NBA: Miami komið í lokaúrslitin á móti Dallas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. maí 2011 09:00 LeBron James fagnar sigrinum í nótt. Mynd/AP Miami Heat vann fjórða leikinn í röð á móti Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og tryggði sér þar með sæti í lokaúrslitunum á móti Dallas Mavericks. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2006 sem bæði þessi lið komast alla leið í úrslitin. Miami vann leikinn í nótt 83-80 þökk sé frábærum 18-3 endaspretti þar sem liðið vann upp tólf stiga forskot Chicago og tryggði sér sigurinn. LeBron James og Dwyane Wade skoruðu báðir átta stig á þessum þremur síðustu mínútum leiksins en það leit út fyrir að Bulls-liðið væri búið að tryggja sér annan leik þegar liðið var 77-65 yfir og aðeins um þrjár mínútur eftir. „Þið sjáið að við höfum tvo, þrjá leikmenn sem óttast ekkert. Chris bættist í hópinn og setti niður vítin sem hann átti að setja niður. LeBron og Dwyane voru í basli stærsta hluta leiksins en þeir settu síðan niður mikilvæg skot í lokin," sagði Pat Riley, forseti Miami en það var einmitt hann sem sá til þess að Miami fékk þá LeBron James og Chris Bosh til að spila með Dwyane Wade.LeBron James og Dwyane Wade.Mynd/APLeBron James skoraði 28 stig í leiknum og Dwyane Wade var með 21 stig. James var auk þess með 11 fráköst, 6 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 2 varin skot. Chris Bosh var síðan með 20 stig og 10 fráköst en fyrir utan þríeykið var Mike Miller stigahæstur með 7 stig. Bulls-liðið burstaði fyrsta leikinn en Miami svaraði með því að vinna fjóra leiki í röð. Þetta voru allt jafnir leikir þar sem liðið sem gat ekki klárað slíka leiki í deildarkeppninni er búið að tileinka sér þá list betur en flestir í úrslitakeppninni. „Við þurftum að komast í gegnum mikið mótlæti. Þessi slæmi kafli í mars þar sem við töpuðu fimm jöfnum leikjum í röð hjálpaði okkur á endanum. Eins sársaukafullt og það var þá þurftum við að fara í gegnum þann eld saman til að ná upp sjálfstrausti fyrir úrslitakeppnina," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami.Erik Spoelstra, þjálfari Miami, með bikarinn.Mynd/APDerrick Rose var stigahæstur hjá Chicago með 25 stig en hann kenndi sjálfum sér um í lokin. Rose hitti aðeins úr 9 af 29 skotum sínum, braut á Wade í þriggja stiga skoti í lokin sem gaf Miami fjögur stig á einu bretti og klikkaði síðan á víti 26,7 sekúndum fyrir leikslok þegar hann gat jafnað leikinn. „Í lokin þá er það ég sem fór með þetta hjá okkur. Tapaðir boltar, misheppnuð skot og villur. Þetta kláraði seríuna," sagði Derrick Rose.Mynd/AP„Allir þessir leikir réðustu ekki fyrr en í lokin. Við vorum með forystuna í kvöld en tókst ekki að haldast á henni. Vonandi getum við lært af því að haldið áfram. Þessi reynsla ætti að ýta okkur út í að reyna að gera enn betur á næsta tímabili," sagði Thibodeau, þjálfari Chicago. Þetta var í fyrsta sinn síðan 1995 þar sem lið fór áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í seríunni með meira en 20 stigum. Phoenix tókst það árið 1995 en síðan höfðu 23 lið dottið úr keppni áður en Miami svaraði stórtapinu í fyrsta leik með því að vinna fjóra leiki í röð og tryggja sér sæti í lokaúrslitunum. Fyrsti leikur lokaúrslitanna á milli Dallas og Miami fer fram í Miami þriðjudaginn 31. maí næstkomandi. NBA Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Miami Heat vann fjórða leikinn í röð á móti Chicago Bulls í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt og tryggði sér þar með sæti í lokaúrslitunum á móti Dallas Mavericks. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2006 sem bæði þessi lið komast alla leið í úrslitin. Miami vann leikinn í nótt 83-80 þökk sé frábærum 18-3 endaspretti þar sem liðið vann upp tólf stiga forskot Chicago og tryggði sér sigurinn. LeBron James og Dwyane Wade skoruðu báðir átta stig á þessum þremur síðustu mínútum leiksins en það leit út fyrir að Bulls-liðið væri búið að tryggja sér annan leik þegar liðið var 77-65 yfir og aðeins um þrjár mínútur eftir. „Þið sjáið að við höfum tvo, þrjá leikmenn sem óttast ekkert. Chris bættist í hópinn og setti niður vítin sem hann átti að setja niður. LeBron og Dwyane voru í basli stærsta hluta leiksins en þeir settu síðan niður mikilvæg skot í lokin," sagði Pat Riley, forseti Miami en það var einmitt hann sem sá til þess að Miami fékk þá LeBron James og Chris Bosh til að spila með Dwyane Wade.LeBron James og Dwyane Wade.Mynd/APLeBron James skoraði 28 stig í leiknum og Dwyane Wade var með 21 stig. James var auk þess með 11 fráköst, 6 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 2 varin skot. Chris Bosh var síðan með 20 stig og 10 fráköst en fyrir utan þríeykið var Mike Miller stigahæstur með 7 stig. Bulls-liðið burstaði fyrsta leikinn en Miami svaraði með því að vinna fjóra leiki í röð. Þetta voru allt jafnir leikir þar sem liðið sem gat ekki klárað slíka leiki í deildarkeppninni er búið að tileinka sér þá list betur en flestir í úrslitakeppninni. „Við þurftum að komast í gegnum mikið mótlæti. Þessi slæmi kafli í mars þar sem við töpuðu fimm jöfnum leikjum í röð hjálpaði okkur á endanum. Eins sársaukafullt og það var þá þurftum við að fara í gegnum þann eld saman til að ná upp sjálfstrausti fyrir úrslitakeppnina," sagði Erik Spoelstra, þjálfari Miami.Erik Spoelstra, þjálfari Miami, með bikarinn.Mynd/APDerrick Rose var stigahæstur hjá Chicago með 25 stig en hann kenndi sjálfum sér um í lokin. Rose hitti aðeins úr 9 af 29 skotum sínum, braut á Wade í þriggja stiga skoti í lokin sem gaf Miami fjögur stig á einu bretti og klikkaði síðan á víti 26,7 sekúndum fyrir leikslok þegar hann gat jafnað leikinn. „Í lokin þá er það ég sem fór með þetta hjá okkur. Tapaðir boltar, misheppnuð skot og villur. Þetta kláraði seríuna," sagði Derrick Rose.Mynd/AP„Allir þessir leikir réðustu ekki fyrr en í lokin. Við vorum með forystuna í kvöld en tókst ekki að haldast á henni. Vonandi getum við lært af því að haldið áfram. Þessi reynsla ætti að ýta okkur út í að reyna að gera enn betur á næsta tímabili," sagði Thibodeau, þjálfari Chicago. Þetta var í fyrsta sinn síðan 1995 þar sem lið fór áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar eftir að hafa tapað fyrsta leiknum í seríunni með meira en 20 stigum. Phoenix tókst það árið 1995 en síðan höfðu 23 lið dottið úr keppni áður en Miami svaraði stórtapinu í fyrsta leik með því að vinna fjóra leiki í röð og tryggja sér sæti í lokaúrslitunum. Fyrsti leikur lokaúrslitanna á milli Dallas og Miami fer fram í Miami þriðjudaginn 31. maí næstkomandi.
NBA Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn