Lítið skeytt um Pakistan? 25. ágúst 2010 00:00 Neyðarástand Ástandið á flóðasvæðunum í Pakistan er hið versta sem sést hefur á hamfarasvæðum í áratugi, segir yfirmaður hjá UNICEF. NordicPhotos/AFP Hjálparstofnanir segja að alþjóðasamfélagið sýni óvenjulítinn áhuga á að styðja við fórnarlömb flóðanna í Pakistan. Um 1.600 lík hafa fundist og daglegt líf meira en 17 milljóna manna hefur gengið úr skorðum þremur vikum eftir að flóðin hófust. Í borginni Sukkkur einni eru um fjórar milljónir manna heimilislausar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO segir að sjúkdómar séu farnir að breiðast út á flóðasvæðinu. Louis-George Arsenault, yfirmaður neyðaráætlana hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sagði við blaðamenn í Washington á mánudag að áhugi alþjóðasamfélagsins á að koma fólki á flóðasvæðinu til hjálpar sé óvanalega lítill. Þrátt fyrir það er ástandið í Pakistan nú það versta sem skapast hefur í kjölfar hamfara um áratuga skeið. „Þörfin fyrir fjármagn er gríðarleg, miðað við þau framlög sem við höfum fengið. Þetta er versta neyðarástand sem við höfum staðið frammi fyrir áratugum saman,“ hafði breska útvarpið BBC eftir Arsenault. Sameinuðu þjóðirnar höfðu áætlað að verja um 55 milljörðum króna til hjálparstarfsins en aðeins hefur tekist að útvega um 70% fjárhæðarinnar. Enn er flóðahætta og ástandið fer versnandi. Flóðvarnagarðar, sem hróflað var upp til bráðabirgða þegar flóðin hófust til þess að verja borgina Shahdadkot eru nú farnir að gefa sig og íbúar eru lagðir á flótta. Tugir þúsunda úr þeirra hópi bætast í hóp þeirra sem leita á náðir hjálparstofnana á degi hverjum, auk þess sem reynt er að bjarga þeim sem ekki komast hjálparlaust undan. Talið er að tíundi hluti heimilislausra hafi fengið athvarf í neyðarbúðum á vegum hjálparstofnana, en hjálpargögn eru af skornum skammti. Allur þorri nauðstaddra er enn á eigin vegum, án matar og þaks yfir höfuðið. peturg@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Hjálparstofnanir segja að alþjóðasamfélagið sýni óvenjulítinn áhuga á að styðja við fórnarlömb flóðanna í Pakistan. Um 1.600 lík hafa fundist og daglegt líf meira en 17 milljóna manna hefur gengið úr skorðum þremur vikum eftir að flóðin hófust. Í borginni Sukkkur einni eru um fjórar milljónir manna heimilislausar. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO segir að sjúkdómar séu farnir að breiðast út á flóðasvæðinu. Louis-George Arsenault, yfirmaður neyðaráætlana hjá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, sagði við blaðamenn í Washington á mánudag að áhugi alþjóðasamfélagsins á að koma fólki á flóðasvæðinu til hjálpar sé óvanalega lítill. Þrátt fyrir það er ástandið í Pakistan nú það versta sem skapast hefur í kjölfar hamfara um áratuga skeið. „Þörfin fyrir fjármagn er gríðarleg, miðað við þau framlög sem við höfum fengið. Þetta er versta neyðarástand sem við höfum staðið frammi fyrir áratugum saman,“ hafði breska útvarpið BBC eftir Arsenault. Sameinuðu þjóðirnar höfðu áætlað að verja um 55 milljörðum króna til hjálparstarfsins en aðeins hefur tekist að útvega um 70% fjárhæðarinnar. Enn er flóðahætta og ástandið fer versnandi. Flóðvarnagarðar, sem hróflað var upp til bráðabirgða þegar flóðin hófust til þess að verja borgina Shahdadkot eru nú farnir að gefa sig og íbúar eru lagðir á flótta. Tugir þúsunda úr þeirra hópi bætast í hóp þeirra sem leita á náðir hjálparstofnana á degi hverjum, auk þess sem reynt er að bjarga þeim sem ekki komast hjálparlaust undan. Talið er að tíundi hluti heimilislausra hafi fengið athvarf í neyðarbúðum á vegum hjálparstofnana, en hjálpargögn eru af skornum skammti. Allur þorri nauðstaddra er enn á eigin vegum, án matar og þaks yfir höfuðið. peturg@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira