fimmta leikinn hvort hann hefði verið að planta fræjum í höfuðið á dómurum með gagnrýni sinni eftir fjórða leikinn, en hann sló spurningunni upp í grín. "Ég er garðyrkjumaður. Mér finnst gaman að planta fræjum og er alltaf að því," sagði Jackson. George Karl, þjálfari Denver, var ekki í vafa þegar hann var spurður um sína skoðun á málinu. "Mér fannst dómararnir flauta með þeim," sagði Karl. "Það er mikil gremja í okkar herbúðum." Sjötti leikur liðanna er í Denver annað kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport um klukkan eitt. NBA Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
Leikmenn Denver Nuggets voru mjög ósáttir við dómgæsluna í nótt sem leið þegar þeir töpuðu 103-94 fyrir LA Lakers í fimmta leik liðanna í úrslitarimmu Vesturdeildarinnar í NBA. Með sigrinum komst Lakers-liðið í 3-2 í einvíginu og getur tryggt sér sæti í lokaúrslitunum annað árið í röð með sigri í Denver í næsta leik. Phil Jackson þjálfari LA Lakers gagnrýndi dómara harðlega eftir fjórða leikinn í Denver og uppskar ríflega þriggja milljóna króna sekt. Félagið var einnig dæmt til að greiða sömu upphæð og því þurftu Lakers-menn að borga rúmar sex milljónir króna fyrir gagnrýni sína. Ónefndur leikmaður Denver var að sama skapi hundfúll með dómgæsluna í fimmta leiknum í nótt og sagði að Lakers-liðið hefði keypt sér sigur með sektunum. "Þeir borguðu sex milljónir fyrir sigur í fimmta leiknum. Þeir fengu sannarlega mikið fyrir peninginn," sagði leikmaðurinn í samtali við Denver Post, en vildi eðlilega ekki láta nafns síns getið. Það verður reyndar að segjast alveg eins og er að dómgæslan í leiknum í nótt var á köflum nokkuð undarleg, en það var alls ekki í fyrsta skipti sem dómararnir eru í aðalhlutverki í þessari úrslitakeppni. Phil Jackson var reyndar spurður að því fyrir fimmta leikinn hvort hann hefði verið að planta fræjum í höfuðið á dómurum með gagnrýni sinni eftir fjórða leikinn, en hann sló spurningunni upp í grín. "Ég er garðyrkjumaður. Mér finnst gaman að planta fræjum og er alltaf að því," sagði Jackson. George Karl, þjálfari Denver, var ekki í vafa þegar hann var spurður um sína skoðun á málinu. "Mér fannst dómararnir flauta með þeim," sagði Karl. "Það er mikil gremja í okkar herbúðum." Sjötti leikur liðanna er í Denver annað kvöld og er sýndur beint á Stöð 2 Sport um klukkan eitt.
NBA Mest lesið Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira