Evrópubankinn kastar bjarghring til Svíþjóðar 11. júní 2009 09:18 Evrópubankinn (ECB) hefur ákveðið að lána Svíþjóð 3 miljarða evra, eða um 540 milljarða kr. Er þetta gert til að reyna að koma í veg fyrir að fjármálakreppan í Eystrasaltslöndunum verði enn verri en hún er þegar. Sænskir bankar hafa verið þeir umfangsmestu á lánamörkuðunum í Eystrasaltslöndunum, Lettlandi, Eistlandi og Litháen. Lánið sem Svíar fá frá ECB er ætlað til þess að aðstoða sænsku bankana við að standa af sér áfallið sem þeir hafa orðið fyrir eftir því sem fjármálakreppan hefur dýpkað í fyrrgreindum löndum að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni. Ástandið er sérstaklega slæmt í Lettlandi en landið rambar nú á barmi þjóðargjaldþrots. Sökum þessa hefur ECB veitt seðlabanka Lettlands sérstaka lánalínu, að vísu með veðum í evrueignum. Gengi latsins í Lettlandi hefur náð nokkrum stöðugleika í vikunni eftir að hafa verið í frjálsu falli um nokkurn tíma. Kom það í framhaldi af því að ríkisstjórn landsins tilkynnti um frekari sparnað í ríkisútgjöldunum upp á 500 milljón lats eða tæplega 130 milljarða kr. Vonast menn til að þetta dugi til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni brátt samþykkja aðstoð við landið upp á 1,4 milljarða evra eða rúmlega 250 milljarða kr. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Evrópubankinn (ECB) hefur ákveðið að lána Svíþjóð 3 miljarða evra, eða um 540 milljarða kr. Er þetta gert til að reyna að koma í veg fyrir að fjármálakreppan í Eystrasaltslöndunum verði enn verri en hún er þegar. Sænskir bankar hafa verið þeir umfangsmestu á lánamörkuðunum í Eystrasaltslöndunum, Lettlandi, Eistlandi og Litháen. Lánið sem Svíar fá frá ECB er ætlað til þess að aðstoða sænsku bankana við að standa af sér áfallið sem þeir hafa orðið fyrir eftir því sem fjármálakreppan hefur dýpkað í fyrrgreindum löndum að því er segir á Bloomberg fréttaveitunni. Ástandið er sérstaklega slæmt í Lettlandi en landið rambar nú á barmi þjóðargjaldþrots. Sökum þessa hefur ECB veitt seðlabanka Lettlands sérstaka lánalínu, að vísu með veðum í evrueignum. Gengi latsins í Lettlandi hefur náð nokkrum stöðugleika í vikunni eftir að hafa verið í frjálsu falli um nokkurn tíma. Kom það í framhaldi af því að ríkisstjórn landsins tilkynnti um frekari sparnað í ríkisútgjöldunum upp á 500 milljón lats eða tæplega 130 milljarða kr. Vonast menn til að þetta dugi til þess að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn muni brátt samþykkja aðstoð við landið upp á 1,4 milljarða evra eða rúmlega 250 milljarða kr.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira