Ritstjóri Pressunnar í tímabundið leyfi 12. apríl 2010 12:54 Björn Ingi er farinn í tímabundið leyfi vegna umfjöllunar um hann í rannsóknarskýrslunni. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Pressunnar, er farinn í tímabundið leyfi en í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að hann hafi á tímabili skuldað 563 milljónir kr. í Kaupþingi. Tveir aðrir fjölmiðlamenn skulduðu yfir 100 milljónir en það voru Óli Björn Kárason og Styrmir Gunnarsson. Í yfirlýsingu á Pressunni segir Björn Ingi meðal annars: „Nú þegar liggur fyrir að Rannsóknarnefnd Alþingis fjallar sérstaklega um viðskipti eignarhaldsfélags okkar hjóna við gamla Kaupþing og vill að yfirvöld skoði þau nánar, tel ég rétt að taka mér tímabundið leyfi sem ritstjóri Pressunnar meðan ég vinn að því að hreinsa nafn mitt af áburði um að hafa þegið það sem kalla mætti óeðlilega fyrirgreiðslu." Björn Ingi segir að hið rétta í málinu sé að ekkert ólöglegt sé á ferðinni. „Ég hef aldrei þegið far í einkaþotu af bönkum eða öðrum stórfyrirtækjum, aldrei þegið boð í laxveiði frá fyrirtækjum, á enga erlenda reikninga og hef aldrei tekið stöðu gegn krónunni og þótt fyrirtæki í eigu mín og konu minnar, sem er löggiltur verðbréfamiðlari og sérfræðingur á þessu sviði, hafi átt í hlutabréfaviðskiptum og tekið lán í þeim tilgangi, eins og þúsundir annarra sambærilegra félaga, þýðir það ekki að neitt óeðlilegt hafi verið á ferðinni," segir Björn. Þá segist hann aldrei hafa fengið krónu afskrifaða í íslensku bankakerfi og að hann standi ekki vel fjárhagslega í dag, „frekar en svo fjölmargir aðrir landsmenn." Björn segir að þau hjónin hafi tapað öllum sínum sparnaði í hruninu og gott betur. „Varla bendir það til þess að ég hafi vitað að bankarnir væru á leið í þrot?," segir Björn Ingi í yfirlýsingunni sem lýkur á eftirfarandi. „Ég er að þessu sögðu vitaskuld jafn sannfærður og fyrr um að nafn mitt verði hreinsað og mun vinna að því ásamt mínum lögmanni." Steingrímur Sævarr Ólafsson mun taka við ritstjórastarfinu um óákveðinn tíma. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Pressunnar, er farinn í tímabundið leyfi en í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að hann hafi á tímabili skuldað 563 milljónir kr. í Kaupþingi. Tveir aðrir fjölmiðlamenn skulduðu yfir 100 milljónir en það voru Óli Björn Kárason og Styrmir Gunnarsson. Í yfirlýsingu á Pressunni segir Björn Ingi meðal annars: „Nú þegar liggur fyrir að Rannsóknarnefnd Alþingis fjallar sérstaklega um viðskipti eignarhaldsfélags okkar hjóna við gamla Kaupþing og vill að yfirvöld skoði þau nánar, tel ég rétt að taka mér tímabundið leyfi sem ritstjóri Pressunnar meðan ég vinn að því að hreinsa nafn mitt af áburði um að hafa þegið það sem kalla mætti óeðlilega fyrirgreiðslu." Björn Ingi segir að hið rétta í málinu sé að ekkert ólöglegt sé á ferðinni. „Ég hef aldrei þegið far í einkaþotu af bönkum eða öðrum stórfyrirtækjum, aldrei þegið boð í laxveiði frá fyrirtækjum, á enga erlenda reikninga og hef aldrei tekið stöðu gegn krónunni og þótt fyrirtæki í eigu mín og konu minnar, sem er löggiltur verðbréfamiðlari og sérfræðingur á þessu sviði, hafi átt í hlutabréfaviðskiptum og tekið lán í þeim tilgangi, eins og þúsundir annarra sambærilegra félaga, þýðir það ekki að neitt óeðlilegt hafi verið á ferðinni," segir Björn. Þá segist hann aldrei hafa fengið krónu afskrifaða í íslensku bankakerfi og að hann standi ekki vel fjárhagslega í dag, „frekar en svo fjölmargir aðrir landsmenn." Björn segir að þau hjónin hafi tapað öllum sínum sparnaði í hruninu og gott betur. „Varla bendir það til þess að ég hafi vitað að bankarnir væru á leið í þrot?," segir Björn Ingi í yfirlýsingunni sem lýkur á eftirfarandi. „Ég er að þessu sögðu vitaskuld jafn sannfærður og fyrr um að nafn mitt verði hreinsað og mun vinna að því ásamt mínum lögmanni." Steingrímur Sævarr Ólafsson mun taka við ritstjórastarfinu um óákveðinn tíma.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?