Kókaínmálið: Lagði 3 milljónir inn á reikning Íslendings á Spáni 15. júlí 2010 11:50 Guðlaugur Agnar Guðmundsson, lagði 3 milljónir inn á reikning Sverri Þórs Guðmundssonar á Spáni. Einn af sakborningunum í kókaínmálinu staðfesti fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hann hefði haft samband við Sverri Þór Gunnarsson á Spáni. Sverrir var á upphafsstigum málsins talinn hafa staðið að kaupum efnisins á Spáni og er eftirlýstur af Europol. Guðlaugur Agnar Guðmundsson bar fyrir dómi í morgun að vinátta hans og Orra Freys Gíslasonar, en báðir eru þeir úr Hafnarfirði, væri á enda eftir að Orri Freyr bendlaði Guðlaug við málið í skýrslutökum hjá lögreglunni. „Við erum ekki vinir í dag," sagði Guðlaugur, sem ásamt Davíð Garðarsyni, er sakaður um að standa að skipulagningu og fjármögnun fíkniefnainnflutningsins. Fyrir dómnum kom fram að á nokkurra ára tímabili hefðu útgjöld Guðlaugar numið 20 milljón krónum en innkoma hans aðeins um 6 milljónum - en þeir peningar voru tryggingarbætur. Guðlaugur útskýrði fjárhagsstöðu sína þannig að hann hefði staðið í kaupum og sölum á mótorhjólum, hann hefði notað tryggingarféið til að lána vinum sínum á háum vöxtum, auk þess sem hann hefði verið duglegur að spila póker og stunda veðmál. Í skýrslutökum hjá lögreglum hélt Orri Freyr því fram að Guðlaugur hefði ásamt Sverri Þór Gunnarssyni átt hugmyndina að innflutningnum og hann hefði svo lagt 5000 evrur til verkefnisins. Sverrir Þór er þekkt nafn í tengslum við stór fíkniefnamál. Hann hlaut þungan dóm árið 2000 í Stóra fíkniefnamálinu eins og það var kallað og var í tengslum við þetta mál eftirlýstur af Europol. Ekki tókst hins vegar að sanna aðild hans að málinu og því var hann ekki ákærður. Guðlaugur játaði því að hafa lagt um 3 milljónir krónur inn á reikning Sverris Þórs síðustu jól og sagði þá hafa verið vini síðustu 4 ár. „Hann er skemmtilegur gamall kall og dálítið ruglaður," sagði Guðlaugur sem sagðist þó ekki vita um tengsl Sverris við fíkniefni né að hann hefði komið þeim Orra Frey og Sverri í samband varðandi kaupin á kókaíninu. Síðustu árin hefur Guðlaugur dvalist um talsverðan tíma erlendis. Hann sagði fyrir dómnum í morgun að hann hefði meðal annars ferðast til Brasilíu og Spánar og eytt þar um sjö mánuðum á síðasta ári. Dómsmál Fíkniefnabrot Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Kókaínmálið: Halda hlífiskildi yfir meintum höfuðpaur Sakborningarnir í kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur halda allir hlífiskildi yfir Davíð Garðarsyni, sem sakaður er um að hafa skipulagt innflutninginn. Tveir sakborninganna breyttu framburði sínum verulega frá því í skýrslutökum lögreglu og fyrir dómi í dag. 15. júlí 2010 11:15 Játaði aðild að umfangsmiklum kókaíninnflutningi Jóhannes Mýrdal, einn sakborninganna í svokölluðu Spánarmáli, játaði sök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Jóhannesi var gefið að sök að hafa tekið að sér að flytja kókaín til landsins en hann var stöðvaður í Leifsstöð. 15. júlí 2010 11:03 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Einn af sakborningunum í kókaínmálinu staðfesti fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að hann hefði haft samband við Sverri Þór Gunnarsson á Spáni. Sverrir var á upphafsstigum málsins talinn hafa staðið að kaupum efnisins á Spáni og er eftirlýstur af Europol. Guðlaugur Agnar Guðmundsson bar fyrir dómi í morgun að vinátta hans og Orra Freys Gíslasonar, en báðir eru þeir úr Hafnarfirði, væri á enda eftir að Orri Freyr bendlaði Guðlaug við málið í skýrslutökum hjá lögreglunni. „Við erum ekki vinir í dag," sagði Guðlaugur, sem ásamt Davíð Garðarsyni, er sakaður um að standa að skipulagningu og fjármögnun fíkniefnainnflutningsins. Fyrir dómnum kom fram að á nokkurra ára tímabili hefðu útgjöld Guðlaugar numið 20 milljón krónum en innkoma hans aðeins um 6 milljónum - en þeir peningar voru tryggingarbætur. Guðlaugur útskýrði fjárhagsstöðu sína þannig að hann hefði staðið í kaupum og sölum á mótorhjólum, hann hefði notað tryggingarféið til að lána vinum sínum á háum vöxtum, auk þess sem hann hefði verið duglegur að spila póker og stunda veðmál. Í skýrslutökum hjá lögreglum hélt Orri Freyr því fram að Guðlaugur hefði ásamt Sverri Þór Gunnarssyni átt hugmyndina að innflutningnum og hann hefði svo lagt 5000 evrur til verkefnisins. Sverrir Þór er þekkt nafn í tengslum við stór fíkniefnamál. Hann hlaut þungan dóm árið 2000 í Stóra fíkniefnamálinu eins og það var kallað og var í tengslum við þetta mál eftirlýstur af Europol. Ekki tókst hins vegar að sanna aðild hans að málinu og því var hann ekki ákærður. Guðlaugur játaði því að hafa lagt um 3 milljónir krónur inn á reikning Sverris Þórs síðustu jól og sagði þá hafa verið vini síðustu 4 ár. „Hann er skemmtilegur gamall kall og dálítið ruglaður," sagði Guðlaugur sem sagðist þó ekki vita um tengsl Sverris við fíkniefni né að hann hefði komið þeim Orra Frey og Sverri í samband varðandi kaupin á kókaíninu. Síðustu árin hefur Guðlaugur dvalist um talsverðan tíma erlendis. Hann sagði fyrir dómnum í morgun að hann hefði meðal annars ferðast til Brasilíu og Spánar og eytt þar um sjö mánuðum á síðasta ári.
Dómsmál Fíkniefnabrot Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Kókaínmálið: Halda hlífiskildi yfir meintum höfuðpaur Sakborningarnir í kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur halda allir hlífiskildi yfir Davíð Garðarsyni, sem sakaður er um að hafa skipulagt innflutninginn. Tveir sakborninganna breyttu framburði sínum verulega frá því í skýrslutökum lögreglu og fyrir dómi í dag. 15. júlí 2010 11:15 Játaði aðild að umfangsmiklum kókaíninnflutningi Jóhannes Mýrdal, einn sakborninganna í svokölluðu Spánarmáli, játaði sök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Jóhannesi var gefið að sök að hafa tekið að sér að flytja kókaín til landsins en hann var stöðvaður í Leifsstöð. 15. júlí 2010 11:03 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Kókaínmálið: Halda hlífiskildi yfir meintum höfuðpaur Sakborningarnir í kókaínmálinu sem nú er til aðalmeðferðar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur halda allir hlífiskildi yfir Davíð Garðarsyni, sem sakaður er um að hafa skipulagt innflutninginn. Tveir sakborninganna breyttu framburði sínum verulega frá því í skýrslutökum lögreglu og fyrir dómi í dag. 15. júlí 2010 11:15
Játaði aðild að umfangsmiklum kókaíninnflutningi Jóhannes Mýrdal, einn sakborninganna í svokölluðu Spánarmáli, játaði sök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Jóhannesi var gefið að sök að hafa tekið að sér að flytja kókaín til landsins en hann var stöðvaður í Leifsstöð. 15. júlí 2010 11:03