Hægt að krefjast gæsluvarðhalds yfir fyrrverandi ráðherrum Ingimar Karl Helgason skrifar 19. september 2010 18:54 Alþingi þarf að velja sérstakan saksóknara, verði fyrrverandi ráðherrar ákærðir, og munu fimm Alþingismenn taka þátt í saksókninni. Þá getur Landsdómur krafist gæsluvarðhalds yfir þeim sem ákærðir eru og og látið gera hjá þeim húsleit. Kveðið er á um Landsdóm í stjórnarskrá Lýðveldisins. Þar segir í fjórtándu grein: Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál. Hingað til hefur lögum um landsdóm aldrei verið beitt, en nú kynni að verða breyting á. Meirihluti Atlanefndar, þingmannanefndarinnar sem fór yfir Rannsóknarskýrslu Alþingis, vill að ráðherrar verði ákærðir fyrir vanrækslu í aðdraganda efnahagshrunsins. Vinstri-grænir, framsóknarmenn og þingmenn Hreyfingarinnar, vilja ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra og formann Samfylkingarinnar. Þingmenn þess flokks, í Atlanefndinni, vilja ekki ákæra Björgvin og sjálfstæðismenn vilja ekki ákæra neinn. Fimmtán sitja í Landsdómi; fimm reyndustu hæstaréttardómararnir, dómstjórinn í Reykjavík, prófessor í stjórnskipunarrétti, og svo átta dómendur sem alþingi kýs hlutfallskosningu, og eru skipaðir til sex ára í senn. Síðast var skipað fyrir fimm árum, og þá voru valdahlutföll í þinginu önnur en nú. En yrði ákveðið að ákæra. Hvernig ætti þetta að fara fram? Alþingi þarf að álykta um saksókn og þarf meirihluti þingmanna að vera að baki henni. Ákæruatriði eiga að koma þar fram. En svo þarf að sækja málið. Alþingi kýs sér saksóknara en honum til aðstoðar á að vera nefnd fimm þingmanna, sem kosnir skulu hlutfallskosningu. Saksóknarinn á að undirbúa gagnasöfnun og leita allra fáanlegra sannanna fyrir ákæruatriðum. Landsdómur sjálfur, á að skipa hinum ákærðu verjanda og á við val á honum að fara eftir óskum ákærða; mæli ekkert á móti því. Landsdóminn á að halda í heyrand hljóði, en hann má samt ákveða að loka þinghaldi - telji hann sérstakar ástæður til þess. Slíkt kynni að varða samskipti við erlend ríki eða hagsmuni ríkisins, segir í lögunum. Yrði ákveðið að loka þinghaldi, getur dómurinn bannað verjendum að ræða það sem þar fer fram. En það er ýmislegt fleira í lögum um Landsdóm; hann hefur umtalsverð völd. Til að mynda getur hann ákveðið að láta gera húsleik hjá ákærðu eða að úrskurða þá sem ákærðir eru í gæsluvarðhald; þetta gerir dómurinn raunar ekki nema hann fái tilmæli frá saksóknara Alþingis og að allt þetta fullnægi skilyrðum laga um sakamál. Réttarhaldið á svo að fara fram eins og við er að búast. Saksóknarinn gerir grein fyrir málsatvikum og sakargögnum. Svo eru hinir ákærðu spurðir; það geta saksóknari, verjendur og dómararnir gert. Þá er líka hægt að kalla vitni fyrir dóminn, en neiti vitni að svara, án þess að hafa til þess lögmætar ástæður, þá getur landsdómurinn sektað viðkomandi eða dæmt hann í allt að hálfs árs fangelsi. Og ef svo fer að fyrrverandi ráðherra verður sakfelldur,. þá getur hann áfrýjað og landsdómur getur tekið málið hans til meðferðar aftur, ef fram koma gögn, sem talin eru að geti leitt til sýknu eða sakfellingar fyrir minna brot. En hvar ætti réttarhaldið að fara fram? Húsnæði Hæstaréttar kæmi kannski til greina; en fréttastofu er sagt að það rúmi ekki þessa starfsemi; finnan yrði annan stað, en lögin segja að réttarhaldið verði að vera í höfuðborginni. Landsdómur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Alþingi þarf að velja sérstakan saksóknara, verði fyrrverandi ráðherrar ákærðir, og munu fimm Alþingismenn taka þátt í saksókninni. Þá getur Landsdómur krafist gæsluvarðhalds yfir þeim sem ákærðir eru og og látið gera hjá þeim húsleit. Kveðið er á um Landsdóm í stjórnarskrá Lýðveldisins. Þar segir í fjórtándu grein: Ráðherrar bera ábyrgð á stjórnarframkvæmdum öllum. Ráðherraábyrgð er ákveðin með lögum. Alþingi getur kært ráðherra fyrir embættisrekstur þeirra. Landsdómur dæmir þau mál. Hingað til hefur lögum um landsdóm aldrei verið beitt, en nú kynni að verða breyting á. Meirihluti Atlanefndar, þingmannanefndarinnar sem fór yfir Rannsóknarskýrslu Alþingis, vill að ráðherrar verði ákærðir fyrir vanrækslu í aðdraganda efnahagshrunsins. Vinstri-grænir, framsóknarmenn og þingmenn Hreyfingarinnar, vilja ákæra Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi utanríkisráðherra og formann Samfylkingarinnar. Þingmenn þess flokks, í Atlanefndinni, vilja ekki ákæra Björgvin og sjálfstæðismenn vilja ekki ákæra neinn. Fimmtán sitja í Landsdómi; fimm reyndustu hæstaréttardómararnir, dómstjórinn í Reykjavík, prófessor í stjórnskipunarrétti, og svo átta dómendur sem alþingi kýs hlutfallskosningu, og eru skipaðir til sex ára í senn. Síðast var skipað fyrir fimm árum, og þá voru valdahlutföll í þinginu önnur en nú. En yrði ákveðið að ákæra. Hvernig ætti þetta að fara fram? Alþingi þarf að álykta um saksókn og þarf meirihluti þingmanna að vera að baki henni. Ákæruatriði eiga að koma þar fram. En svo þarf að sækja málið. Alþingi kýs sér saksóknara en honum til aðstoðar á að vera nefnd fimm þingmanna, sem kosnir skulu hlutfallskosningu. Saksóknarinn á að undirbúa gagnasöfnun og leita allra fáanlegra sannanna fyrir ákæruatriðum. Landsdómur sjálfur, á að skipa hinum ákærðu verjanda og á við val á honum að fara eftir óskum ákærða; mæli ekkert á móti því. Landsdóminn á að halda í heyrand hljóði, en hann má samt ákveða að loka þinghaldi - telji hann sérstakar ástæður til þess. Slíkt kynni að varða samskipti við erlend ríki eða hagsmuni ríkisins, segir í lögunum. Yrði ákveðið að loka þinghaldi, getur dómurinn bannað verjendum að ræða það sem þar fer fram. En það er ýmislegt fleira í lögum um Landsdóm; hann hefur umtalsverð völd. Til að mynda getur hann ákveðið að láta gera húsleik hjá ákærðu eða að úrskurða þá sem ákærðir eru í gæsluvarðhald; þetta gerir dómurinn raunar ekki nema hann fái tilmæli frá saksóknara Alþingis og að allt þetta fullnægi skilyrðum laga um sakamál. Réttarhaldið á svo að fara fram eins og við er að búast. Saksóknarinn gerir grein fyrir málsatvikum og sakargögnum. Svo eru hinir ákærðu spurðir; það geta saksóknari, verjendur og dómararnir gert. Þá er líka hægt að kalla vitni fyrir dóminn, en neiti vitni að svara, án þess að hafa til þess lögmætar ástæður, þá getur landsdómurinn sektað viðkomandi eða dæmt hann í allt að hálfs árs fangelsi. Og ef svo fer að fyrrverandi ráðherra verður sakfelldur,. þá getur hann áfrýjað og landsdómur getur tekið málið hans til meðferðar aftur, ef fram koma gögn, sem talin eru að geti leitt til sýknu eða sakfellingar fyrir minna brot. En hvar ætti réttarhaldið að fara fram? Húsnæði Hæstaréttar kæmi kannski til greina; en fréttastofu er sagt að það rúmi ekki þessa starfsemi; finnan yrði annan stað, en lögin segja að réttarhaldið verði að vera í höfuðborginni.
Landsdómur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira