Segir enga sanngirni í að menn græði 100 milljarða á átta dögum Þorbjörn Þórðarson skrifar 24. febrúar 2011 12:23 Ólafur Ólafsson krefur þrotabú Kaupþings um 115 milljarða króna vegna átta daga gamals samnings sem gerður var í miðju bankahruni. „Það er engin sanngirni í því að menn græði 100 milljarða króna á átta daga gömlum samningi," segir lögmaður slitastjórnar Kaupþings banka en Ólafur Ólafsson framlengdi risavaxinn samning í miðju hruni og krefur slitastjórnina nú 115 um milljarða króna. Slitastjórnin telur kröfuna fráleita. Kjalar hf. félag Ólafs Ólafssonar átti í miklum viðskiptum með gjaldeyri við Kaupþing banka, en Ólafur var annar stærsti hluthafi bankans. Gjaldeyrisskiptasamningurinn var gerður í ársbyrjun 2008 en framlengdur hinn 6. október 2008, í miðju hruninu, sama dag og neyðarlögin voru sett á Alþingi. Samningurinn var framlengdur í átta daga og átti að gera hann upp hinn 14. október, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Ólafur vill nú gera samninginn upp þannig að 305 krónur fáist fyrir hverja evru, en mál sem Kjalar hefur höfðað á hendur slitastjórn Kaupþings verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.Vilja 305 krónur fyrir hverja evru - Kaupþing segir kröfuna haldlausa Samkvæmt gjaldeyrissamningnum átti Kjalar að afhenda Kaupþingi 84,5 milljarða króna en Kaupþing félaginu 653 milljónir evra. Mun krafa Kjalars byggja á því að raunverulegt gengi evru gagnvart krónu á uppgjörsedegi 14. október hafi verið endurspeglað af Seðlabanka Evrópu, en ekki hér á landi. Á þessum tímapunkti skráði Seðlabanki Evrópu hverja evru á 305 krónur á þeim tíma. Ljóst er að ef Kjalar fær kröfuna samþykkta mun félagið hagnast verulega, ekki síst í samanburði við virði eigna félagsins miðað við upphafstíma samningsins, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu. Slitastjórn Kaupþings telur kröfuna fullkomlega haldlausa, en þrotabúið vill gera samninginn upp á genginu 149 krónur vegna laga frá vorinu 2009. „Það er ekkert í þeim samningum sem voru gerðir né í lögum um það að það eigi að nota gengisskráningu Seðlabanka Evrópu. Auk þess var gengið helmingi hærra en það sem viðgekkst á sama tíma þegar menn voru að eiga viðskipti með krónuna gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Þess vegna telur Kaupþing að það sé enginn fótur fyrir þessu í lögum. Auk þess er engin sanngirni í því að menn græði hundrað milljarða króna á átta daga gömlum samningi," segir Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem gætir hagsmuna slitastjórnar Kaupþings banka í málinu. Fyrirtaka er á morgun, eins og áður segir, en ef fallist er á kröfur Kaupþings kemur Kjalar samt út í um 7 milljarða króna plús eftir að skuldajafnað hefur vegna skyldra krafna við Kaupþing banka. Hins vegar er Kjalar með önnur óskyld lán útistandandi hjá bankanum sem hlaupa á tugum milljarða króna, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
„Það er engin sanngirni í því að menn græði 100 milljarða króna á átta daga gömlum samningi," segir lögmaður slitastjórnar Kaupþings banka en Ólafur Ólafsson framlengdi risavaxinn samning í miðju hruni og krefur slitastjórnina nú 115 um milljarða króna. Slitastjórnin telur kröfuna fráleita. Kjalar hf. félag Ólafs Ólafssonar átti í miklum viðskiptum með gjaldeyri við Kaupþing banka, en Ólafur var annar stærsti hluthafi bankans. Gjaldeyrisskiptasamningurinn var gerður í ársbyrjun 2008 en framlengdur hinn 6. október 2008, í miðju hruninu, sama dag og neyðarlögin voru sett á Alþingi. Samningurinn var framlengdur í átta daga og átti að gera hann upp hinn 14. október, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu í dag. Ólafur vill nú gera samninginn upp þannig að 305 krónur fáist fyrir hverja evru, en mál sem Kjalar hefur höfðað á hendur slitastjórn Kaupþings verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun.Vilja 305 krónur fyrir hverja evru - Kaupþing segir kröfuna haldlausa Samkvæmt gjaldeyrissamningnum átti Kjalar að afhenda Kaupþingi 84,5 milljarða króna en Kaupþing félaginu 653 milljónir evra. Mun krafa Kjalars byggja á því að raunverulegt gengi evru gagnvart krónu á uppgjörsedegi 14. október hafi verið endurspeglað af Seðlabanka Evrópu, en ekki hér á landi. Á þessum tímapunkti skráði Seðlabanki Evrópu hverja evru á 305 krónur á þeim tíma. Ljóst er að ef Kjalar fær kröfuna samþykkta mun félagið hagnast verulega, ekki síst í samanburði við virði eigna félagsins miðað við upphafstíma samningsins, að því er fram kemur í Viðskiptablaðinu. Slitastjórn Kaupþings telur kröfuna fullkomlega haldlausa, en þrotabúið vill gera samninginn upp á genginu 149 krónur vegna laga frá vorinu 2009. „Það er ekkert í þeim samningum sem voru gerðir né í lögum um það að það eigi að nota gengisskráningu Seðlabanka Evrópu. Auk þess var gengið helmingi hærra en það sem viðgekkst á sama tíma þegar menn voru að eiga viðskipti með krónuna gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Þess vegna telur Kaupþing að það sé enginn fótur fyrir þessu í lögum. Auk þess er engin sanngirni í því að menn græði hundrað milljarða króna á átta daga gömlum samningi," segir Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður sem gætir hagsmuna slitastjórnar Kaupþings banka í málinu. Fyrirtaka er á morgun, eins og áður segir, en ef fallist er á kröfur Kaupþings kemur Kjalar samt út í um 7 milljarða króna plús eftir að skuldajafnað hefur vegna skyldra krafna við Kaupþing banka. Hins vegar er Kjalar með önnur óskyld lán útistandandi hjá bankanum sem hlaupa á tugum milljarða króna, samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira