Umfjöllun: KR í úrslitin eftir sextán stiga sigur á Keflavík Henry Birgir Gunnarsson í DHL-höllinni skrifar 7. apríl 2011 20:07 Marcus Walker. Mynd/Daníel Það verða KR og Stjarnan sem keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í ár. KR vann öruggan sigur á Keflavík, 105-89, í oddaleik liðanna í Vesturbænum í kvöld. Brynjar Þór Björnsson átti frábæran leik fyrir KR og skoraði alls 34 stig í kvöld. Keflavík byrjaði leikinn betur á meðan það tók smá tíma fyrir KR að finna taktinn frammi fyrir troðfullu húsi í Vesturbænum. Bæði lið róleg í þriggja stiga skotunum til að byrja með. Thomas Sanders sjóðheitur með 16 stig í fyrsta leikhluta á meðan Brynjar og Walker drógu vagninn fyrir KR. 23-30 eftir fyrsta leikhluta sem var sanngjörn staða. KR byrjaði annan leikhluta illa og virtist ekki geta keypt körfu. Er þeir lentu tíu stigum undir, 23-33, hrukku þeir heldur betur í gírinn. Skoruðu tíu stig í röð og jöfnuðu leikinn. Eftir það tóku KR -ingar algjörlega völdin leiddir af Marcus Walker sem snögghitnaði. Á sama tíma var Sanders týndur og tröllum gefinn. Stóru mennirnir hjá Keflavík - Sigurður og Jón Nordal - fengu báðir þrjár villur og það háði Keflavíkurliðinu óneitanlega. KR gekk á lagið og leiddi með þrettán stigum í hálfleik, 55- 42. KR-ingar slökuðu ekkert á klónni í þriðja leikhluta. Þeir gáfu í og bættu við forskotið. Brynjar Þór sjóðandi og raðaði niður þristunum. Mest náði KR 21 stigs forskot, 73-52, í leikhlutanum. Keflavík klóraði aðeins í bakkann en mikið munaði um að þeir fengu lítið sem ekkert framlag frá Íslendingunum í liðinu. 79-63 eftir þrjá leikhluta og KR í kjörstöðu. KR komst aftur í 21 stigs forskot í lokaleikhlutanum, 87-66. Þá gaf Keflavík í og minnkaði muninn í 12 stig, 90-78. Þá sagði KR hingað og ekki lengra, steig aftur á bensínið og skildi Keflavík eftir. Sanders tók mótlætinu mjög illa og henti Brynjari upp í stúku og stjakaði síðan við Sigmundi dómara. Skammarleg framkoma sem setti ljóta blett á skemmtilegan leik. KR-Keflavík 105-89 (55-42)Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 34, Marcus Walker 27, Pavel Ermolinskij 18 (13 frák./7 stoðs.), Skarphéðinn Freyr Ingason 11, Hreggviður Magnússon 7, Jón Orri Kristjánsson 3, Finnur Atli Magnússon 2, Fannar Ólafsson 2 (12 frák.), Matthías Orri Sigurðarson 1.Stig Keflavíkur: Thomas Sanders 26, Andrija Ciric 20, Hörður Axel Vilhjálmsson 13 (7 stoðs.), Gunnar Einarsson 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10 (9 frák.), Magnús Þór Gunnarsson 8. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór: Hrikalega stoltur af liðinu og áhorfendum Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í liði KR í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta karla með 105-89 sigri gegn Keflavík í kvöld. Brynjar skoraði alls 34 stig og tók 7 fráköst og hann var gríðarlega ánægður í leikslok. 7. apríl 2011 22:07 Pavel: Teitur og Stjarnan eru að fara upp á píluspjaldið heima "Við vorum búnir að tapa tvívegis fyrir þeim í framlengingu og það hefði verið skárra að tapa þeim leikjum með 20 stigum. Auðvitað vorum við mjög langt niðri eftir síðasta leik þar sem við vorum búnir að tapa niður 2-0 forystu. Það var góður karakter í liðinu að koma hér í kvöld og spila aftur okkar bolta,“ sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í kvöld. KR leikur til úrslita gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa lagt Keflavík 3-2 samanlagt. 7. apríl 2011 22:31 Guðjón Skúla: Þeir voru einfaldlega betri en við "Við höfðum ekki næga trú á því sem vorum búnir að gera í síðustu leikjum og fórum út úr okkar leik. KR-ingar voru bara sterkari en við, einfaldlega betri. Ég er auðvitað hundfúll og ég vil vinna, og það er svekkjandi að hafa ekki náð því,“ sagði Guðjón Skúlason þjálfari Keflavíkinga eftir 105-89 tap liðsins gegn KR í oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld. 7. apríl 2011 22:44 Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Það verða KR og Stjarnan sem keppa til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta í ár. KR vann öruggan sigur á Keflavík, 105-89, í oddaleik liðanna í Vesturbænum í kvöld. Brynjar Þór Björnsson átti frábæran leik fyrir KR og skoraði alls 34 stig í kvöld. Keflavík byrjaði leikinn betur á meðan það tók smá tíma fyrir KR að finna taktinn frammi fyrir troðfullu húsi í Vesturbænum. Bæði lið róleg í þriggja stiga skotunum til að byrja með. Thomas Sanders sjóðheitur með 16 stig í fyrsta leikhluta á meðan Brynjar og Walker drógu vagninn fyrir KR. 23-30 eftir fyrsta leikhluta sem var sanngjörn staða. KR byrjaði annan leikhluta illa og virtist ekki geta keypt körfu. Er þeir lentu tíu stigum undir, 23-33, hrukku þeir heldur betur í gírinn. Skoruðu tíu stig í röð og jöfnuðu leikinn. Eftir það tóku KR -ingar algjörlega völdin leiddir af Marcus Walker sem snögghitnaði. Á sama tíma var Sanders týndur og tröllum gefinn. Stóru mennirnir hjá Keflavík - Sigurður og Jón Nordal - fengu báðir þrjár villur og það háði Keflavíkurliðinu óneitanlega. KR gekk á lagið og leiddi með þrettán stigum í hálfleik, 55- 42. KR-ingar slökuðu ekkert á klónni í þriðja leikhluta. Þeir gáfu í og bættu við forskotið. Brynjar Þór sjóðandi og raðaði niður þristunum. Mest náði KR 21 stigs forskot, 73-52, í leikhlutanum. Keflavík klóraði aðeins í bakkann en mikið munaði um að þeir fengu lítið sem ekkert framlag frá Íslendingunum í liðinu. 79-63 eftir þrjá leikhluta og KR í kjörstöðu. KR komst aftur í 21 stigs forskot í lokaleikhlutanum, 87-66. Þá gaf Keflavík í og minnkaði muninn í 12 stig, 90-78. Þá sagði KR hingað og ekki lengra, steig aftur á bensínið og skildi Keflavík eftir. Sanders tók mótlætinu mjög illa og henti Brynjari upp í stúku og stjakaði síðan við Sigmundi dómara. Skammarleg framkoma sem setti ljóta blett á skemmtilegan leik. KR-Keflavík 105-89 (55-42)Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 34, Marcus Walker 27, Pavel Ermolinskij 18 (13 frák./7 stoðs.), Skarphéðinn Freyr Ingason 11, Hreggviður Magnússon 7, Jón Orri Kristjánsson 3, Finnur Atli Magnússon 2, Fannar Ólafsson 2 (12 frák.), Matthías Orri Sigurðarson 1.Stig Keflavíkur: Thomas Sanders 26, Andrija Ciric 20, Hörður Axel Vilhjálmsson 13 (7 stoðs.), Gunnar Einarsson 12, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 10 (9 frák.), Magnús Þór Gunnarsson 8.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór: Hrikalega stoltur af liðinu og áhorfendum Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í liði KR í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta karla með 105-89 sigri gegn Keflavík í kvöld. Brynjar skoraði alls 34 stig og tók 7 fráköst og hann var gríðarlega ánægður í leikslok. 7. apríl 2011 22:07 Pavel: Teitur og Stjarnan eru að fara upp á píluspjaldið heima "Við vorum búnir að tapa tvívegis fyrir þeim í framlengingu og það hefði verið skárra að tapa þeim leikjum með 20 stigum. Auðvitað vorum við mjög langt niðri eftir síðasta leik þar sem við vorum búnir að tapa niður 2-0 forystu. Það var góður karakter í liðinu að koma hér í kvöld og spila aftur okkar bolta,“ sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í kvöld. KR leikur til úrslita gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa lagt Keflavík 3-2 samanlagt. 7. apríl 2011 22:31 Guðjón Skúla: Þeir voru einfaldlega betri en við "Við höfðum ekki næga trú á því sem vorum búnir að gera í síðustu leikjum og fórum út úr okkar leik. KR-ingar voru bara sterkari en við, einfaldlega betri. Ég er auðvitað hundfúll og ég vil vinna, og það er svekkjandi að hafa ekki náð því,“ sagði Guðjón Skúlason þjálfari Keflavíkinga eftir 105-89 tap liðsins gegn KR í oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld. 7. apríl 2011 22:44 Mest lesið Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Sjá meira
Brynjar Þór: Hrikalega stoltur af liðinu og áhorfendum Brynjar Þór Björnsson fór á kostum í liði KR í kvöld þegar liðið tryggði sér sæti í úrslitum Íslandsmótsins í körfubolta karla með 105-89 sigri gegn Keflavík í kvöld. Brynjar skoraði alls 34 stig og tók 7 fráköst og hann var gríðarlega ánægður í leikslok. 7. apríl 2011 22:07
Pavel: Teitur og Stjarnan eru að fara upp á píluspjaldið heima "Við vorum búnir að tapa tvívegis fyrir þeim í framlengingu og það hefði verið skárra að tapa þeim leikjum með 20 stigum. Auðvitað vorum við mjög langt niðri eftir síðasta leik þar sem við vorum búnir að tapa niður 2-0 forystu. Það var góður karakter í liðinu að koma hér í kvöld og spila aftur okkar bolta,“ sagði Pavel Ermolinskij leikmaður KR eftir 105-89 sigur liðsins gegn Keflavík í kvöld. KR leikur til úrslita gegn Stjörnunni um Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa lagt Keflavík 3-2 samanlagt. 7. apríl 2011 22:31
Guðjón Skúla: Þeir voru einfaldlega betri en við "Við höfðum ekki næga trú á því sem vorum búnir að gera í síðustu leikjum og fórum út úr okkar leik. KR-ingar voru bara sterkari en við, einfaldlega betri. Ég er auðvitað hundfúll og ég vil vinna, og það er svekkjandi að hafa ekki náð því,“ sagði Guðjón Skúlason þjálfari Keflavíkinga eftir 105-89 tap liðsins gegn KR í oddaleik í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik í kvöld. 7. apríl 2011 22:44
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn