Serena og Zvonareva mætast í úrslitum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júlí 2010 09:00 Serena Williams á möguleika á að vinna sinn fjórða meistaratitil á Wimbledon. Nordic Photos / Getty Images Það verða Serena Williams frá Bandaríkjunum og Vera Zvonareva frá Rússlandi sem mætast í úrslitum einliðaleiks kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis. Serena er í efsta sæti heimslistans í tennis og hafði betur gegn Tékkanum Petra Kvitova í undanúrslitum í gær, 7-6 og 6-2. Serena hefur enn ekki tapað setti á mótinu og verður að teljast afar sigurstrangleg í úrslitaleiknum á morgun. Hún hefur unnið tólf sinnum á stórmótum á ferlinum, þar af þrisvar á Wimbledon. Þetta er í þriðja árið í röð sem hún kemst í úrslitaleikinn en hún fagnaði sigri á mótinu í fyrra. Zvonareva er nú að keppa til úrslita á stórmóti í fyrsta sinn á ferlinum. Hún hafði betur gegn Tsvetana Pironkova frá Búlgaríu í sinni undanúrslitaviðureign í gær, 3-6, 6-3, 6-2. Pironkova hafði slegið út systur Serenu, Venus Williams, í fjórðungsúrslitum. Í dag fara fram undanúrslitin í einliðaleik karla og má búast við mikilli spennu í báðum viðureignum. Tomas Berdych frá Tékklandi mætir Serbanum Novak Djokovic sem er í þriðja sæti heimslistans. Berdych gerði sér lítið fyrir og sló út efsta mann heimslistans, Roger Federer, í fjórðungsúrslitunum. Í hinni viðureigninni mætast Bretinn Andy Murray og Rafael Nadal frá Spáni. Bretar binda miklar vonir við Murray en síðasti Bretinn sem komst í úrslit á Wimbledon var Bunny Austin árið 1938. Sá síðasti sem vann var Fred Perry tveimur árum áður. Erlendar Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Það verða Serena Williams frá Bandaríkjunum og Vera Zvonareva frá Rússlandi sem mætast í úrslitum einliðaleiks kvenna á Wimbledon-mótinu í tennis. Serena er í efsta sæti heimslistans í tennis og hafði betur gegn Tékkanum Petra Kvitova í undanúrslitum í gær, 7-6 og 6-2. Serena hefur enn ekki tapað setti á mótinu og verður að teljast afar sigurstrangleg í úrslitaleiknum á morgun. Hún hefur unnið tólf sinnum á stórmótum á ferlinum, þar af þrisvar á Wimbledon. Þetta er í þriðja árið í röð sem hún kemst í úrslitaleikinn en hún fagnaði sigri á mótinu í fyrra. Zvonareva er nú að keppa til úrslita á stórmóti í fyrsta sinn á ferlinum. Hún hafði betur gegn Tsvetana Pironkova frá Búlgaríu í sinni undanúrslitaviðureign í gær, 3-6, 6-3, 6-2. Pironkova hafði slegið út systur Serenu, Venus Williams, í fjórðungsúrslitum. Í dag fara fram undanúrslitin í einliðaleik karla og má búast við mikilli spennu í báðum viðureignum. Tomas Berdych frá Tékklandi mætir Serbanum Novak Djokovic sem er í þriðja sæti heimslistans. Berdych gerði sér lítið fyrir og sló út efsta mann heimslistans, Roger Federer, í fjórðungsúrslitunum. Í hinni viðureigninni mætast Bretinn Andy Murray og Rafael Nadal frá Spáni. Bretar binda miklar vonir við Murray en síðasti Bretinn sem komst í úrslit á Wimbledon var Bunny Austin árið 1938. Sá síðasti sem vann var Fred Perry tveimur árum áður.
Erlendar Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira