NBA: Áttundi sigurleikurinn í röð hjá Oklahoma City Thunder Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2010 11:00 Kevin Durant er að spila frábærlega með Oklahoma City Thunder. Mynd/AP Oklahoma City Thunder er á svakalegri siglingu í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt unnu Kevin Durant og félagar sinn áttunda leik í röð og spilltu um leið frumsýningunni Tracy McGrady í Madison Square Garden. Oklahoma City Thunder þurfti þó framlengingu til þess að vinna 121-118 sigur á New York Knicks þar sem Tracy McGrady átti vissulega ágætan leik með New York og skoraði 26 stig Hann fékk þó lítið að vera með í framlengingunni. Kevin Durant skoraði 36 stig í leiknum og hefur þar með skoraði 25 stig eða meira í 27 leikjum í röð sem jafnaði árangur Allen Iverson frá janúar til mars 2001. Durant fékk líka góða hjálp frá Russell Westbrook sem var með 30 stig, 10 stoðsendingar og 9 fráköst. David Lee var með 30 stig og 10 fráköst hjá New York og Eddie House skoraði 24 stig í sínum fyrsta leik síðan hann kom frá Boston.Danny Granger skoraði 36 stig í 125-115 sigri Indiana Pacers á Houston Rockets og T.J. Ford var með 19 af 23 stigum sínum í seinni hálfleik. Troy Murphy var einnig með 18 stig og 12 fráköst en hjá Houston var Aaron Books með 26 stig og Luis Scola skoraði 25 stig og tók 11 fráköst.Jarrett Jack var með 23 stig og 8 fráköst í 109-104 sigri Toronto Raptors á Washington Wizards. Þetta var 20. leikurinn í röð sem Toronto brýtur 100 stiga múrinn en liðið vann þarna annan leikinn sinn í röð án Chris Bosh.Jason Kidd skoraði 14 af 21 stigi sínum í fjórða leikhlutanum þegar Dallas Mavericks vann 97-91 sigur á Miami Heat. Dirk Nowitzki var með 28 stig en Daequan Cook skoraði 22 stig fyrir Miami sem lék án Dwyane Wade.Nýliðinn Taj Gibson var með 20 stig og 13 fráköst þegar Chicago Bulls vann sinn fjórða leik í röð með því að vinna 122-90 sigur á Philadelphia 76ers.Los Angeles Clippers vann sinn fyrsta sigur undir stjórn Kim Hughes þegar liðið vann Sacramento Kings 99-89. Eric Gordon skoraði 14 af 30 stigum sínum í lokaleikhlutanum og Chris Kaman var með 22 stig og 16 fráköst. Clippers tapaði fimm fyrstu leikjum sínum eftir að Hughes tók við af Mike Dunleavy.Brandon Jennings og John Salmons voru báðir með 19 stig og Andrew Bogut skoraði 18 stig og tók 13 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 93-88 sigur á Charlotte Bobcats en þetta var fimmti sigur liðsins í síðustu sjö leikjum. Stephen Jackson skoraði 35 stig fyrir Charlotte.Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors-Washington Wizards 109-104 New York Knicks-Oklahoma City Thunder 118-121 (framlenging) Chicago Bulls-Philadelphia 76Ers 122-90 Dallas Mavericks-Miami Heat 97-91 Houston Rockets-Indiana Pacers 115-125 Milwaukee Bucks-Charlotte Bobcats 93-88 Los Angeles Clippers-Sacramento Kings 99-89 NBA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Oklahoma City Thunder er á svakalegri siglingu í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt unnu Kevin Durant og félagar sinn áttunda leik í röð og spilltu um leið frumsýningunni Tracy McGrady í Madison Square Garden. Oklahoma City Thunder þurfti þó framlengingu til þess að vinna 121-118 sigur á New York Knicks þar sem Tracy McGrady átti vissulega ágætan leik með New York og skoraði 26 stig Hann fékk þó lítið að vera með í framlengingunni. Kevin Durant skoraði 36 stig í leiknum og hefur þar með skoraði 25 stig eða meira í 27 leikjum í röð sem jafnaði árangur Allen Iverson frá janúar til mars 2001. Durant fékk líka góða hjálp frá Russell Westbrook sem var með 30 stig, 10 stoðsendingar og 9 fráköst. David Lee var með 30 stig og 10 fráköst hjá New York og Eddie House skoraði 24 stig í sínum fyrsta leik síðan hann kom frá Boston.Danny Granger skoraði 36 stig í 125-115 sigri Indiana Pacers á Houston Rockets og T.J. Ford var með 19 af 23 stigum sínum í seinni hálfleik. Troy Murphy var einnig með 18 stig og 12 fráköst en hjá Houston var Aaron Books með 26 stig og Luis Scola skoraði 25 stig og tók 11 fráköst.Jarrett Jack var með 23 stig og 8 fráköst í 109-104 sigri Toronto Raptors á Washington Wizards. Þetta var 20. leikurinn í röð sem Toronto brýtur 100 stiga múrinn en liðið vann þarna annan leikinn sinn í röð án Chris Bosh.Jason Kidd skoraði 14 af 21 stigi sínum í fjórða leikhlutanum þegar Dallas Mavericks vann 97-91 sigur á Miami Heat. Dirk Nowitzki var með 28 stig en Daequan Cook skoraði 22 stig fyrir Miami sem lék án Dwyane Wade.Nýliðinn Taj Gibson var með 20 stig og 13 fráköst þegar Chicago Bulls vann sinn fjórða leik í röð með því að vinna 122-90 sigur á Philadelphia 76ers.Los Angeles Clippers vann sinn fyrsta sigur undir stjórn Kim Hughes þegar liðið vann Sacramento Kings 99-89. Eric Gordon skoraði 14 af 30 stigum sínum í lokaleikhlutanum og Chris Kaman var með 22 stig og 16 fráköst. Clippers tapaði fimm fyrstu leikjum sínum eftir að Hughes tók við af Mike Dunleavy.Brandon Jennings og John Salmons voru báðir með 19 stig og Andrew Bogut skoraði 18 stig og tók 13 fráköst þegar Milwaukee Bucks vann 93-88 sigur á Charlotte Bobcats en þetta var fimmti sigur liðsins í síðustu sjö leikjum. Stephen Jackson skoraði 35 stig fyrir Charlotte.Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt: Toronto Raptors-Washington Wizards 109-104 New York Knicks-Oklahoma City Thunder 118-121 (framlenging) Chicago Bulls-Philadelphia 76Ers 122-90 Dallas Mavericks-Miami Heat 97-91 Houston Rockets-Indiana Pacers 115-125 Milwaukee Bucks-Charlotte Bobcats 93-88 Los Angeles Clippers-Sacramento Kings 99-89
NBA Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti