Wikileaks: Taldi Davíð ógna pólitískri framtíð sinni 4. desember 2010 11:52 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Mynd/Valgarður Gíslason Bjarni Benediktsson taldi Davíð Oddsson ógna frama hans innan Sjálfstæðisflokksins og vera stóra hindrun í vegi þess að Íslendingar sæktu um aðild að Evrópusambandinu. Þetta er mat embættismanna í bandaríska sendiráðinu. Þetta kemur fram í skýrslu bandaríska sendiráðsins í Reykjavík til utanríkisráðuneytisins í Washington. Skjalið er á meðal þeirra sem lekið var til Wikileaks, en fréttastofa hefur hluta þeirra undir höndum. Í skýrslu sem dagsett er þann 11. október 2008 og merkt leyniskjal er fjallað um stöðu ríkisstjórnarinnar eftir bankahrunið. Þar segir að brestir séu komnir í stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. Þá segir að svo virðist sem Geir H. Haarde og Davíð Oddsson fái mestu útreiðina í innlendum og erlendum fjölmiðlum og hjá álitsgjöfum. Í skýrslu bandaríska sendiráðsins segir ennfremur að Davíð hafi komið fram með margar illa ígrundaðar yfirlýsingar í fjölmiðlum skömmu eftir hrun og að margir telji að sært stolt Davíðs hafi átt þátt í því að Íslendingar leituðu ekki fyrr á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá segir að Geir Haarde hafi átt í miklum vandræðum með að skipta um yfirstjórn í Seðlabankanum. Í raun hafi Geir misst af stóru tækifæri til að auka vinsældir sínar með því að skipta ekki um seðlabankastjóra. Þá segir að staða Davíðs innan Sjálfstæðisflokksins hafi versnað mikið eftir hrun, sérstaklega í ljósi þess að ungir sjálfstæðisþingmenn væru margir hverjir jákvæðir í garð þess að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu, en Davíð sé eindreginn andstæðingur þess. Þá segjast embættismenn í sendiráðinu bandaríska hafa sterkar heimildir fyrir því að Bjarni Benediktsson, þá þingmaður og núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, líti á Davíð Oddsson sem ógn við stöðu sína í flokknum og möguleika Íslands á að ganga í Evrópusambandið. WikiLeaks Tengdar fréttir Wikileaks: Telja Kína stunda iðnnjósnir hér Kínverjar eru taldir stunda iðnnjósnir, sem beinast að rannsóknum fyrirtækja á sviði erfðagreiningar og læknisfræði hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslum bandaríska sendiráðsins í Reykjavík til utanríkisráðuneytisins í Washington. 4. desember 2010 09:00 Wikileaks: Vildu senda Guantanamo fanga til Íslands Snemma árs 2007, meðan George W. Bush var enn forseti Bandaríkjanna, fóru bandarísk stjórnvöld þess á leit við Íslendinga að taka við föngum frá Guantanamo á Kúbu. Þetta kemur fram í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 4. desember 2010 08:45 Wikileaks: Viðurkenndi sig ekki sem vanda Carol Van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, taldi Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóra, ekki skilja hversu mikill vandi hann sjálfur hafi verið í endurreisnarstarfinu eftir bankahrunið. 4. desember 2010 08:30 Wikileaks: Bandaríkin furðuðu sig á samskiptaleysi Íslendinga Tal um fjárhagsaðstoð Rússa við Ísland í bankahruninu í októberbyrjun 2008 var tilefni vangaveltna í sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi um hvort Bandaríkjastjórn þyrfti að hafa hér frekari hönd í bagga. Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, taldi ekki fullreynt af hálfu íslenskra stjórnvalda hvort hjálp væri í boði frá Bandaríkjunum. 4. desember 2010 06:00 Wikileaks: Jóhanna hótaði að segja af sér Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði nokkrum þingmönnum Vinstri grænna í júlí í fyrra að hún væri að missa þolinmæðina og að hún myndi segja af sér innan fárra daga ef þeir styddu ekki samkomulag sem náðst hafði í Icesave-málinu. 4. desember 2010 07:30 Wikileaks: Björn vildi einkavæða hluta af Gæslunni Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, vildi einkavæða hluta af Landhelgisgæslunni í byrjun árs 2006. Frá þessu greindi Stefán Eiríksson, þáverandi deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Það hefði gefist vel að einkavæða hluta af löggæslunni, eins og Neyðarlínuna 112. 4. desember 2010 10:14 Wikileaks: Steingrímur kom bandaríska sendiráðinu á óvart „Sumum til undrunar er Sigfússon að sanna sig sem alvarlegur og ábyrgur fjármálaráðherra," segir í skýrslu Neils Klopfenstein sendiráðunauts í bandaríska sendiráðinu 4. júní 2009. Daginn áður átti Steingrímur J. Sigfússon fund með Klopfenstein og ræddi stöðu ýmissa lykilmála á Íslandi. 4. desember 2010 07:00 Wikileaks: Georg olli Birni vonbrigðum Stefán Eiríksson fullyrðir snemma árs að Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi valdið Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra vonbrigðum, þótt Björn hafi persónulega valið Georg í embættið árið 2005. 4. desember 2010 06:30 Wikileaks: Sáttatónn Geirs pirraði Björn Þann 26. maí 2006, hálfum öðrum mánuði eftir að Bandaríkjamenn tilkynntu um brottför hersins, skrifar Carol Van Voorst sendiherra stjórnvöldum í Washington greinargerð um þá kenningu Vals Ingimundarsonar sagnfræðings, að væri Davíð Oddsson enn forsætisráðherra myndu Bandaríkjamenn ekki hafa kallað herinn heim. 4. desember 2010 06:00 Wikileaks: Skilafrestur útilokar afgreiðslu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist í september árið 2009 telja að Evrópusambandið hafi vísvitandi gefið Íslendingum frest til þess að skila inn svörum við spurningalista þess þann 16. nóvember svo öruggt verði að leiðtogaráð sambandsins geti ekki afgreitt aðildarumsókn Íslands á fundi sínum í desember. 4. desember 2010 08:15 Wikileaks: Taldi Íslendinga fáfróða Í bandaríska sendiráðinu var grannt fylgst með viðbrögðum Íslendinga við brotthvarfi Bandaríkjahers frá Keflavíkurflugvelli. 4. desember 2010 08:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Bjarni Benediktsson taldi Davíð Oddsson ógna frama hans innan Sjálfstæðisflokksins og vera stóra hindrun í vegi þess að Íslendingar sæktu um aðild að Evrópusambandinu. Þetta er mat embættismanna í bandaríska sendiráðinu. Þetta kemur fram í skýrslu bandaríska sendiráðsins í Reykjavík til utanríkisráðuneytisins í Washington. Skjalið er á meðal þeirra sem lekið var til Wikileaks, en fréttastofa hefur hluta þeirra undir höndum. Í skýrslu sem dagsett er þann 11. október 2008 og merkt leyniskjal er fjallað um stöðu ríkisstjórnarinnar eftir bankahrunið. Þar segir að brestir séu komnir í stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar. Þá segir að svo virðist sem Geir H. Haarde og Davíð Oddsson fái mestu útreiðina í innlendum og erlendum fjölmiðlum og hjá álitsgjöfum. Í skýrslu bandaríska sendiráðsins segir ennfremur að Davíð hafi komið fram með margar illa ígrundaðar yfirlýsingar í fjölmiðlum skömmu eftir hrun og að margir telji að sært stolt Davíðs hafi átt þátt í því að Íslendingar leituðu ekki fyrr á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þá segir að Geir Haarde hafi átt í miklum vandræðum með að skipta um yfirstjórn í Seðlabankanum. Í raun hafi Geir misst af stóru tækifæri til að auka vinsældir sínar með því að skipta ekki um seðlabankastjóra. Þá segir að staða Davíðs innan Sjálfstæðisflokksins hafi versnað mikið eftir hrun, sérstaklega í ljósi þess að ungir sjálfstæðisþingmenn væru margir hverjir jákvæðir í garð þess að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu, en Davíð sé eindreginn andstæðingur þess. Þá segjast embættismenn í sendiráðinu bandaríska hafa sterkar heimildir fyrir því að Bjarni Benediktsson, þá þingmaður og núverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, líti á Davíð Oddsson sem ógn við stöðu sína í flokknum og möguleika Íslands á að ganga í Evrópusambandið.
