Jón Ásgeir yfirheyrður „kannski seinna" Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. nóvember 2010 18:56 Ekki hafa verið teknar skýrslur af neinum stórlöxum í Glitnis-málinu, aðeins starfsmönnum bankans. Fyrrverandi stjórnarformenn hafa ekki verið yfirheyrðir. Jón Ásgeir hefur ekki verið yfirheyrður, bauð fram aðstoð sína við rannsóknina í gær en var neitað en fékk þau svör að hann yrði kannski yfirheyrður. Sérstakur saksóknari hefur ekki tekið þá Þorstein M. Jónsson og Þorstein Má Baldvinsson, sem voru stjórnarformenn Glitnis banka, þegar meint brot áttu sér stað til yfirheyrslu. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, kemur til landsins á morgun frá Lundúnum til að mæta í skýrslutöku, en húsleit var gerð á heimili hans í gær, en ekkert var haldlagt. Húsleit var gerð á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 Hóteli í gær vegna rannsóknar á lánveitingum til félagsins 101 Capital. Hann segir að þau gögn sem hafi verið haldlögð tengist félaginu ekki neitt og tengist öðrum félögum á sínum vegum. Þá segist hann hafa boðist til að ræða við sérstakan saksóknara en verið hafnað en fengið þau svör að hann yrði kannski boðaður í skýrslutöku síðar. Öll málin sem eru til rannsóknar hafa verið til umfjöllunar áður, en þau eru grundvöllur einkamáls sem þrotabú Glitnis hefur höfðað í New York, að undanskildum kaupum sjóðs á vegum Glitnis á skuldabréfi sem gefið var út af félaginu Stím ehf. en sjóðurinn keypti skuldabréfið af Saga Capital á milljarð króna í agúst 2008. Í nokkrum tilvikum voru fyrirmæli vegna meintra brota sem eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara gefin af öðrum en þeim sem stóðu í viðskiptunum og báru á þeim ábyrgð. Tökum sem dæmi. Endanleg útfærsla á lánveitingu til félagsins FS-38 ehf. upp á sex milljarða króna í júní 2008 til að kaupa félagið Aurum Holding Ltd. af Fons var til komin vegna tölvupósts sem Jón Ásgeir sendi á Bjarna Jóhannsson, viðskiptastjóra hjá Glitni, Lárus Welding og Pálma Haraldsson. Grunur leikur að þetta lán falli undir umboðssvik sem er hegningarlagabrot sem varðar allt að sex ára fangelsi. Jón Ásgeir ber hins vegar ekki ábyrgð á lánveitingunni og Lárusi var aldrei skylt að fara eftir fyrirmælunum því Jón Ásgeir var ekki yfirmaður hans og ekki í stjórn Glitnis, en æðsta ákvörðunarvald hjá hlutafélagi milli aðalfunda liggur hjá stjórn þess og forstjóra. Jón Ásgeir hefur hafnað því að hafa beitt Lárus þrýstingi. Bjarni Jóhannsson var sem kunnugt er handtekinn í gær og yfirheyrður af sérstökum saksóknara. Tölvupóstur Jóns Ásgeirs er meðal gagna í einkamáli sem slitastjórn Glitnis hefur höfðað vegna lánveitingarinnar. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná tali af Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, en hann svaraði ekki skilaboðum fréttastofu. Aurum Holding málið Stím málið Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Ekki hafa verið teknar skýrslur af neinum stórlöxum í Glitnis-málinu, aðeins starfsmönnum bankans. Fyrrverandi stjórnarformenn hafa ekki verið yfirheyrðir. Jón Ásgeir hefur ekki verið yfirheyrður, bauð fram aðstoð sína við rannsóknina í gær en var neitað en fékk þau svör að hann yrði kannski yfirheyrður. Sérstakur saksóknari hefur ekki tekið þá Þorstein M. Jónsson og Þorstein Má Baldvinsson, sem voru stjórnarformenn Glitnis banka, þegar meint brot áttu sér stað til yfirheyrslu. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri bankans, kemur til landsins á morgun frá Lundúnum til að mæta í skýrslutöku, en húsleit var gerð á heimili hans í gær, en ekkert var haldlagt. Húsleit var gerð á skrifstofu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar á 101 Hóteli í gær vegna rannsóknar á lánveitingum til félagsins 101 Capital. Hann segir að þau gögn sem hafi verið haldlögð tengist félaginu ekki neitt og tengist öðrum félögum á sínum vegum. Þá segist hann hafa boðist til að ræða við sérstakan saksóknara en verið hafnað en fengið þau svör að hann yrði kannski boðaður í skýrslutöku síðar. Öll málin sem eru til rannsóknar hafa verið til umfjöllunar áður, en þau eru grundvöllur einkamáls sem þrotabú Glitnis hefur höfðað í New York, að undanskildum kaupum sjóðs á vegum Glitnis á skuldabréfi sem gefið var út af félaginu Stím ehf. en sjóðurinn keypti skuldabréfið af Saga Capital á milljarð króna í agúst 2008. Í nokkrum tilvikum voru fyrirmæli vegna meintra brota sem eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara gefin af öðrum en þeim sem stóðu í viðskiptunum og báru á þeim ábyrgð. Tökum sem dæmi. Endanleg útfærsla á lánveitingu til félagsins FS-38 ehf. upp á sex milljarða króna í júní 2008 til að kaupa félagið Aurum Holding Ltd. af Fons var til komin vegna tölvupósts sem Jón Ásgeir sendi á Bjarna Jóhannsson, viðskiptastjóra hjá Glitni, Lárus Welding og Pálma Haraldsson. Grunur leikur að þetta lán falli undir umboðssvik sem er hegningarlagabrot sem varðar allt að sex ára fangelsi. Jón Ásgeir ber hins vegar ekki ábyrgð á lánveitingunni og Lárusi var aldrei skylt að fara eftir fyrirmælunum því Jón Ásgeir var ekki yfirmaður hans og ekki í stjórn Glitnis, en æðsta ákvörðunarvald hjá hlutafélagi milli aðalfunda liggur hjá stjórn þess og forstjóra. Jón Ásgeir hefur hafnað því að hafa beitt Lárus þrýstingi. Bjarni Jóhannsson var sem kunnugt er handtekinn í gær og yfirheyrður af sérstökum saksóknara. Tölvupóstur Jóns Ásgeirs er meðal gagna í einkamáli sem slitastjórn Glitnis hefur höfðað vegna lánveitingarinnar. Fréttastofa reyndi ítrekað að ná tali af Lárusi Welding, fyrrverandi forstjóra Glitnis, en hann svaraði ekki skilaboðum fréttastofu.
Aurum Holding málið Stím málið Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira