Eimskip getur ekki tapað á siglingunum 18. ágúst 2010 06:00 Kristín H. Sigurbjörnsdóttir Samkvæmt „opinni bók", samkomulagi Eimskips og ríkisins sem gildir til 1. september á næsta ári, greiðir Vegagerðin mismun gjalda og tekna af siglingum Herjólfs til Eyja. Þetta þýðir að ríkið greiðir það sem Eimskip vantar upp á til að reksturinn standi á núlli. Eimskip fær fasta summu í þóknun og getur því ekki tapað á framtakinu. Þetta staðfestir Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Áður greiddi Vegagerðin ákveðið verð fyrir hverja ferð, samkvæmt útboði. En siglingar á nýju leiðinni voru ekki boðnar út. „Það hefði verið erfitt að bjóða þetta út, því við höfum ekki reynslu af nýju leiðinni. Eimskip var með samning um að sigla til Þorlákshafnar og það var ákveðið að semja svona frekar en að fara að semja í óvissu og fá eitthvert rugltilboð," segir Kristín. Þar sem farið var að nýta nýju höfnina áður en gamli samningurinn við Eimskip rann út hefði hugsanlega þurft að kaupa skipafélagið út úr honum með tilheyrandi kostnaði. Kristín segir þó að með þessari tilhögun sé ekki verið að afhenda Eimskipafélaginu opið tékkhefti. „Við munum auðvitað ekki samþykkja hvað sem er. Það er búið að setja niður ramma sem við miðum við og er negldur niður á fasta liði. Ef sú áætlun fer úr böndunum þá getum við rakið hvers vegna það er. En stærsti óvissuþátturinn er tekjumyndunin, það er að segja hversu margir koma til með að nýta sér þjónustuna," segir hún. Eins og komið hefur fram í blaðinu gæti svo farið að ríkið hagnist á nýja fyrirkomulaginu. Nú þegar hafa fleiri siglt með Herjólfi frá Landeyjahöfn en gert var ráð fyrir. - kóþ Fréttir Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
Samkvæmt „opinni bók", samkomulagi Eimskips og ríkisins sem gildir til 1. september á næsta ári, greiðir Vegagerðin mismun gjalda og tekna af siglingum Herjólfs til Eyja. Þetta þýðir að ríkið greiðir það sem Eimskip vantar upp á til að reksturinn standi á núlli. Eimskip fær fasta summu í þóknun og getur því ekki tapað á framtakinu. Þetta staðfestir Kristín H. Sigurbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Áður greiddi Vegagerðin ákveðið verð fyrir hverja ferð, samkvæmt útboði. En siglingar á nýju leiðinni voru ekki boðnar út. „Það hefði verið erfitt að bjóða þetta út, því við höfum ekki reynslu af nýju leiðinni. Eimskip var með samning um að sigla til Þorlákshafnar og það var ákveðið að semja svona frekar en að fara að semja í óvissu og fá eitthvert rugltilboð," segir Kristín. Þar sem farið var að nýta nýju höfnina áður en gamli samningurinn við Eimskip rann út hefði hugsanlega þurft að kaupa skipafélagið út úr honum með tilheyrandi kostnaði. Kristín segir þó að með þessari tilhögun sé ekki verið að afhenda Eimskipafélaginu opið tékkhefti. „Við munum auðvitað ekki samþykkja hvað sem er. Það er búið að setja niður ramma sem við miðum við og er negldur niður á fasta liði. Ef sú áætlun fer úr böndunum þá getum við rakið hvers vegna það er. En stærsti óvissuþátturinn er tekjumyndunin, það er að segja hversu margir koma til með að nýta sér þjónustuna," segir hún. Eins og komið hefur fram í blaðinu gæti svo farið að ríkið hagnist á nýja fyrirkomulaginu. Nú þegar hafa fleiri siglt með Herjólfi frá Landeyjahöfn en gert var ráð fyrir. - kóþ
Fréttir Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði