Seðlabanki Svíþjóðar refsar bönkum fyrir að lána ekki 2. júlí 2009 10:25 Seðlabanki Svíþjóðar (Riksbanken) ákvað í morgun að innlánsvextir sínir yrðu mínus 0,25%. Þannig ætlar hann að hvetja banka landsins til að veita meira af lánsfé út til almennings og atvinnulífs landsins og refsa þeim fyrir að geyma fé sitt inn á reikningum Riksbanken. Þetta var tilkynnt samhliða því að Riksbanken lækkaði stýrivexti sína úr 0,5% og í 0,25%. Riksbanken mun í framhaldinu veita lán til bankanna í Svíþjóð upp að 100 milljörðum sænskra kr. eða rúmlega 1.600 milljarða kr. á föstum vöxtum til 12 mánaða. Hvað varðar neikvæða innlánsvexti Riksbanken segir Roger Josefsson aðalhagfræðingur Danske Bank í Svíþjóð að þetta sé einstæð og glæsileg lausn hjá bankanum. Þetta kemur fram í viðtali við Josefsson á vefsíðunni di.se. „Skilaboðin frá Riksbanken eru skýr," segir Josefsson. „Hann vill ekki að bankarnir liggi inni með peninga hjá sér yfir nóttina. Peningarnir eiga að fara út í atvinnulífið...Slíkt ætti að leysa þann lausafjárskort sem nú er á markaðinum." Robert Bergquist aðalhagfræðingur SEB er sammála Josefsson og segir að um góða niðurstöðu sé að ræða. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Seðlabanki Svíþjóðar (Riksbanken) ákvað í morgun að innlánsvextir sínir yrðu mínus 0,25%. Þannig ætlar hann að hvetja banka landsins til að veita meira af lánsfé út til almennings og atvinnulífs landsins og refsa þeim fyrir að geyma fé sitt inn á reikningum Riksbanken. Þetta var tilkynnt samhliða því að Riksbanken lækkaði stýrivexti sína úr 0,5% og í 0,25%. Riksbanken mun í framhaldinu veita lán til bankanna í Svíþjóð upp að 100 milljörðum sænskra kr. eða rúmlega 1.600 milljarða kr. á föstum vöxtum til 12 mánaða. Hvað varðar neikvæða innlánsvexti Riksbanken segir Roger Josefsson aðalhagfræðingur Danske Bank í Svíþjóð að þetta sé einstæð og glæsileg lausn hjá bankanum. Þetta kemur fram í viðtali við Josefsson á vefsíðunni di.se. „Skilaboðin frá Riksbanken eru skýr," segir Josefsson. „Hann vill ekki að bankarnir liggi inni með peninga hjá sér yfir nóttina. Peningarnir eiga að fara út í atvinnulífið...Slíkt ætti að leysa þann lausafjárskort sem nú er á markaðinum." Robert Bergquist aðalhagfræðingur SEB er sammála Josefsson og segir að um góða niðurstöðu sé að ræða.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Gjafmildur kaupmaður gefur fötluðum börnum spjaldtölvur Viðskipti innlent Ekki tekið mark á undirskrift Más Guðmundssonar Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira