Arsenal áfram eftir vítaspyrnukeppni Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. mars 2009 22:09 Leikmenn Arsenal fagna hér Almunia. Nordic Photos/Getty Images Arsenal tryggði sér síðasta sætið í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig enda þurfti bæði framlengingu og vítaspyrnukeppni til. Juan skoraði eina mark leiksins á 9. mínútu. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-0 sigri Arsenal og því varð að framlengja. Framlengingin var í daufari kantinum, ekkert skorað og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Það var Króatinn Eduardo sem tók fyrsta vítið. Hinn ungi framherji nýkominn til baka undir mikilli pressu og hann lét Doni verja frá sér. David Pizarro tók fyrsta víti Roma og hann skoraði örugglega fram hjá Almunia sem þó fór í rétt horn. 1-0 í vítakeppninni. Þá var komið að Robin Van Persie fyrir Arsenal. Hann sendi Doni í vitlaust horn og skoraði örugglega. 1-1. Mirko Vucinic steig þá upp fyrir Roma en glórulaust víti hans fór beint í fæturnar á Almunia. 1-1. Theo Walcott tók næstu spyrnu Arsenal og hann skoraði með naumindum enda fór boltinn í gegnum fingur Donis. 1-2. Julio Baptista var næstur í röðinni og skoraði af miklu öryggi. 2-2. Þá var komið að Samir Nasri sem var í engum vandræðum með að skora. 2-3. Vicenzo Montella kom af bekknum til að taka víti og hann skoraði af miklu öryggi. 3-3. Það var því mikil pressa á Denilson sem tók fimmta víti Arsenal. Hann bugaðist ekki of skoraði af öryggi. 3-4. Almunia gat því komið Arsenal áfram með því að verja frá Francesco Totti. Það gerði hann ekki því Totti skoraði af öryggi og vítakeppnin fór því í bráðabana. 4-4. Kolo Toure tók næstu spyrnu og skoraði af öryggi. 4-5. Aquilani jafnaði af öryggi fyrir Roma. 5-5. Bacary Sagna hélt Arsenal á lífi með öruggu víti. 5-6. Þá kom John Arne Riise á punktinn og hann skoraði með föstu skoti. 6-6. Áttundu spyrnu Arsenal tók Abou Diaby. Hann skoraði líka örugglega. 6-7. Max Tonetto tók næst spyrnu Roma en skaut hátt yfir og Arsenal því komið áfram. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Sjá meira
Arsenal tryggði sér síðasta sætið í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Það gekk ekki þrautalaust fyrir sig enda þurfti bæði framlengingu og vítaspyrnukeppni til. Juan skoraði eina mark leiksins á 9. mínútu. Fyrri leik liðanna lyktaði með 1-0 sigri Arsenal og því varð að framlengja. Framlengingin var í daufari kantinum, ekkert skorað og því varð að grípa til vítaspyrnukeppni. Það var Króatinn Eduardo sem tók fyrsta vítið. Hinn ungi framherji nýkominn til baka undir mikilli pressu og hann lét Doni verja frá sér. David Pizarro tók fyrsta víti Roma og hann skoraði örugglega fram hjá Almunia sem þó fór í rétt horn. 1-0 í vítakeppninni. Þá var komið að Robin Van Persie fyrir Arsenal. Hann sendi Doni í vitlaust horn og skoraði örugglega. 1-1. Mirko Vucinic steig þá upp fyrir Roma en glórulaust víti hans fór beint í fæturnar á Almunia. 1-1. Theo Walcott tók næstu spyrnu Arsenal og hann skoraði með naumindum enda fór boltinn í gegnum fingur Donis. 1-2. Julio Baptista var næstur í röðinni og skoraði af miklu öryggi. 2-2. Þá var komið að Samir Nasri sem var í engum vandræðum með að skora. 2-3. Vicenzo Montella kom af bekknum til að taka víti og hann skoraði af miklu öryggi. 3-3. Það var því mikil pressa á Denilson sem tók fimmta víti Arsenal. Hann bugaðist ekki of skoraði af öryggi. 3-4. Almunia gat því komið Arsenal áfram með því að verja frá Francesco Totti. Það gerði hann ekki því Totti skoraði af öryggi og vítakeppnin fór því í bráðabana. 4-4. Kolo Toure tók næstu spyrnu og skoraði af öryggi. 4-5. Aquilani jafnaði af öryggi fyrir Roma. 5-5. Bacary Sagna hélt Arsenal á lífi með öruggu víti. 5-6. Þá kom John Arne Riise á punktinn og hann skoraði með föstu skoti. 6-6. Áttundu spyrnu Arsenal tók Abou Diaby. Hann skoraði líka örugglega. 6-7. Max Tonetto tók næst spyrnu Roma en skaut hátt yfir og Arsenal því komið áfram.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Dæmd fyrir að stela af liðsfélaga í landsliðinu en nær Ólympíuleikunum Sport Leggja ríginn til hliðar í tvo klukkutíma Sport Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Sjá meira