Tekjur ríkisins voru 40 milljörðum yfir áætlun 2. júlí 2010 04:45 Tekjur ríkissjóðs hærri en búist var við. Heildartekjur ríkissjóðs árið 2009 eru mun hærri en búist var við í áætlunum. Gert var ráð fyrir um 398 milljörðum í tekjur, en endanleg niðurstaða er tæpir 440 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ríkisreikningi sem lagður verður fram á næstu vikum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að tekjuskattur hafi skilað mun meira en búist var við. Það þýðir að ekki varð sami samdráttur í launaþróun og reiknað hafði verið með. Þá er atvinnuleysi minna en búist hafði verið við og tengist það líklega því að samdráttur á landsframleiðslu var ekki eins slæmur og gert var ráð fyrir. Þjóðhagsspá gerði ráð fyrir 9 prósenta atvinnuleysi árið 2009 og 9,6 prósent árið 2010. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að það hafi verið 8 prósent á síðasta ári. „Við erum að vonast til að það verði ekki hærra á þessu ári. Við gerðum ráð fyrir 8,5 prósentum í upphafi árs, en okkur finnst að slegið hafi á það núna." Þrátt fyrir hærri tekjur verða þær svipað hlutfall af vergri landsframleiðslu og búist hafði verið við, eða um 28 prósent. Útlit er hins vegar fyrir að þær nái ekki áætlun sem hlutfall af landsframleiðslunni árið 2010, þótt reksturinn gangi vel. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir þetta mjög góðan árangur og merki þess að hagkerfið hafi dregist minna saman en ráð var gert fyrir. Hann áréttar þó að inni í þessari tölu sé flýting á innheimtu fjármagnstekjuskatts þannig að hún sé ekki alveg sambærileg við tölur fyrri ára. „Á sinn hátt er enn ánægjulegra hve vel aðhaldsaðgerðirnar tókust og útgjaldamarkmiðin halda og vel það," segir Steingrímur. Hann segir ríkisstofnanir hafa staðið sig vel í aðhaldi og mun færri þeirra hafi farið yfir 4 prósenta viðmið um framúrkeyrslu. „Í þessu hefur náðst mikilvægur árangur og það eru fyrst og fremst forstöðumenn og starfsmenn ráðuneyta og stofnana sem hafa unnið gott starf." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í vinnu við fjárlög næsta árs sé litið til þess að hærri tekjur á síðasta ári þýði að skera þurfi minna niður í fjárlögum ársins 2010.- kóp Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Heildartekjur ríkissjóðs árið 2009 eru mun hærri en búist var við í áætlunum. Gert var ráð fyrir um 398 milljörðum í tekjur, en endanleg niðurstaða er tæpir 440 milljarðar króna. Þetta kemur fram í ríkisreikningi sem lagður verður fram á næstu vikum. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að tekjuskattur hafi skilað mun meira en búist var við. Það þýðir að ekki varð sami samdráttur í launaþróun og reiknað hafði verið með. Þá er atvinnuleysi minna en búist hafði verið við og tengist það líklega því að samdráttur á landsframleiðslu var ekki eins slæmur og gert var ráð fyrir. Þjóðhagsspá gerði ráð fyrir 9 prósenta atvinnuleysi árið 2009 og 9,6 prósent árið 2010. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að það hafi verið 8 prósent á síðasta ári. „Við erum að vonast til að það verði ekki hærra á þessu ári. Við gerðum ráð fyrir 8,5 prósentum í upphafi árs, en okkur finnst að slegið hafi á það núna." Þrátt fyrir hærri tekjur verða þær svipað hlutfall af vergri landsframleiðslu og búist hafði verið við, eða um 28 prósent. Útlit er hins vegar fyrir að þær nái ekki áætlun sem hlutfall af landsframleiðslunni árið 2010, þótt reksturinn gangi vel. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir þetta mjög góðan árangur og merki þess að hagkerfið hafi dregist minna saman en ráð var gert fyrir. Hann áréttar þó að inni í þessari tölu sé flýting á innheimtu fjármagnstekjuskatts þannig að hún sé ekki alveg sambærileg við tölur fyrri ára. „Á sinn hátt er enn ánægjulegra hve vel aðhaldsaðgerðirnar tókust og útgjaldamarkmiðin halda og vel það," segir Steingrímur. Hann segir ríkisstofnanir hafa staðið sig vel í aðhaldi og mun færri þeirra hafi farið yfir 4 prósenta viðmið um framúrkeyrslu. „Í þessu hefur náðst mikilvægur árangur og það eru fyrst og fremst forstöðumenn og starfsmenn ráðuneyta og stofnana sem hafa unnið gott starf." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í vinnu við fjárlög næsta árs sé litið til þess að hærri tekjur á síðasta ári þýði að skera þurfi minna niður í fjárlögum ársins 2010.- kóp
Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira