NBA: Memphis vann Miami og San Antonio búið að vinna tíu í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2010 11:00 Rudy Gay fagnar í nótt. Mynd/AP Miami Heat tapaði fimmta leiknum sínum á tímbilinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið heimsótti Memphis Grizzlies. Oklahoma City Thunder vann hinsvegar aftur án Kevin Durant, San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik í röð og Utah Jazz kom í sjötta sinn til baka í fjórða leikhluta á tímabilinu.Rudy Gay tryggði Memphis Grizzlies 97-95 sigur á Miami Heat þegar hann skoraði sigurkörfuna yfir LeBron James um leið og tíminn rann út. Dwyane Wade lék ekki með Miami vegna meiðsla á úlnlið og liðið tapaði í fimmta sinn í þrettán leikjum.LeBron James var með 29 stig og 11 stoðsendingar og þeir Chris Bosh og Eddie House skoruðu báðir 20 stig auk þess að Bosh tók 10 fráköst. Zach Randolph var með 21 stig og 13 fráköst hjá Memphis, Mike Conley skoraði 16 stig og Rudy Gay var með 15 stig.Tony Parker skoraði 19 stig þegar San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik í röð með því að bursta Cleveland Cavaliers 116-92. Spurs hefur aldrei áður unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum en frammistaða nýliðans Tiago Splitter vakti mikla athygli í nótt. Splitter hitti úr 7 af 10 skotum og skoraði 18 stig. Mo Williams var með 21 stig fyrir Cleveland.Russell Westbrook skoraði 18 stig og tryggði Oklahoma City Thunder 82-81 sigur á Millwaukee Bucks með því að skora úr tveimur vítum 7,3 sekúndum fyrir leikslok. Oklahoma City vann sinn annan leik í röð án stigahæsta leikmanns NBA-deildarinnar, Kevins Durant. James Harden var með 23 stig og 9 fráköst hjá Thunder en Brandon Jennings skoraði 25 stig fyrir Bucks.C.J. Miles skoraði 25 stig og hitti úr fimm þriggja stiga skotum í fjórða leikhluta þegar Utah Jazz setti á svið enn eina endurkomunna og tryggði sér 103-94 útisigur á Portland Trail Blazers. Þetta var í sjötta sinn í vetur sem Utah vinnur leik eftir að hafa verið undir þegar liðin koma inn í lokaleikhlutann. Al Jefferson var með 20 stig og 14 fráköst hjá Utah en hjá Portland var LaMarcus Aldridge með 24 stig og 11 fráköst.Dirk Nowitzki skoraði 21 stig og Jason Terry var með 15 stig þegar Dallas Mavericks endaði tveggja leikja taphrinu með 98-93 útisigri á Atlanta Hawks. Al Horford var með 20 stig og 20 fráköst hjá Atlanta og Josh Smith var með 21 stig og 6 stolna bolta.Dwight Howard skoraði 19 af 25 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Orlando Magic vann 90-86 sigur á Indiana Pacers. Howard var einnig með 12 fráköst og 3 varin skot en næstur honum kom Rashard Lewis með 21 stig. Roy Hibbert var með 19 stig og 10 fráköst hjá Indiana.Stephen Jackson var með þrefalda tvennu (24 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar) þegar Charlotte Bobcats vann 123-105 sigur á Phoenix Suns. Þetta var önnur þrenna hans á ferlinum en sú fyrsta í sögu Bobcats. Boris Diaw var með 26 stig á móti sínum gömlu félögum sem léku án Steve Nash sem er meiddur á nára. Grant Hill skoraði 23 stig, Hedo Turkoglu var með 18 stig og Goran Dragic var með 17 stig, 10 stoðsendingar og engan tapaðan bolta en hann kom inn fyrir Nash í byrjunarliðið.Amare Stoudemire skoraði 39 stig og tók 11 fráköst þegar New York Knicks vann 124-115 sigur á Los Angeles Clippers. Þetta var níunda tap Clippers-liðsins í röð. Danilo Gallinari skoraði 17 af 31 stigi sínu í fjórða leikhlutanum og hjálpaði New York að vinna þriðja leikinn í röð í Kaliforníu-ríki en áður hafði liðið unnið Kings og Warriors. Blake Griffin, nýliði Clippers, var með 44 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar en það dugði ekki og Clippers-liðið er búið að tapa 13 af fyrstu 14 leikjum sínum á tímabilinu.Carmelo Anthony skoraði 28 stig og Nene var með 22 stig þegar Denver Nuggets vann 107-103 heimasigur á New Jersey Nets. Brook Lopez var með 20 stig fyrir New Jersey.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Bobcats-Phoenix Suns 123-105 Indiana Pacers-Orlando Magic 86-90 Atlanta Hawks-Dallas Mavericks 93-98 Memphis Grizzlies-Miami Heat 97-95 Milwaukee Bucks-Oklahoma City Thunder 81-82 San Antonio Spurs-Cleveland Cavaliers 116-92 Denver Nuggets-New Jersey Nets 107-103 Portland Trail Blazers-Utah Jazz 94-103 Los Angeles Clippers-New York Knicks 115-124 NBA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Sjá meira
Miami Heat tapaði fimmta leiknum sínum á tímbilinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar liðið heimsótti Memphis Grizzlies. Oklahoma City Thunder vann hinsvegar aftur án Kevin Durant, San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik í röð og Utah Jazz kom í sjötta sinn til baka í fjórða leikhluta á tímabilinu.Rudy Gay tryggði Memphis Grizzlies 97-95 sigur á Miami Heat þegar hann skoraði sigurkörfuna yfir LeBron James um leið og tíminn rann út. Dwyane Wade lék ekki með Miami vegna meiðsla á úlnlið og liðið tapaði í fimmta sinn í þrettán leikjum.LeBron James var með 29 stig og 11 stoðsendingar og þeir Chris Bosh og Eddie House skoruðu báðir 20 stig auk þess að Bosh tók 10 fráköst. Zach Randolph var með 21 stig og 13 fráköst hjá Memphis, Mike Conley skoraði 16 stig og Rudy Gay var með 15 stig.Tony Parker skoraði 19 stig þegar San Antonio Spurs vann sinn tíunda leik í röð með því að bursta Cleveland Cavaliers 116-92. Spurs hefur aldrei áður unnið 10 af fyrstu 11 leikjum sínum en frammistaða nýliðans Tiago Splitter vakti mikla athygli í nótt. Splitter hitti úr 7 af 10 skotum og skoraði 18 stig. Mo Williams var með 21 stig fyrir Cleveland.Russell Westbrook skoraði 18 stig og tryggði Oklahoma City Thunder 82-81 sigur á Millwaukee Bucks með því að skora úr tveimur vítum 7,3 sekúndum fyrir leikslok. Oklahoma City vann sinn annan leik í röð án stigahæsta leikmanns NBA-deildarinnar, Kevins Durant. James Harden var með 23 stig og 9 fráköst hjá Thunder en Brandon Jennings skoraði 25 stig fyrir Bucks.C.J. Miles skoraði 25 stig og hitti úr fimm þriggja stiga skotum í fjórða leikhluta þegar Utah Jazz setti á svið enn eina endurkomunna og tryggði sér 103-94 útisigur á Portland Trail Blazers. Þetta var í sjötta sinn í vetur sem Utah vinnur leik eftir að hafa verið undir þegar liðin koma inn í lokaleikhlutann. Al Jefferson var með 20 stig og 14 fráköst hjá Utah en hjá Portland var LaMarcus Aldridge með 24 stig og 11 fráköst.Dirk Nowitzki skoraði 21 stig og Jason Terry var með 15 stig þegar Dallas Mavericks endaði tveggja leikja taphrinu með 98-93 útisigri á Atlanta Hawks. Al Horford var með 20 stig og 20 fráköst hjá Atlanta og Josh Smith var með 21 stig og 6 stolna bolta.Dwight Howard skoraði 19 af 25 stigum sínum í seinni hálfleik þegar Orlando Magic vann 90-86 sigur á Indiana Pacers. Howard var einnig með 12 fráköst og 3 varin skot en næstur honum kom Rashard Lewis með 21 stig. Roy Hibbert var með 19 stig og 10 fráköst hjá Indiana.Stephen Jackson var með þrefalda tvennu (24 stig, 10 fráköst, 10 stoðsendingar) þegar Charlotte Bobcats vann 123-105 sigur á Phoenix Suns. Þetta var önnur þrenna hans á ferlinum en sú fyrsta í sögu Bobcats. Boris Diaw var með 26 stig á móti sínum gömlu félögum sem léku án Steve Nash sem er meiddur á nára. Grant Hill skoraði 23 stig, Hedo Turkoglu var með 18 stig og Goran Dragic var með 17 stig, 10 stoðsendingar og engan tapaðan bolta en hann kom inn fyrir Nash í byrjunarliðið.Amare Stoudemire skoraði 39 stig og tók 11 fráköst þegar New York Knicks vann 124-115 sigur á Los Angeles Clippers. Þetta var níunda tap Clippers-liðsins í röð. Danilo Gallinari skoraði 17 af 31 stigi sínu í fjórða leikhlutanum og hjálpaði New York að vinna þriðja leikinn í röð í Kaliforníu-ríki en áður hafði liðið unnið Kings og Warriors. Blake Griffin, nýliði Clippers, var með 44 stig, 15 fráköst og 7 stoðsendingar en það dugði ekki og Clippers-liðið er búið að tapa 13 af fyrstu 14 leikjum sínum á tímabilinu.Carmelo Anthony skoraði 28 stig og Nene var með 22 stig þegar Denver Nuggets vann 107-103 heimasigur á New Jersey Nets. Brook Lopez var með 20 stig fyrir New Jersey.Úrslit allra leikja í NBA-deildinni í nótt: Charlotte Bobcats-Phoenix Suns 123-105 Indiana Pacers-Orlando Magic 86-90 Atlanta Hawks-Dallas Mavericks 93-98 Memphis Grizzlies-Miami Heat 97-95 Milwaukee Bucks-Oklahoma City Thunder 81-82 San Antonio Spurs-Cleveland Cavaliers 116-92 Denver Nuggets-New Jersey Nets 107-103 Portland Trail Blazers-Utah Jazz 94-103 Los Angeles Clippers-New York Knicks 115-124
NBA Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn