Stjarnan lagði topplið Snæfells - KFÍ fallið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. mars 2011 21:04 Justin Shouse skoraði 23 stig fyrir Stjörnuna í kvöld. Mynd/Valli Allt útlit er fyrir hörskuspennandi baráttu um deildarmeistaratitilinn í Iceland Express-deild karla eftir að toppliðið, Snæfell, tapaði fyrir Stjörnunni á útivelli í kvöld, 94-80. Alls fóru þrír leikir fram í deildinni í kvöld. Njarðvík vann góðan útisigur á Haukum, 80-72, og Keflavík pakkaði saman KFÍ á heimavelli, 123-87. Tapið þýðir að KFÍ er fallið í 1. deildina en liðið er í neðsta sætinu með átta stig en liðið hefur tapað öllum tíu leikjum sínum á útivelli í vetur. Snæfell er þó enn á toppi deildarinnar með 32 stig, tveimur meira en KR en tvær umferðir eru eftir af deildinni. KR tekur einmitt á móti Snæfelli í lokaumferðinni og má gera ráð fyrir að úrslitin um deildarmeistaratitilinn ráðist í þeim leik. Í millitíðinni mætir Snæfell liði Hamars og KR-ingar etja kappi við ÍR-inga í Reykjavíkurslag. Báðir leikir fara fram á sunnudaginn en lokaumferðin svo á fimmtudaginn næstkomandi. Staðan í hálfleik í Garðabænum í kvöld var 46-36, Stjörnunni í vil, en nánar verður fjallað um leikinn hér á Vísi síðar í kvöld. Njarðvík fylgdi eftir góðum sigri á Keflavík í síðustu umferð með því að vinna Hauka í kvöld. Staðan í hálfleik var 41-37, Njarðvíkingum í vil, en þeir héldu forystunni allt til loka þó svo að Haukarnir hafi aldrei verið langt undan. Njarðvíkingar fóru langt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en liðið er nú með átján stig í sjöunda sæti deildarinnar, tveimur meira en Tindastóll og Fjölnir sem eru í 9.-10. sæti deildarinnar. Haukar eru enn með sextán stig í áttunda sætinu. Giordan Watson var frábær gegn Keflvíkingum og endurtók leikinn í kvöld Hann skoraði 33 stig, tók sjö fráköst og gaf níu stoðsendingar. Tölfræði allra leikja kvöldsins má sjá neðst í greininni, sem og stöðu deildarinnar og þá leiki sem liðin eiga eftir fram að úrslitakeppni. Sigur Keflavíkur á KFÍ var öruggur eins og tölurnar bera með sér en alls skoruðu heimamenn 54 stig í fyrri hálfleik gegn 37 frá gestunum að vestan. Úrslit kvöldsins:Keflavík-KFÍ 123-87 (54-37)Keflavík: Thomas Sanders 23/12 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17, Gunnar Einarsson 16/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 16/7 fráköst/5 stoðsendingar, Andrija Ciric 15, Gunnar H. Stefánsson 12, Hörður Axel Vilhjálmsson 11/13 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 6, Magnús Þór Gunnarsson 5, Almar Stefán Guðbrandsson 2/6 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4 fráköst/3 varin skot.KFÍ: Nebojsa Knezevic 26/4 fráköst, Craig Schoen 23, Ari Gylfason 11, Carl Josey 10, Richard McNutt 7/12 fráköst/4 varin skot, Darco Milosevic 5, Pance Ilievski 3, Marco Milicevic 2.Stjarnan-Snæfell 94-80 (46-36)Stjarnan: Renato Lindmets 29/10 fráköst, Justin Shouse 23/4 fráköst/13 stoðsendingar, Guðjón Lárusson 11/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 9/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 8/7 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 6, Jovan Zdravevski 5/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3.Snæfell: Sean Burton 20/14 stoðsendingar, Ryan Amaroso 17/10 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Emil Þór Jóhannsson 7, Zeljko Bojovic 6, Atli Rafn Hreinsson 4, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Egill Egilsson 3.Haukar-Njarðvík 72-80 (37-41)Haukar: Semaj Inge 21/5 fráköst/6 stoðsendingar, Gerald Robinson 13/14 fráköst, Haukur Óskarsson 12, Sveinn Ómar Sveinsson 8/5 fráköst, Örn Sigurðarson 6/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 4/5 fráköst, Emil Barja 4/5 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 4/4 fráköst.Njarðvík: Giordan Watson 33/7 fráköst/9 stoðsendingar, Nenad Tomasevic 14/7 fráköst, Melzie Jonathan Moore 12/6 fráköst, Guðmundur Jónsson 7, Friðrik E. Stefánsson 6/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 4, Rúnar Ingi Erlingsson 2, Páll Kristinsson 2/4 varin skot.Staðan í deildinni: 1. Snæfell 32 stig 2. KR 30 3. Grindavík 28 4. Keflavík 28 5. Stjarnan 22 6. ÍR 18 7. Njarðvík 18 8. Haukar 16 -- 9. Tindastóll 14 10. Fjölnir 14 -- 11. Hamar 12 12. KFÍ 8Síðustu tvær umferðirnar:Sunnudag: Snæfell - Hamar ÍR - KR KFÍ - NjarðvíkMánudag: Grindavík - Fjölnir Tindastóll - Keflavík Stjarnan - HaukarFimmtudag: Njarðvík - Tindastóll Keflavík - Grindavík Fjölnir - ÍR KR - Snæfell Hamar - Stjarnan Haukar - KFÍ Dominos-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira
Allt útlit er fyrir hörskuspennandi baráttu um deildarmeistaratitilinn í Iceland Express-deild karla eftir að toppliðið, Snæfell, tapaði fyrir Stjörnunni á útivelli í kvöld, 94-80. Alls fóru þrír leikir fram í deildinni í kvöld. Njarðvík vann góðan útisigur á Haukum, 80-72, og Keflavík pakkaði saman KFÍ á heimavelli, 123-87. Tapið þýðir að KFÍ er fallið í 1. deildina en liðið er í neðsta sætinu með átta stig en liðið hefur tapað öllum tíu leikjum sínum á útivelli í vetur. Snæfell er þó enn á toppi deildarinnar með 32 stig, tveimur meira en KR en tvær umferðir eru eftir af deildinni. KR tekur einmitt á móti Snæfelli í lokaumferðinni og má gera ráð fyrir að úrslitin um deildarmeistaratitilinn ráðist í þeim leik. Í millitíðinni mætir Snæfell liði Hamars og KR-ingar etja kappi við ÍR-inga í Reykjavíkurslag. Báðir leikir fara fram á sunnudaginn en lokaumferðin svo á fimmtudaginn næstkomandi. Staðan í hálfleik í Garðabænum í kvöld var 46-36, Stjörnunni í vil, en nánar verður fjallað um leikinn hér á Vísi síðar í kvöld. Njarðvík fylgdi eftir góðum sigri á Keflavík í síðustu umferð með því að vinna Hauka í kvöld. Staðan í hálfleik var 41-37, Njarðvíkingum í vil, en þeir héldu forystunni allt til loka þó svo að Haukarnir hafi aldrei verið langt undan. Njarðvíkingar fóru langt með að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en liðið er nú með átján stig í sjöunda sæti deildarinnar, tveimur meira en Tindastóll og Fjölnir sem eru í 9.-10. sæti deildarinnar. Haukar eru enn með sextán stig í áttunda sætinu. Giordan Watson var frábær gegn Keflvíkingum og endurtók leikinn í kvöld Hann skoraði 33 stig, tók sjö fráköst og gaf níu stoðsendingar. Tölfræði allra leikja kvöldsins má sjá neðst í greininni, sem og stöðu deildarinnar og þá leiki sem liðin eiga eftir fram að úrslitakeppni. Sigur Keflavíkur á KFÍ var öruggur eins og tölurnar bera með sér en alls skoruðu heimamenn 54 stig í fyrri hálfleik gegn 37 frá gestunum að vestan. Úrslit kvöldsins:Keflavík-KFÍ 123-87 (54-37)Keflavík: Thomas Sanders 23/12 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17, Gunnar Einarsson 16/5 stoðsendingar, Þröstur Leó Jóhannsson 16/7 fráköst/5 stoðsendingar, Andrija Ciric 15, Gunnar H. Stefánsson 12, Hörður Axel Vilhjálmsson 11/13 stoðsendingar, Halldór Örn Halldórsson 6, Magnús Þór Gunnarsson 5, Almar Stefán Guðbrandsson 2/6 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 4 fráköst/3 varin skot.KFÍ: Nebojsa Knezevic 26/4 fráköst, Craig Schoen 23, Ari Gylfason 11, Carl Josey 10, Richard McNutt 7/12 fráköst/4 varin skot, Darco Milosevic 5, Pance Ilievski 3, Marco Milicevic 2.Stjarnan-Snæfell 94-80 (46-36)Stjarnan: Renato Lindmets 29/10 fráköst, Justin Shouse 23/4 fráköst/13 stoðsendingar, Guðjón Lárusson 11/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 9/6 fráköst, Marvin Valdimarsson 8/7 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 6, Jovan Zdravevski 5/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 3.Snæfell: Sean Burton 20/14 stoðsendingar, Ryan Amaroso 17/10 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 12/7 fráköst, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 7, Emil Þór Jóhannsson 7, Zeljko Bojovic 6, Atli Rafn Hreinsson 4, Sveinn Arnar Davíðsson 4, Egill Egilsson 3.Haukar-Njarðvík 72-80 (37-41)Haukar: Semaj Inge 21/5 fráköst/6 stoðsendingar, Gerald Robinson 13/14 fráköst, Haukur Óskarsson 12, Sveinn Ómar Sveinsson 8/5 fráköst, Örn Sigurðarson 6/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 4/5 fráköst, Emil Barja 4/5 fráköst/5 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 4/4 fráköst.Njarðvík: Giordan Watson 33/7 fráköst/9 stoðsendingar, Nenad Tomasevic 14/7 fráköst, Melzie Jonathan Moore 12/6 fráköst, Guðmundur Jónsson 7, Friðrik E. Stefánsson 6/8 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 4, Rúnar Ingi Erlingsson 2, Páll Kristinsson 2/4 varin skot.Staðan í deildinni: 1. Snæfell 32 stig 2. KR 30 3. Grindavík 28 4. Keflavík 28 5. Stjarnan 22 6. ÍR 18 7. Njarðvík 18 8. Haukar 16 -- 9. Tindastóll 14 10. Fjölnir 14 -- 11. Hamar 12 12. KFÍ 8Síðustu tvær umferðirnar:Sunnudag: Snæfell - Hamar ÍR - KR KFÍ - NjarðvíkMánudag: Grindavík - Fjölnir Tindastóll - Keflavík Stjarnan - HaukarFimmtudag: Njarðvík - Tindastóll Keflavík - Grindavík Fjölnir - ÍR KR - Snæfell Hamar - Stjarnan Haukar - KFÍ
Dominos-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Sjá meira