Besti flokkurinn hefur alla burði til að ná langt 26. mars 2010 19:31 Besti flokkurinn, flokkur Jóns Gnarr, virðist sópa til sín atkvæðum óánægðra kjósenda í borginni. Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands telur að flokkurinn hafa alla burði til að ná langt í komandi kosningum. Besti flokkurinn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun. Flokkurinn mælist nú með nærri þrettán prósenta fylgi. Sjálfstæðiflokkur, Samfylking og Vinstri grænir halda sínum borgarfulltrúum en Framsókn og Frjálslyndi flokkurinn koma ekki manni að. Könnunin náði til 800 borgarbúa en um 480 tóku afstöðu eða um 60 prósent. Magnús Árni Magnússon, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ, segir tíðindi felast í því að núverandi meirihluti sé fallinn. Einnig að þrátt fyrir gott gengi í skoðanakönnunum á landsvísu nái Sjálfstæðisflokkurinn ekki að endurheimta stöðu sína sem meirihlutaflokkur í Reykjavík. Magnús segir að ríkisstjórnarflokkarnir geti vel við unað og þá komi árangur Besta flokksins á óvart. Hann telur að flokkurinn geti náð góðum árangri í komandi kosningum enda sé listi flokksins skipaður þjóðkunnum einstaklingum. „Það getur vel verið að fólk treysti þessum einstaklingum þó svo þeir séu í einhverskonar hlutverki í þessari kosningabaráttu,“ segir Magnús. Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, segir að ekki sé um grínframboð að ræða en flokkurinn hefur það meðal annars á stefnuskrá að fá ísbjörn í Húsdýragarðinn og setja upp tollahlið við Seltjarnarnes. Eru þetta mál sem að samfélagið þarf á að halda einmitt núna þegar við erum að ganga í gegnum eina mestu efnahagskreppu seinni tíma? „Já, tvímælalaust. Við getum ekki bara endalaust horft á fréttir og fylgst með þessum leiðindum. Við verðum líka að geta farið í Húsdýragarðinn, slakað á og horft á ísbjörn,“ segir Jón. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Besti flokkurinn nær tveimur mönnum inn Besti flokkurinn fengi 12,7 prósenta fylgi og tvo borgarfulltrúa yrði kosið til borgarstjórnar Reykjavíkur í dag samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. 26. mars 2010 06:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Besti flokkurinn, flokkur Jóns Gnarr, virðist sópa til sín atkvæðum óánægðra kjósenda í borginni. Forstöðumaður Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands telur að flokkurinn hafa alla burði til að ná langt í komandi kosningum. Besti flokkurinn fær tvo borgarfulltrúa samkvæmt könnun Fréttablaðsins sem birt var í morgun. Flokkurinn mælist nú með nærri þrettán prósenta fylgi. Sjálfstæðiflokkur, Samfylking og Vinstri grænir halda sínum borgarfulltrúum en Framsókn og Frjálslyndi flokkurinn koma ekki manni að. Könnunin náði til 800 borgarbúa en um 480 tóku afstöðu eða um 60 prósent. Magnús Árni Magnússon, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ, segir tíðindi felast í því að núverandi meirihluti sé fallinn. Einnig að þrátt fyrir gott gengi í skoðanakönnunum á landsvísu nái Sjálfstæðisflokkurinn ekki að endurheimta stöðu sína sem meirihlutaflokkur í Reykjavík. Magnús segir að ríkisstjórnarflokkarnir geti vel við unað og þá komi árangur Besta flokksins á óvart. Hann telur að flokkurinn geti náð góðum árangri í komandi kosningum enda sé listi flokksins skipaður þjóðkunnum einstaklingum. „Það getur vel verið að fólk treysti þessum einstaklingum þó svo þeir séu í einhverskonar hlutverki í þessari kosningabaráttu,“ segir Magnús. Jón Gnarr, oddviti Besta flokksins, segir að ekki sé um grínframboð að ræða en flokkurinn hefur það meðal annars á stefnuskrá að fá ísbjörn í Húsdýragarðinn og setja upp tollahlið við Seltjarnarnes. Eru þetta mál sem að samfélagið þarf á að halda einmitt núna þegar við erum að ganga í gegnum eina mestu efnahagskreppu seinni tíma? „Já, tvímælalaust. Við getum ekki bara endalaust horft á fréttir og fylgst með þessum leiðindum. Við verðum líka að geta farið í Húsdýragarðinn, slakað á og horft á ísbjörn,“ segir Jón.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Besti flokkurinn nær tveimur mönnum inn Besti flokkurinn fengi 12,7 prósenta fylgi og tvo borgarfulltrúa yrði kosið til borgarstjórnar Reykjavíkur í dag samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. 26. mars 2010 06:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Besti flokkurinn nær tveimur mönnum inn Besti flokkurinn fengi 12,7 prósenta fylgi og tvo borgarfulltrúa yrði kosið til borgarstjórnar Reykjavíkur í dag samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gærkvöldi. 26. mars 2010 06:00