WikiLeaks Tengdar fréttir Wikileaks: Telja Kína stunda iðnnjósnir hér Kínverjar eru taldir stunda iðnnjósnir, sem beinast að rannsóknum fyrirtækja á sviði erfðagreiningar og læknisfræði hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslum bandaríska sendiráðsins í Reykjavík til utanríkisráðuneytisins í Washington. 4. desember 2010 09:00 Wikileaks: Vildu senda Guantanamo fanga til Íslands Snemma árs 2007, meðan George W. Bush var enn forseti Bandaríkjanna, fóru bandarísk stjórnvöld þess á leit við Íslendinga að taka við föngum frá Guantanamo á Kúbu. Þetta kemur fram í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 4. desember 2010 08:45 Wikileaks: Viðurkenndi sig ekki sem vanda Carol Van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, taldi Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóra, ekki skilja hversu mikill vandi hann sjálfur hafi verið í endurreisnarstarfinu eftir bankahrunið. 4. desember 2010 08:30 Wikileaks: Bandaríkin furðuðu sig á samskiptaleysi Íslendinga Tal um fjárhagsaðstoð Rússa við Ísland í bankahruninu í októberbyrjun 2008 var tilefni vangaveltna í sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi um hvort Bandaríkjastjórn þyrfti að hafa hér frekari hönd í bagga. Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, taldi ekki fullreynt af hálfu íslenskra stjórnvalda hvort hjálp væri í boði frá Bandaríkjunum. 4. desember 2010 06:00 Wikileaks: Jóhanna hótaði að segja af sér Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði nokkrum þingmönnum Vinstri grænna í júlí í fyrra að hún væri að missa þolinmæðina og að hún myndi segja af sér innan fárra daga ef þeir styddu ekki samkomulag sem náðst hafði í Icesave-málinu. 4. desember 2010 07:30 Wikileaks: Björn vildi einkavæða hluta af Gæslunni Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, vildi einkavæða hluta af Landhelgisgæslunni í byrjun árs 2006. Frá þessu greindi Stefán Eiríksson, þáverandi deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Það hefði gefist vel að einkavæða hluta af löggæslunni, eins og Neyðarlínuna 112. 4. desember 2010 10:14 Wikileaks: Steingrímur kom bandaríska sendiráðinu á óvart „Sumum til undrunar er Sigfússon að sanna sig sem alvarlegur og ábyrgur fjármálaráðherra," segir í skýrslu Neils Klopfenstein sendiráðunauts í bandaríska sendiráðinu 4. júní 2009. Daginn áður átti Steingrímur J. Sigfússon fund með Klopfenstein og ræddi stöðu ýmissa lykilmála á Íslandi. 4. desember 2010 07:00 Wikileaks: Georg olli Birni vonbrigðum Stefán Eiríksson fullyrðir snemma árs að Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi valdið Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra vonbrigðum, þótt Björn hafi persónulega valið Georg í embættið árið 2005. 4. desember 2010 06:30 Wikileaks: Sáttatónn Geirs pirraði Björn Þann 26. maí 2006, hálfum öðrum mánuði eftir að Bandaríkjamenn tilkynntu um brottför hersins, skrifar Carol Van Voorst sendiherra stjórnvöldum í Washington greinargerð um þá kenningu Vals Ingimundarsonar sagnfræðings, að væri Davíð Oddsson enn forsætisráðherra myndu Bandaríkjamenn ekki hafa kallað herinn heim. 4. desember 2010 06:00 Wikileaks: Skilafrestur útilokar afgreiðslu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist í september árið 2009 telja að Evrópusambandið hafi vísvitandi gefið Íslendingum frest til þess að skila inn svörum við spurningalista þess þann 16. nóvember svo öruggt verði að leiðtogaráð sambandsins geti ekki afgreitt aðildarumsókn Íslands á fundi sínum í desember. 4. desember 2010 08:15 Wikileaks: Taldi Íslendinga fáfróða Í bandaríska sendiráðinu var grannt fylgst með viðbrögðum Íslendinga við brotthvarfi Bandaríkjahers frá Keflavíkurflugvelli. 4. desember 2010 08:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Wikileaks: Telja Kína stunda iðnnjósnir hér Kínverjar eru taldir stunda iðnnjósnir, sem beinast að rannsóknum fyrirtækja á sviði erfðagreiningar og læknisfræði hér á landi. Þetta kemur fram í skýrslum bandaríska sendiráðsins í Reykjavík til utanríkisráðuneytisins í Washington. 4. desember 2010 09:00
Wikileaks: Vildu senda Guantanamo fanga til Íslands Snemma árs 2007, meðan George W. Bush var enn forseti Bandaríkjanna, fóru bandarísk stjórnvöld þess á leit við Íslendinga að taka við föngum frá Guantanamo á Kúbu. Þetta kemur fram í leyniskjölum bandarísku utanríkisþjónustunnar, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. 4. desember 2010 08:45
Wikileaks: Viðurkenndi sig ekki sem vanda Carol Van Voorst, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, taldi Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóra, ekki skilja hversu mikill vandi hann sjálfur hafi verið í endurreisnarstarfinu eftir bankahrunið. 4. desember 2010 08:30
Wikileaks: Bandaríkin furðuðu sig á samskiptaleysi Íslendinga Tal um fjárhagsaðstoð Rússa við Ísland í bankahruninu í októberbyrjun 2008 var tilefni vangaveltna í sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi um hvort Bandaríkjastjórn þyrfti að hafa hér frekari hönd í bagga. Carol van Voorst, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna hér á landi, taldi ekki fullreynt af hálfu íslenskra stjórnvalda hvort hjálp væri í boði frá Bandaríkjunum. 4. desember 2010 06:00
Wikileaks: Jóhanna hótaði að segja af sér Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði nokkrum þingmönnum Vinstri grænna í júlí í fyrra að hún væri að missa þolinmæðina og að hún myndi segja af sér innan fárra daga ef þeir styddu ekki samkomulag sem náðst hafði í Icesave-málinu. 4. desember 2010 07:30
Wikileaks: Björn vildi einkavæða hluta af Gæslunni Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, vildi einkavæða hluta af Landhelgisgæslunni í byrjun árs 2006. Frá þessu greindi Stefán Eiríksson, þáverandi deildarstjóri í dómsmálaráðuneytinu. Það hefði gefist vel að einkavæða hluta af löggæslunni, eins og Neyðarlínuna 112. 4. desember 2010 10:14
Wikileaks: Steingrímur kom bandaríska sendiráðinu á óvart „Sumum til undrunar er Sigfússon að sanna sig sem alvarlegur og ábyrgur fjármálaráðherra," segir í skýrslu Neils Klopfenstein sendiráðunauts í bandaríska sendiráðinu 4. júní 2009. Daginn áður átti Steingrímur J. Sigfússon fund með Klopfenstein og ræddi stöðu ýmissa lykilmála á Íslandi. 4. desember 2010 07:00
Wikileaks: Georg olli Birni vonbrigðum Stefán Eiríksson fullyrðir snemma árs að Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, hafi valdið Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra vonbrigðum, þótt Björn hafi persónulega valið Georg í embættið árið 2005. 4. desember 2010 06:30
Wikileaks: Sáttatónn Geirs pirraði Björn Þann 26. maí 2006, hálfum öðrum mánuði eftir að Bandaríkjamenn tilkynntu um brottför hersins, skrifar Carol Van Voorst sendiherra stjórnvöldum í Washington greinargerð um þá kenningu Vals Ingimundarsonar sagnfræðings, að væri Davíð Oddsson enn forsætisráðherra myndu Bandaríkjamenn ekki hafa kallað herinn heim. 4. desember 2010 06:00
Wikileaks: Skilafrestur útilokar afgreiðslu Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra sagðist í september árið 2009 telja að Evrópusambandið hafi vísvitandi gefið Íslendingum frest til þess að skila inn svörum við spurningalista þess þann 16. nóvember svo öruggt verði að leiðtogaráð sambandsins geti ekki afgreitt aðildarumsókn Íslands á fundi sínum í desember. 4. desember 2010 08:15
Wikileaks: Taldi Íslendinga fáfróða Í bandaríska sendiráðinu var grannt fylgst með viðbrögðum Íslendinga við brotthvarfi Bandaríkjahers frá Keflavíkurflugvelli. 4. desember 2010 08:30