Skemmdir vegna flóðanna minni en óttast var í fyrstu 15. apríl 2010 06:00 MYND/Vilhelm Flóð ruddu sér leið undan norðan- og sunnanverðum Eyjafjallajökli eftir að öflugt eldgos hófst í gær. Um tíma var óttast að skemmdir yrðu miklar en flóðin rénuðu fyrr en áætlað var. Mannshöndin hafði einnig sitt að segja. Skemmdir vegna flóða í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli í gær urðu minni en óttast var framan af degi. Engu að síður er fyrsta mat þeirra sem gerst þekkja að fjárhagstjón nemi á annað hundrað milljónir króna. Flóðið sem braust undan Gígjökli í norðanverðum jöklinum í gærmorgun vann sig á tveimur klukkustundum niður farveg Markarfljóts og að þjóðvegi 1. Miklar líkur voru taldar á því að ný brú yfir fljótið myndi ekki þola átökin. Flóðin rénuðu hins vegar fyrr en ætlað var og starfsmaður verktakafyrirtækisins Suðurvers, sem vinnur að framkvæmdum við Landeyjahöfn, gróf fjórar rásir í veginn. Er það talið hafa bjargað brúnni. Landeyjahöfn var aldrei í hættu. Víðir Reynisson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að skemmdirnar séu því mun minni en óttast var. „Ég tel þó víst að skemmdirnar eftir daginn losi hundrað milljónir. Það er vel sloppið þar sem áætlanir viðlagatrygginga reikna með að gos sem þetta undir Eyjafjallajökli geti valdið skemmdum fyrir átján milljarða króna." Helstu skemmdirnar eru á þjóðveginum en einnig á vegi í átt að Þórsmörk. Grjótlager Suðurvers er umflotinn og óvíst hversu mikið af honum hefur tapast. Víðir segir að greinilegar skemmdir hafi orðið á flóðagörðum á öllu svæðinu, en sérstaklega næst Markarfljótsbrúnni. „Þetta eru gömul mannvirki en þau stóðu sig vel. Það er líka athyglisvert að gamla brúin yfir fljótið stendur en ástand hennar kemur ekki í ljós strax. Undirstöður hennar gætu hafa farið illa og þá gæti hún fallið." Brúin yfir Svaðbælisá stóðst þrýsting flóðsins sem kom úr sunnanverðum jöklinum, en til greina kom að grafa veginn í sundur til að hlífa henni líkt og gert var vestar á þjóðveginum. Víðir segir að þeir sem urðu fyrir mestu tjóni af þeim sem búa á svæðinu hafi verið bændur á Þorvaldseyri og Önundarhorni. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist hafa sloppið vel þegar allt kom til alls. „Allar leiðslur fyrir rafmagn, vatn og hita eru farnar. Það hefur ekkert vatn farið inn á ræktuð tún hjá mér en 400 metrar af flóðavarnargörðum eru farnir. Það vatnaði yfir þá sem stóðu svo þeir gætu verið skemmdir." Ólafur og fjölskylda sofa í Varmahlíð í nótt. Á morgun á hann von á jarðýtu til að styrkja varnargarða og ýta upp nýjum. „En ég er hræddastur við öskuna ef gýs lengi. Þá erum við illa sett hér á þessu svæði." svavar@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira
Flóð ruddu sér leið undan norðan- og sunnanverðum Eyjafjallajökli eftir að öflugt eldgos hófst í gær. Um tíma var óttast að skemmdir yrðu miklar en flóðin rénuðu fyrr en áætlað var. Mannshöndin hafði einnig sitt að segja. Skemmdir vegna flóða í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli í gær urðu minni en óttast var framan af degi. Engu að síður er fyrsta mat þeirra sem gerst þekkja að fjárhagstjón nemi á annað hundrað milljónir króna. Flóðið sem braust undan Gígjökli í norðanverðum jöklinum í gærmorgun vann sig á tveimur klukkustundum niður farveg Markarfljóts og að þjóðvegi 1. Miklar líkur voru taldar á því að ný brú yfir fljótið myndi ekki þola átökin. Flóðin rénuðu hins vegar fyrr en ætlað var og starfsmaður verktakafyrirtækisins Suðurvers, sem vinnur að framkvæmdum við Landeyjahöfn, gróf fjórar rásir í veginn. Er það talið hafa bjargað brúnni. Landeyjahöfn var aldrei í hættu. Víðir Reynisson, hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að skemmdirnar séu því mun minni en óttast var. „Ég tel þó víst að skemmdirnar eftir daginn losi hundrað milljónir. Það er vel sloppið þar sem áætlanir viðlagatrygginga reikna með að gos sem þetta undir Eyjafjallajökli geti valdið skemmdum fyrir átján milljarða króna." Helstu skemmdirnar eru á þjóðveginum en einnig á vegi í átt að Þórsmörk. Grjótlager Suðurvers er umflotinn og óvíst hversu mikið af honum hefur tapast. Víðir segir að greinilegar skemmdir hafi orðið á flóðagörðum á öllu svæðinu, en sérstaklega næst Markarfljótsbrúnni. „Þetta eru gömul mannvirki en þau stóðu sig vel. Það er líka athyglisvert að gamla brúin yfir fljótið stendur en ástand hennar kemur ekki í ljós strax. Undirstöður hennar gætu hafa farið illa og þá gæti hún fallið." Brúin yfir Svaðbælisá stóðst þrýsting flóðsins sem kom úr sunnanverðum jöklinum, en til greina kom að grafa veginn í sundur til að hlífa henni líkt og gert var vestar á þjóðveginum. Víðir segir að þeir sem urðu fyrir mestu tjóni af þeim sem búa á svæðinu hafi verið bændur á Þorvaldseyri og Önundarhorni. Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvaldseyri, segist hafa sloppið vel þegar allt kom til alls. „Allar leiðslur fyrir rafmagn, vatn og hita eru farnar. Það hefur ekkert vatn farið inn á ræktuð tún hjá mér en 400 metrar af flóðavarnargörðum eru farnir. Það vatnaði yfir þá sem stóðu svo þeir gætu verið skemmdir." Ólafur og fjölskylda sofa í Varmahlíð í nótt. Á morgun á hann von á jarðýtu til að styrkja varnargarða og ýta upp nýjum. „En ég er hræddastur við öskuna ef gýs lengi. Þá erum við illa sett hér á þessu svæði." svavar@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Sjá meira