Forsetinn gerði könnun áður en hann synjaði lögunum staðfestingar Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. febrúar 2011 15:51 Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, lét kanna áreiðanleika undirskrifta. Forsetaembættið gerði könnun á áreiðanleika undirskriftasöfnunarinnar sem staðið var að eftir að hann fékk afhentar undirskriftirnar á föstudag. Þetta gerði embættið áður en Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók þá ákvörðun að synja lögunum um Icesave staðfestingar í dag. Hann sagði að úrtakið sem forsetaembættið hefði notast við væri stærra en það sem aðstandendur söfnunarinnar hefðu notast við, en það var um 100 manns. Forsetinn sagði jafnframt að hærra hlutfall þeirra sem skrifuðu undir hefðu gengist við því að hafa skrifað undir áskorunina í könnun forsetaembættisins heldur en í könnun aðstandenda söfnunarinnar, eða 99% á móti 93%. Aðferðafræði við undirskriftakönnunina var harðlega gagnrýnd á meðan hún fór fram. Icesave Tengdar fréttir Forsetinn boðar til blaðamannafundar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson boðar til blaðamannafundar á Bessastöðum í dag klukkan þrjú. Gera má ráð fyrir að þar muni hann gera grein fyrir afstöðu sinni til Icesave laganna sem samþykkt voru í síðustu viku. Um 40 þúsund manns hafa skorað á forsetann að synja lögunum staðfestingar. 20. febrúar 2011 10:02 Yfirlýsing forsetans í heild Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að ákvörðun um að Icesave frumvarpið hefði horft öðruvísi við sér ef Alþingiskosningar hefðu farið fram frá þeim tíma sem kosið var um Icesave samninginn fyrir ári síðan og núna. Það Alþingi sem hafi tekið ákvörðun um samninginn núna sé sama Alþingi og tók afstöðu til samningsins fyrir ári. Þjóðin hefði tvær aðferðir til að lýsa afstöðu sinni, í almennum kosningum og í þjóðaratkvæðagreiðslu til ákveðinna mála. 20. febrúar 2011 15:31 Spádómskýrin Glæta óviss um Icesave Spádómskýrin Glæta hefur ekki gert upp hug sinn varðandi Icesave samninginn, segir eigandi hennar. Glæta, frá bænum Kotlaugum í Hrunamannahreppi reyndist margsinnis sannspá þegar hún var að spá fyrir um leiki íslenska handknattleiksliðsins. 20. febrúar 2011 14:00 Þingið starfar áfram þrátt fyrir ákvörðun forsetans Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að ekki standi til að rjúfa þing þrátt fyrir ákvörðun forsetans um að synja Icesave lögunum staðfestinga. Það er ekki á dagskrá, enda ekki á bætandi,“ sagði Steingrímur í fréttum RÚV eftir að forsetinn kunngjörði ákvörðun sína. "Ég er fyrst og fremst undrandi. Það liggur við að ég sé forundrandi,“ sagði Steingrímur. 20. febrúar 2011 16:00 Forsetinn synjar Icesave lögunum staðfestingar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ákveðið að synja Icesave lögunum staðfestingar. Þar með er ljóst að þjóðaratkvæðagreiðsla mun fara fram um málið. Alþingi mun á næstu dögum þurfa að koma sér saman um það hvaða dag kosningarnar verða haldnar. 20. febrúar 2011 15:12 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Forsetaembættið gerði könnun á áreiðanleika undirskriftasöfnunarinnar sem staðið var að eftir að hann fékk afhentar undirskriftirnar á föstudag. Þetta gerði embættið áður en Ólafur Ragnar Grímsson forseti tók þá ákvörðun að synja lögunum um Icesave staðfestingar í dag. Hann sagði að úrtakið sem forsetaembættið hefði notast við væri stærra en það sem aðstandendur söfnunarinnar hefðu notast við, en það var um 100 manns. Forsetinn sagði jafnframt að hærra hlutfall þeirra sem skrifuðu undir hefðu gengist við því að hafa skrifað undir áskorunina í könnun forsetaembættisins heldur en í könnun aðstandenda söfnunarinnar, eða 99% á móti 93%. Aðferðafræði við undirskriftakönnunina var harðlega gagnrýnd á meðan hún fór fram.
Icesave Tengdar fréttir Forsetinn boðar til blaðamannafundar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson boðar til blaðamannafundar á Bessastöðum í dag klukkan þrjú. Gera má ráð fyrir að þar muni hann gera grein fyrir afstöðu sinni til Icesave laganna sem samþykkt voru í síðustu viku. Um 40 þúsund manns hafa skorað á forsetann að synja lögunum staðfestingar. 20. febrúar 2011 10:02 Yfirlýsing forsetans í heild Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að ákvörðun um að Icesave frumvarpið hefði horft öðruvísi við sér ef Alþingiskosningar hefðu farið fram frá þeim tíma sem kosið var um Icesave samninginn fyrir ári síðan og núna. Það Alþingi sem hafi tekið ákvörðun um samninginn núna sé sama Alþingi og tók afstöðu til samningsins fyrir ári. Þjóðin hefði tvær aðferðir til að lýsa afstöðu sinni, í almennum kosningum og í þjóðaratkvæðagreiðslu til ákveðinna mála. 20. febrúar 2011 15:31 Spádómskýrin Glæta óviss um Icesave Spádómskýrin Glæta hefur ekki gert upp hug sinn varðandi Icesave samninginn, segir eigandi hennar. Glæta, frá bænum Kotlaugum í Hrunamannahreppi reyndist margsinnis sannspá þegar hún var að spá fyrir um leiki íslenska handknattleiksliðsins. 20. febrúar 2011 14:00 Þingið starfar áfram þrátt fyrir ákvörðun forsetans Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að ekki standi til að rjúfa þing þrátt fyrir ákvörðun forsetans um að synja Icesave lögunum staðfestinga. Það er ekki á dagskrá, enda ekki á bætandi,“ sagði Steingrímur í fréttum RÚV eftir að forsetinn kunngjörði ákvörðun sína. "Ég er fyrst og fremst undrandi. Það liggur við að ég sé forundrandi,“ sagði Steingrímur. 20. febrúar 2011 16:00 Forsetinn synjar Icesave lögunum staðfestingar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ákveðið að synja Icesave lögunum staðfestingar. Þar með er ljóst að þjóðaratkvæðagreiðsla mun fara fram um málið. Alþingi mun á næstu dögum þurfa að koma sér saman um það hvaða dag kosningarnar verða haldnar. 20. febrúar 2011 15:12 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Forsetinn boðar til blaðamannafundar Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson boðar til blaðamannafundar á Bessastöðum í dag klukkan þrjú. Gera má ráð fyrir að þar muni hann gera grein fyrir afstöðu sinni til Icesave laganna sem samþykkt voru í síðustu viku. Um 40 þúsund manns hafa skorað á forsetann að synja lögunum staðfestingar. 20. febrúar 2011 10:02
Yfirlýsing forsetans í heild Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir að ákvörðun um að Icesave frumvarpið hefði horft öðruvísi við sér ef Alþingiskosningar hefðu farið fram frá þeim tíma sem kosið var um Icesave samninginn fyrir ári síðan og núna. Það Alþingi sem hafi tekið ákvörðun um samninginn núna sé sama Alþingi og tók afstöðu til samningsins fyrir ári. Þjóðin hefði tvær aðferðir til að lýsa afstöðu sinni, í almennum kosningum og í þjóðaratkvæðagreiðslu til ákveðinna mála. 20. febrúar 2011 15:31
Spádómskýrin Glæta óviss um Icesave Spádómskýrin Glæta hefur ekki gert upp hug sinn varðandi Icesave samninginn, segir eigandi hennar. Glæta, frá bænum Kotlaugum í Hrunamannahreppi reyndist margsinnis sannspá þegar hún var að spá fyrir um leiki íslenska handknattleiksliðsins. 20. febrúar 2011 14:00
Þingið starfar áfram þrátt fyrir ákvörðun forsetans Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir að ekki standi til að rjúfa þing þrátt fyrir ákvörðun forsetans um að synja Icesave lögunum staðfestinga. Það er ekki á dagskrá, enda ekki á bætandi,“ sagði Steingrímur í fréttum RÚV eftir að forsetinn kunngjörði ákvörðun sína. "Ég er fyrst og fremst undrandi. Það liggur við að ég sé forundrandi,“ sagði Steingrímur. 20. febrúar 2011 16:00
Forsetinn synjar Icesave lögunum staðfestingar Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur ákveðið að synja Icesave lögunum staðfestingar. Þar með er ljóst að þjóðaratkvæðagreiðsla mun fara fram um málið. Alþingi mun á næstu dögum þurfa að koma sér saman um það hvaða dag kosningarnar verða haldnar. 20. febrúar 2011 15:12