Allt á kafi í grárri drullu 19. apríl 2010 06:00 Allt á kafi Þykkt öskulag lagðist yfir sveitir undir Eyjafjöllum á laugardag. Í gær fór að rofa til og þegar leið á daginn tók að rigna svo askan breyttist í svart forarsvað. Pétur Freyr Pétursson, bóndi í Núpakoti, segir öskuna sem betur fer ekki hafa smogið inn í húsin og ekkert ami að skepnunum. Fréttablaðið/ Stefán „Það er leiðindalykt og allt á kafi í grári drullu," segir Berglind Hilmarsdóttir, ábúandi á Núpi undir Eyjafjöllum. Í gær birti til eftir að öskunni hafði kyngt niður og skildi eftir sig svart teppi yfir sveitinni. Berglind finnur til í öndunarfærunu og segir þungt að anda. „Eins og maður sé alltaf með ryk í nefinu. Fólk er eflaust misviðkvæmt fyrir þessu, ég get ekki ímyndað mér að þetta sér gott fyrir viðkvæma og börn." Björgunarsveitir mættu á vettvang og aðstoðuðu við að ná hestum í hús. „Hrossin eru merkilega vel á sig komin," segir Berglind og segist orðin þreytt eftir atganginn. „En það gefur manni kraft að finna hvað allir standa þétt saman. Ég hef mestar áhyggjur af bæjunum sem urðu verst úti í öskufallinu og hlaupinu." Ábúendum á Þorvaldseyri var gert að rýma bæinn um helgina. Ingunn Júlía Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Eggertssonar og Guðnýjar Valberg á Þorvaldseyri. Hún segir það hafa verið „svolítið áfall" að koma heim á sunnudagsmorgun. „Askan virðist samt ekki hafa komist inn í húsin að ráði, aðeins í fjósið en ekki í íbúðarhúsin. Hún segir gosið farið að taka sinn toll af fólki. „Þetta tekur á taugarnar, sérstaklega hjá foreldrum mínum. Það er talsvert tjón og álagið er mikið." Gærdagurinn fór í þrif hjá ábúendum að Ásólfsskála. „Það er skítur og ógeð allstaðar," segir Katrín Birna Viðarsdóttir. „Við erum búin að smúla glugga, veggi, þakið í kringum húsið, fjárhús, fjós og hesthús. Það virðist ekkert ama að dýrunum en við erum orðin frekar þreytt." Sólveig Ólafsdóttir hjá Rauða krossi Íslands segir unnið að því að bjóða fólki áfallahjálp. „Það er full þörf á því. Þetta er ótrúlegt álag, bæði fyrir fólk sem óttast um skepnurnar sínar og afkomu og aðra sem fara á svæðið til aðstoða fólk og bjarga búfénaði. Enginn sem fer inn á þetta svæði er ósnortinn, það bara þyrmir yfir mann." Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
„Það er leiðindalykt og allt á kafi í grári drullu," segir Berglind Hilmarsdóttir, ábúandi á Núpi undir Eyjafjöllum. Í gær birti til eftir að öskunni hafði kyngt niður og skildi eftir sig svart teppi yfir sveitinni. Berglind finnur til í öndunarfærunu og segir þungt að anda. „Eins og maður sé alltaf með ryk í nefinu. Fólk er eflaust misviðkvæmt fyrir þessu, ég get ekki ímyndað mér að þetta sér gott fyrir viðkvæma og börn." Björgunarsveitir mættu á vettvang og aðstoðuðu við að ná hestum í hús. „Hrossin eru merkilega vel á sig komin," segir Berglind og segist orðin þreytt eftir atganginn. „En það gefur manni kraft að finna hvað allir standa þétt saman. Ég hef mestar áhyggjur af bæjunum sem urðu verst úti í öskufallinu og hlaupinu." Ábúendum á Þorvaldseyri var gert að rýma bæinn um helgina. Ingunn Júlía Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Eggertssonar og Guðnýjar Valberg á Þorvaldseyri. Hún segir það hafa verið „svolítið áfall" að koma heim á sunnudagsmorgun. „Askan virðist samt ekki hafa komist inn í húsin að ráði, aðeins í fjósið en ekki í íbúðarhúsin. Hún segir gosið farið að taka sinn toll af fólki. „Þetta tekur á taugarnar, sérstaklega hjá foreldrum mínum. Það er talsvert tjón og álagið er mikið." Gærdagurinn fór í þrif hjá ábúendum að Ásólfsskála. „Það er skítur og ógeð allstaðar," segir Katrín Birna Viðarsdóttir. „Við erum búin að smúla glugga, veggi, þakið í kringum húsið, fjárhús, fjós og hesthús. Það virðist ekkert ama að dýrunum en við erum orðin frekar þreytt." Sólveig Ólafsdóttir hjá Rauða krossi Íslands segir unnið að því að bjóða fólki áfallahjálp. „Það er full þörf á því. Þetta er ótrúlegt álag, bæði fyrir fólk sem óttast um skepnurnar sínar og afkomu og aðra sem fara á svæðið til aðstoða fólk og bjarga búfénaði. Enginn sem fer inn á þetta svæði er ósnortinn, það bara þyrmir yfir mann."
Eldgos og jarðhræringar Gos á Fimmvörðuhálsi Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira