Hallgrímur Helgason: Förum úr einu bullinu í annað 22. maí 2010 13:24 Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44% kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Mynd/Vilhelm Gunnarsson „Þetta er hálf sorglegt. Við erum að fara úr einu bullinu í annað. Ég er hræddur um að þjóðin endi upp með ennþá meiri þynnku eftir að hafa kosið þetta yfir sig," segir rithöfundurinn Hallgrímur Helgason um gott gengi Besta flokksins í skoðanakönnunum. Flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44% kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag.Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, og Hallgrímur ræddu um gengi Besta flokksins í þættinum Vikulokinn á Rás 1 fyrir hádegi. Ragnheiður sagði að kjósendur í Reykjavík væru að senda stjórnmálamönnum skýr skilaboð. Vinnubrögð stjórnmálamanna ættu að vera öðruvísi. „Við erum ekki að gera þetta rétt. Ég held að það sé lærdómurinn sem við eigum draga af þessu." Skúli tók í svipaðan streng. „Skilaboðin eru þau að stjórnmálin og vinnubrögðin eins og við þekkjum þau eru að fá falleinkunn. Það er lexía sem flokkarnir verða að taka til sín allir sem einn." Þá sagði hann að flokkarnir kæmust ekki í gegnum nauðsynlega endurnýjun með vettlingatökum. „Flokkarnir verða virkilega að kafa ofan í sig og henda út öllu sem á ekkert skylt við framtíðina."Hallgrímur Helgason.Hallgrímur tók sterkara til orða og líkti framboði Besta flokksins við það þegar Silvio Berlusconi komst til valda á Ítalíu. Jón Gnarr, leiðtogi Besta flokksins, væri ekki að gagnrýna kerfið heldur að tappa af óánægju fólks vegna kerfisins eins og það var. Ragnheiður benti að gleði hafi vantað stjórnmálin. „Gleymum því ekki að hann er vinsæll, skemmtilegur og það hefur vantað gleðina í stjórnmálin." Þá sagði Hallgrímur að með á framboðslistanum með Jóni væri fólk sem þagði allan góðæristímann. „Gagnrýndi aldrei neitt, var hvergi sjáanlegt í Búsáhaldabyltingunni og labbar núna inn á sviðið þegar allir eru fallnir í valinn." Kosningar 2010 Tengdar fréttir Borgarbúar refsa hrunflokkunum Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. 22. maí 2010 06:00 Besti flokkurinn með hreinan meirihluta Besti flokkurinn fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, 8 kjörna fulltrúa af fimmtán, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en rúm vika er í kosningar. 21. maí 2010 18:30 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
„Þetta er hálf sorglegt. Við erum að fara úr einu bullinu í annað. Ég er hræddur um að þjóðin endi upp með ennþá meiri þynnku eftir að hafa kosið þetta yfir sig," segir rithöfundurinn Hallgrímur Helgason um gott gengi Besta flokksins í skoðanakönnunum. Flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44% kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag.Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins.Ragnheiður Elín Árnadóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Skúli Helgason, þingmaður Samfylkingarinnar, og Hallgrímur ræddu um gengi Besta flokksins í þættinum Vikulokinn á Rás 1 fyrir hádegi. Ragnheiður sagði að kjósendur í Reykjavík væru að senda stjórnmálamönnum skýr skilaboð. Vinnubrögð stjórnmálamanna ættu að vera öðruvísi. „Við erum ekki að gera þetta rétt. Ég held að það sé lærdómurinn sem við eigum draga af þessu." Skúli tók í svipaðan streng. „Skilaboðin eru þau að stjórnmálin og vinnubrögðin eins og við þekkjum þau eru að fá falleinkunn. Það er lexía sem flokkarnir verða að taka til sín allir sem einn." Þá sagði hann að flokkarnir kæmust ekki í gegnum nauðsynlega endurnýjun með vettlingatökum. „Flokkarnir verða virkilega að kafa ofan í sig og henda út öllu sem á ekkert skylt við framtíðina."Hallgrímur Helgason.Hallgrímur tók sterkara til orða og líkti framboði Besta flokksins við það þegar Silvio Berlusconi komst til valda á Ítalíu. Jón Gnarr, leiðtogi Besta flokksins, væri ekki að gagnrýna kerfið heldur að tappa af óánægju fólks vegna kerfisins eins og það var. Ragnheiður benti að gleði hafi vantað stjórnmálin. „Gleymum því ekki að hann er vinsæll, skemmtilegur og það hefur vantað gleðina í stjórnmálin." Þá sagði Hallgrímur að með á framboðslistanum með Jóni væri fólk sem þagði allan góðæristímann. „Gagnrýndi aldrei neitt, var hvergi sjáanlegt í Búsáhaldabyltingunni og labbar núna inn á sviðið þegar allir eru fallnir í valinn."
Kosningar 2010 Tengdar fréttir Borgarbúar refsa hrunflokkunum Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. 22. maí 2010 06:00 Besti flokkurinn með hreinan meirihluta Besti flokkurinn fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, 8 kjörna fulltrúa af fimmtán, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en rúm vika er í kosningar. 21. maí 2010 18:30 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Borgarbúar refsa hrunflokkunum Besti flokkurinn nýtur stuðnings tæplega 44 prósenta kjósenda og fær átta borgarfulltrúa af fimmtán, og þar með hreinan meirihluta í komandi kosningum. Þetta eru niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var á fimmtudag. 22. maí 2010 06:00
Besti flokkurinn með hreinan meirihluta Besti flokkurinn fær hreinan meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur, 8 kjörna fulltrúa af fimmtán, samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, en rúm vika er í kosningar. 21. maí 2010 18:30