Century Aluminium fær meðbyr til að endurræsa álver 15. mars 2010 08:22 Frumvarp sem samþykkt var á þingi Vestur Virginíu í Bandaríkjunum gefur stjórn Century Aluminium, móðurfélagi Norðuráls, von um að geta endurræst álver sitt í ríkinu en því var lokað í febrúar í fyrra. Samkvæmt frétt á vefsíðunni Metalsplace var frumvarpið samþykkt samhljóða á þinginu en samkvæmt því er félögum í orkufrekum iðnaði gert kleyft að tengja greiðslur sínar fyrir orku við afurðaverð á heimsmarkaði. Þetta er svipað fyrirkomulag og gildir hér á landi, það er raforkuverð álfyrirtækja er bundið heimsmarkaðsverði á áli. Þegar Century Aluminium lokaði í Vestur Virginíu í fyrra misstu um 600 manns vinnu sína. Þar að auki hafði félagið greitt um 100 milljónir dollara, eða um 12,6 milljarða kr., á ári í orkukaup. Ein höfuðástæðan fyrir því að álverinu var lokað var hár orkukostnaður. Mike Didine talsmaður Century Aluminium segir að fyrrgreint frumvarp sé stórt skref í áttina að því að hægt sér að endurræsa álverið. Hinsvegar þurfi þrennt að gerast í viðbót. Century þurfi að fá langtíma orkusamning með samkeppnishæfu orkuverði, nýjan samning við verkalýðsfélög og væntingar um að verð á áli haldist það hátt að rekstur álversins borgi sig. Eins og kunnugt er af fréttum er Norðurál að reisa nýtt álver í Helguvík og reiknar með að framkvæmdir við það hefjist að fullu að nýju í sumar. Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Frumvarp sem samþykkt var á þingi Vestur Virginíu í Bandaríkjunum gefur stjórn Century Aluminium, móðurfélagi Norðuráls, von um að geta endurræst álver sitt í ríkinu en því var lokað í febrúar í fyrra. Samkvæmt frétt á vefsíðunni Metalsplace var frumvarpið samþykkt samhljóða á þinginu en samkvæmt því er félögum í orkufrekum iðnaði gert kleyft að tengja greiðslur sínar fyrir orku við afurðaverð á heimsmarkaði. Þetta er svipað fyrirkomulag og gildir hér á landi, það er raforkuverð álfyrirtækja er bundið heimsmarkaðsverði á áli. Þegar Century Aluminium lokaði í Vestur Virginíu í fyrra misstu um 600 manns vinnu sína. Þar að auki hafði félagið greitt um 100 milljónir dollara, eða um 12,6 milljarða kr., á ári í orkukaup. Ein höfuðástæðan fyrir því að álverinu var lokað var hár orkukostnaður. Mike Didine talsmaður Century Aluminium segir að fyrrgreint frumvarp sé stórt skref í áttina að því að hægt sér að endurræsa álverið. Hinsvegar þurfi þrennt að gerast í viðbót. Century þurfi að fá langtíma orkusamning með samkeppnishæfu orkuverði, nýjan samning við verkalýðsfélög og væntingar um að verð á áli haldist það hátt að rekstur álversins borgi sig. Eins og kunnugt er af fréttum er Norðurál að reisa nýtt álver í Helguvík og reiknar með að framkvæmdir við það hefjist að fullu að nýju í sumar.
Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira