Kókaínmálið: Lagði 3 milljónir inn á reikning Íslendings á Spáni 15. júlí 2010 11:50 Guðlaugur Agnar Guðmundsson, lagði 3 milljónir inn á reikning Sverri Þórs Guðmundssonar á Spáni. Einn af sakborningunum í kókaínmálinu staðfesti fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hann hefði haft samband við Sverri Þór Gunnarsson á Spáni. Sverrir var á upphafsstigum málsins talinn hafa staðið að kaupum efnisins á Spáni og er eftirlýstur af Europol. Guðlaugur Agnar Guðmundsson bar fyrir dómi í morgun að vinátta hans og Orra Freys Gíslasonar, en báðir eru þeir úr Hafnarfirði, væri á enda eftir að Orri Freyr bendlaði Guðlaug við málið í skýrslutökum hjá lögreglunni. „Við erum ekki vinir í dag," sagði Guðlaugur, sem ásamt Davíð Garðarsyni, er sakaður um að standa að skipulagningu og fjármögnun fíkniefnainnflutningsins. Fyrir dómnum kom fram að á nokkurra ára tímabili hefðu útgjöld Guðlaugar numið 20 milljón krónum en innkoma hans aðeins um 6 milljónum - en þeir peningar voru tryggingarbætur. Guðlaugur útskýrði fjárhagsstöðu sína þannig að hann hefði staðið í kaupum og sölum á mótorhjólum, hann hefði notað tryggingarféið til að lána vinum sínum á háum vöxtum, auk þess sem hann hefði verið duglegur að spila póker og stunda veðmál. Í skýrslutökum hjá lögreglum hélt Orri Freyr því fram að Guðlaugur hefði ásamt Sverri Þór Gunnarssyni átt hugmyndina að innflutningnum og hann hefði svo lagt 5000 evrur til verkefnisins. Sverrir Þór er þekkt nafn í tengslum við stór fíkniefnamál. Hann hlaut þungan dóm árið 2000 í Stóra fíkniefnamálinu eins og það var kallað og var í tengslum við þetta mál eftirlýstur af Europol. Ekki tókst hins vegar að sanna aðild hans að málinu og því var hann ekki ákærður. Guðlaugur játaði því að hafa lagt um 3 milljónir krónur inn á reikning Sverris Þórs síðustu jól og sagði þá hafa verið vini síðustu 4 ár. „Hann er skemmtilegur gamall kall og dálítið ruglaður," sagði Guðlaugur sem sagðist þó ekki vita um tengsl Sverris við fíkniefni né að hann hefði komið þeim Orra Frey og Sverri í samband varðandi kaupin á kókaíninu. Síðustu árin hefur Guðlaugur dvalist um talsverðan tíma erlendis. Hann sagði fyrir dómnum í morgun að hann hefði meðal annars ferðast til Brasilíu og Spánar og eytt þar um sjö mánuðum á síðasta ári. Dómsmál Fíkniefnabrot Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Kókaínmálið: Halda hlífiskildi yfir meintum höfuðpaur Sakborningarnir í kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur halda allir hlífiskildi yfir Davíð Garðarsyni, sem sakaður er um að hafa skipulagt innflutninginn. Tveir sakborninganna breyttu framburði sínum verulega frá því í skýrslutökum lögreglu og fyrir dómi í dag. 15. júlí 2010 11:15 Játaði aðild að umfangsmiklum kókaíninnflutningi Jóhannes Mýrdal, einn sakborninganna í svokölluðu Spánarmáli, játaði sök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Jóhannesi var gefið að sök að hafa tekið að sér að flytja kókaín til landsins en hann var stöðvaður í Leifsstöð. 15. júlí 2010 11:03 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Einn af sakborningunum í kókaínmálinu staðfesti fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hann hefði haft samband við Sverri Þór Gunnarsson á Spáni. Sverrir var á upphafsstigum málsins talinn hafa staðið að kaupum efnisins á Spáni og er eftirlýstur af Europol. Guðlaugur Agnar Guðmundsson bar fyrir dómi í morgun að vinátta hans og Orra Freys Gíslasonar, en báðir eru þeir úr Hafnarfirði, væri á enda eftir að Orri Freyr bendlaði Guðlaug við málið í skýrslutökum hjá lögreglunni. „Við erum ekki vinir í dag," sagði Guðlaugur, sem ásamt Davíð Garðarsyni, er sakaður um að standa að skipulagningu og fjármögnun fíkniefnainnflutningsins. Fyrir dómnum kom fram að á nokkurra ára tímabili hefðu útgjöld Guðlaugar numið 20 milljón krónum en innkoma hans aðeins um 6 milljónum - en þeir peningar voru tryggingarbætur. Guðlaugur útskýrði fjárhagsstöðu sína þannig að hann hefði staðið í kaupum og sölum á mótorhjólum, hann hefði notað tryggingarféið til að lána vinum sínum á háum vöxtum, auk þess sem hann hefði verið duglegur að spila póker og stunda veðmál. Í skýrslutökum hjá lögreglum hélt Orri Freyr því fram að Guðlaugur hefði ásamt Sverri Þór Gunnarssyni átt hugmyndina að innflutningnum og hann hefði svo lagt 5000 evrur til verkefnisins. Sverrir Þór er þekkt nafn í tengslum við stór fíkniefnamál. Hann hlaut þungan dóm árið 2000 í Stóra fíkniefnamálinu eins og það var kallað og var í tengslum við þetta mál eftirlýstur af Europol. Ekki tókst hins vegar að sanna aðild hans að málinu og því var hann ekki ákærður. Guðlaugur játaði því að hafa lagt um 3 milljónir krónur inn á reikning Sverris Þórs síðustu jól og sagði þá hafa verið vini síðustu 4 ár. „Hann er skemmtilegur gamall kall og dálítið ruglaður," sagði Guðlaugur sem sagðist þó ekki vita um tengsl Sverris við fíkniefni né að hann hefði komið þeim Orra Frey og Sverri í samband varðandi kaupin á kókaíninu. Síðustu árin hefur Guðlaugur dvalist um talsverðan tíma erlendis. Hann sagði fyrir dómnum í morgun að hann hefði meðal annars ferðast til Brasilíu og Spánar og eytt þar um sjö mánuðum á síðasta ári.
Dómsmál Fíkniefnabrot Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Kókaínmálið: Halda hlífiskildi yfir meintum höfuðpaur Sakborningarnir í kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur halda allir hlífiskildi yfir Davíð Garðarsyni, sem sakaður er um að hafa skipulagt innflutninginn. Tveir sakborninganna breyttu framburði sínum verulega frá því í skýrslutökum lögreglu og fyrir dómi í dag. 15. júlí 2010 11:15 Játaði aðild að umfangsmiklum kókaíninnflutningi Jóhannes Mýrdal, einn sakborninganna í svokölluðu Spánarmáli, játaði sök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Jóhannesi var gefið að sök að hafa tekið að sér að flytja kókaín til landsins en hann var stöðvaður í Leifsstöð. 15. júlí 2010 11:03 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Kókaínmálið: Halda hlífiskildi yfir meintum höfuðpaur Sakborningarnir í kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur halda allir hlífiskildi yfir Davíð Garðarsyni, sem sakaður er um að hafa skipulagt innflutninginn. Tveir sakborninganna breyttu framburði sínum verulega frá því í skýrslutökum lögreglu og fyrir dómi í dag. 15. júlí 2010 11:15
Játaði aðild að umfangsmiklum kókaíninnflutningi Jóhannes Mýrdal, einn sakborninganna í svokölluðu Spánarmáli, játaði sök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Jóhannesi var gefið að sök að hafa tekið að sér að flytja kókaín til landsins en hann var stöðvaður í Leifsstöð. 15. júlí 2010 11:03