Tryggvi Þór: Lág laun þingmanna leiða til spillingar Erla Hlynsdóttir skrifar 10. september 2010 08:51 Tryggvi Þór tekur ekki ábyrgð á efnahagshruninu Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, trúir því staðfastlega að skaðinn af efnahagshruninu hefði verið minni ef ríkisstjórnin hefði farið að ráðleggingum hans á sínum tíma. „Ég benti ráðamönnum á að ef hin svokallaða Glitnisleið yrði farin þá myndi það skapa Dominoáhrif og kerfið myndi hrynja," segir Tryggvi Þór í samtali við Austurgluggann. Tryggvi var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, árið 2008. Innan tíðar er að vænta niðurstöðu nefndar sem er að fara yfir rannsóknarskýrsluna og tekur nefndin afstöðu til þess hvort kalla eigi saman Landsdóm. Verði Landsdómur kallaður saman og niðurstaðan sú að þeir ráðherrar sem taldir eru hafa átt þátt í hruninu vegna afglapa í starfi verða kallaðir til ábyrgðar segir Tryggvi að „hann geti aldrei tekið ábyrgð á því sem efnahagsráðghafi og það verður að skoðast í því ljósi að hann kom inn í ágúst 2008, tveimur mánuðum fyrir hrun."Ekki á hann hlustað Tryggvi segir að á þeim skamma tíma hafi hann ekki getað haft nægilega mikil áhrif á stefnu stjórnarinnar í efnahagsmálum. Hann tekur einnig fram að rannsóknarskýrslan sýni að ekki var farið að ráðleggingum hans. Tryggvi Þór segir ennfremur að hann hafi hætt sem efnahagsráðgjafi því honum fannst ekki nægilega vel á sig hlustað. Tryggvi Þór er í viðtali við Austurgluggann sem þingmaður Norðausturkjördæmis og er þar farið yfir víðan völl. Þannig segir Tryggvi að þingstörfin séu mjög ólík því sem hann bjóst við og að þetta sé „miklu meiri vinna og miklu lægri laun en ég hafði nokkurn tíman gert mér grein fyrir."Meiri vinna og lægri laun Hann telur hættulegt að laun þingmanna lækki en laun óbreytts þingmanns eru nú 520 þúsund á mánuði. Hann telur það skapa hættu á því að „við fáum ekki fólk sem er hæft og þá þynnist út sú þekking sem er á þinginu en jafnframt skapast hætta á því að þingmenn verði berskjaldaðri fyrir því að þiggja peninga annars staðar frá." Hann vill meina að slíkt leiði til spillingar og ákvarðana sem „ekki markast af hugsjón heldur þeirri hönd sem fæðir mann." Landsdómur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira
Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, trúir því staðfastlega að skaðinn af efnahagshruninu hefði verið minni ef ríkisstjórnin hefði farið að ráðleggingum hans á sínum tíma. „Ég benti ráðamönnum á að ef hin svokallaða Glitnisleið yrði farin þá myndi það skapa Dominoáhrif og kerfið myndi hrynja," segir Tryggvi Þór í samtali við Austurgluggann. Tryggvi var efnahagsráðgjafi Geirs Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, árið 2008. Innan tíðar er að vænta niðurstöðu nefndar sem er að fara yfir rannsóknarskýrsluna og tekur nefndin afstöðu til þess hvort kalla eigi saman Landsdóm. Verði Landsdómur kallaður saman og niðurstaðan sú að þeir ráðherrar sem taldir eru hafa átt þátt í hruninu vegna afglapa í starfi verða kallaðir til ábyrgðar segir Tryggvi að „hann geti aldrei tekið ábyrgð á því sem efnahagsráðghafi og það verður að skoðast í því ljósi að hann kom inn í ágúst 2008, tveimur mánuðum fyrir hrun."Ekki á hann hlustað Tryggvi segir að á þeim skamma tíma hafi hann ekki getað haft nægilega mikil áhrif á stefnu stjórnarinnar í efnahagsmálum. Hann tekur einnig fram að rannsóknarskýrslan sýni að ekki var farið að ráðleggingum hans. Tryggvi Þór segir ennfremur að hann hafi hætt sem efnahagsráðgjafi því honum fannst ekki nægilega vel á sig hlustað. Tryggvi Þór er í viðtali við Austurgluggann sem þingmaður Norðausturkjördæmis og er þar farið yfir víðan völl. Þannig segir Tryggvi að þingstörfin séu mjög ólík því sem hann bjóst við og að þetta sé „miklu meiri vinna og miklu lægri laun en ég hafði nokkurn tíman gert mér grein fyrir."Meiri vinna og lægri laun Hann telur hættulegt að laun þingmanna lækki en laun óbreytts þingmanns eru nú 520 þúsund á mánuði. Hann telur það skapa hættu á því að „við fáum ekki fólk sem er hæft og þá þynnist út sú þekking sem er á þinginu en jafnframt skapast hætta á því að þingmenn verði berskjaldaðri fyrir því að þiggja peninga annars staðar frá." Hann vill meina að slíkt leiði til spillingar og ákvarðana sem „ekki markast af hugsjón heldur þeirri hönd sem fæðir mann."
Landsdómur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Erlent Fleiri fréttir Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Sjá meira