NBA: Kobe Bryant sá til þess að Los Angeles Lakers er komið í 2-0 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. apríl 2010 09:00 Kobe Bryant og Pau Gasol fagna körfu í nótt. Mynd/AP Los Angeles Lakers, Boston Celtics og Atlanta komust í nótt öll í 2-0 í einvígum sínum í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og Steve Nash og félagar í Phoenix Suns svöruðu fyrir tap á heimavelli í fyrsta leik með því að bursta lið Portland Trail Blazers og jafna einvígið í 1-1.Kobe Bryant skoraði 39 stig og bar upp leik sinna manna í fjórða leikhlutanum þegar Los Angeles Lakers vann 95-92 sigur á Oklahoma City Thunder og tók þar með 2-0 forustu í einvíginu. Hið unga liða Oklahoma City sýndi allt annan og betri leik en í fyrsta leiknum og komst meðal annars þrisvar yfir í lokaleikhlutanum. Kobe Bryant hitti úr 12 af 14 vítum sínum og 12 af 28 skotum utan af velli. Pau Gasol var með 25 stig og 12 fráköst hjá Lakers. Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Thunder og Russell Westbrook var með 19 stig.Boston Celtics vann 106-77 á Miami Heat og saknaði ekki mikið Kevin Garnett sem tók út leikbann fyrir að gefa Quentin Richardson vænt olnbogaskot í leik eitt. Glen Davis kom inn í byrjunarlið Boston í staðinn og var með 23 stig og 8 fráköst. Ray Allen skoraði 25 stig fyrir Boston en Dwyane Wade var með 29 stig fyrir Miami. Boston er þar með komið 2-0 yfir í einvíginu.Joe Johnson skoraði 27 stig og Josh Smith (21 stig, 14 fráköst, 9 stoðsendingar) var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu þegar Atlanta Hawks vann 96-86 sigur á Milwaukee Bucks og komst 2-0 yfir í einvíginu. Þetta var í fyrsta sinn sem Atlanta kemst 2-0 yfir í einvígi síðan 1970. Al Horford var líka með 20 stig, 10 fráköst og 3 varin skot hjá Atlanta en John Salmons skoraði mest fyrir Bucks eða 2 stig. Nýliðinn Brandon Jennings sem skoraði 34 stig í leik eitt var aðeins með 9 stig en hann hitti aðeins úr 3 af 15 skotum sínum.Phoenix Suns svaraði óvæntu heimatapi í fyrsta leik á móti Portland Trail Blazers með því að bursta Portland með 29 stigum, 119-90, í leik tvö í nótt. " Gömlu" mennirnir voru í miklu stuði hjá Suns, Jason Richardson skoraði 29 stig, Grant Hill bætti við 20 stigum (hitti úr 10 af 11 skotum) og Steve Nash var með 13 stig og 16 stoðsendingar. Amare Stoudemire skoraði síðan 18 stig en enginn byrjunarliðsmanna Phoenix spilaði í fjórða og síðasta leikhlutanum. Martell Webster skoraði mest fyrir Portland eða 16 stig.Úrslitin í nótt, staðan í einvígunum og næsti leikur: Atlanta Hawks-Milwaukee Bucks 96-86 (Staðan er 2-0, næsti leikur í Milwaukee á laugardag) Boston Celtics-Miami Heat 106-77 (Staðan er 2-0, næsti leikur í Miami á föstudag) Phoenix Suns-Portland Trail Blazers 119-90 (Staðan er 1-1, næsti leikur í Portland á morgun) Los Angeles Lakers-Oklahoma City Thunder 95-92 (Staðan er 2-0, næsti leikur í Oklahoma City á morgun) NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira
Los Angeles Lakers, Boston Celtics og Atlanta komust í nótt öll í 2-0 í einvígum sínum í fyrstu umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta og Steve Nash og félagar í Phoenix Suns svöruðu fyrir tap á heimavelli í fyrsta leik með því að bursta lið Portland Trail Blazers og jafna einvígið í 1-1.Kobe Bryant skoraði 39 stig og bar upp leik sinna manna í fjórða leikhlutanum þegar Los Angeles Lakers vann 95-92 sigur á Oklahoma City Thunder og tók þar með 2-0 forustu í einvíginu. Hið unga liða Oklahoma City sýndi allt annan og betri leik en í fyrsta leiknum og komst meðal annars þrisvar yfir í lokaleikhlutanum. Kobe Bryant hitti úr 12 af 14 vítum sínum og 12 af 28 skotum utan af velli. Pau Gasol var með 25 stig og 12 fráköst hjá Lakers. Kevin Durant skoraði 32 stig fyrir Thunder og Russell Westbrook var með 19 stig.Boston Celtics vann 106-77 á Miami Heat og saknaði ekki mikið Kevin Garnett sem tók út leikbann fyrir að gefa Quentin Richardson vænt olnbogaskot í leik eitt. Glen Davis kom inn í byrjunarlið Boston í staðinn og var með 23 stig og 8 fráköst. Ray Allen skoraði 25 stig fyrir Boston en Dwyane Wade var með 29 stig fyrir Miami. Boston er þar með komið 2-0 yfir í einvíginu.Joe Johnson skoraði 27 stig og Josh Smith (21 stig, 14 fráköst, 9 stoðsendingar) var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu þegar Atlanta Hawks vann 96-86 sigur á Milwaukee Bucks og komst 2-0 yfir í einvíginu. Þetta var í fyrsta sinn sem Atlanta kemst 2-0 yfir í einvígi síðan 1970. Al Horford var líka með 20 stig, 10 fráköst og 3 varin skot hjá Atlanta en John Salmons skoraði mest fyrir Bucks eða 2 stig. Nýliðinn Brandon Jennings sem skoraði 34 stig í leik eitt var aðeins með 9 stig en hann hitti aðeins úr 3 af 15 skotum sínum.Phoenix Suns svaraði óvæntu heimatapi í fyrsta leik á móti Portland Trail Blazers með því að bursta Portland með 29 stigum, 119-90, í leik tvö í nótt. " Gömlu" mennirnir voru í miklu stuði hjá Suns, Jason Richardson skoraði 29 stig, Grant Hill bætti við 20 stigum (hitti úr 10 af 11 skotum) og Steve Nash var með 13 stig og 16 stoðsendingar. Amare Stoudemire skoraði síðan 18 stig en enginn byrjunarliðsmanna Phoenix spilaði í fjórða og síðasta leikhlutanum. Martell Webster skoraði mest fyrir Portland eða 16 stig.Úrslitin í nótt, staðan í einvígunum og næsti leikur: Atlanta Hawks-Milwaukee Bucks 96-86 (Staðan er 2-0, næsti leikur í Milwaukee á laugardag) Boston Celtics-Miami Heat 106-77 (Staðan er 2-0, næsti leikur í Miami á föstudag) Phoenix Suns-Portland Trail Blazers 119-90 (Staðan er 1-1, næsti leikur í Portland á morgun) Los Angeles Lakers-Oklahoma City Thunder 95-92 (Staðan er 2-0, næsti leikur í Oklahoma City á morgun)
NBA Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Sjá meira