Þetta var eins og í helvíti Boði Logason skrifar 25. maí 2011 14:49 Bændur í nágrenni við Kirkjubæjarklaustur hafa smalað kindum í dag. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Valgarður Gíslason „Það er allt annað ástand í dag en það var í gær og fyrradag, nú sér maður rigningadropa og það er ekkert mistur úti," segir Sigurður Kristinsson, bóndi á Hörgslandi II sem er sjö kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur. Hann segir að askan sem fallið hefur til jarðar haldist nú á jörðu niðri en úrlítil úrkoma hefur verið á svæðinu í morgun. „Við erum núna að fara í gegnum féð okkar og skola úr augunum á þeim, það eru nokkrar kindur sem eru hreinlega blindar," segir Sigurður en það drápust þrjár ær og tvö lömb hjá honum í öskufallinu. „Við eigum eftir að fara meðfram skurðunum, en þeir eru allir fullir af ösku svo það sést ekkert sérstaklega vel, við munum skoða þá betur þegar það hefur rignt ofan í þá," segir Sigurður sem er með rúmlega 500 fjár og 30 hross á bænum hjá sér.Mörg lömb hafa drepist vegna öskufallsins. Mynd/Valgarður Gíslason„Við björguðum svo einni hryssu sem var föst ofan í skurði og svo misstum við eitt folald í köstun, hún var eitthvað að flýta sér hún átti ekkert að kasta núna," segir Sigurður. Hann segir að hann hafi ekki verið búinn að hleypa öllu fénu út þegar gosið byrjaði á laugardagskvöld. „Það var kuldaspá í loftunum og það hefði alveg eins getað snjóað eins og gerðist fyrir austan svo ég var með mikinn fjölda inni þegar gosið byrjaði."Eins og í helvíti Og Sigurður segir að nú sé mikið hreinsunarstarf framundan. „Askan er alls staðar en þó slapp heimilið okkar nokkuð vel, það er bara mikil aska í anddyrinu. Það var náttúrlega lítið hægt að fara um þegar verst var," segir hann. „Það var nú einhver gálgahúmor hérna eftir að gosið byrjaði að þetta væri svipað og að vera í helvíti, nema að þar væri aðeins heitara. Þegar þú fórst út með vasaljós, gerðu þau ekki neitt því þegar þú réttir fram hendina sástu ekki einu sinni fingurna." Hann segir að það hafi tekið á að vera upplifa öskufallið. „En það þýðir ekkert að æsa sig yfir þessu því þá fer maður bara yfir um, en auðvitað leið manni ekki vel að vita af skepnunum úti í þessum óþvera," segir hann. Grímsvötn Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Það er allt annað ástand í dag en það var í gær og fyrradag, nú sér maður rigningadropa og það er ekkert mistur úti," segir Sigurður Kristinsson, bóndi á Hörgslandi II sem er sjö kílómetrum austan við Kirkjubæjarklaustur. Hann segir að askan sem fallið hefur til jarðar haldist nú á jörðu niðri en úrlítil úrkoma hefur verið á svæðinu í morgun. „Við erum núna að fara í gegnum féð okkar og skola úr augunum á þeim, það eru nokkrar kindur sem eru hreinlega blindar," segir Sigurður en það drápust þrjár ær og tvö lömb hjá honum í öskufallinu. „Við eigum eftir að fara meðfram skurðunum, en þeir eru allir fullir af ösku svo það sést ekkert sérstaklega vel, við munum skoða þá betur þegar það hefur rignt ofan í þá," segir Sigurður sem er með rúmlega 500 fjár og 30 hross á bænum hjá sér.Mörg lömb hafa drepist vegna öskufallsins. Mynd/Valgarður Gíslason„Við björguðum svo einni hryssu sem var föst ofan í skurði og svo misstum við eitt folald í köstun, hún var eitthvað að flýta sér hún átti ekkert að kasta núna," segir Sigurður. Hann segir að hann hafi ekki verið búinn að hleypa öllu fénu út þegar gosið byrjaði á laugardagskvöld. „Það var kuldaspá í loftunum og það hefði alveg eins getað snjóað eins og gerðist fyrir austan svo ég var með mikinn fjölda inni þegar gosið byrjaði."Eins og í helvíti Og Sigurður segir að nú sé mikið hreinsunarstarf framundan. „Askan er alls staðar en þó slapp heimilið okkar nokkuð vel, það er bara mikil aska í anddyrinu. Það var náttúrlega lítið hægt að fara um þegar verst var," segir hann. „Það var nú einhver gálgahúmor hérna eftir að gosið byrjaði að þetta væri svipað og að vera í helvíti, nema að þar væri aðeins heitara. Þegar þú fórst út með vasaljós, gerðu þau ekki neitt því þegar þú réttir fram hendina sástu ekki einu sinni fingurna." Hann segir að það hafi tekið á að vera upplifa öskufallið. „En það þýðir ekkert að æsa sig yfir þessu því þá fer maður bara yfir um, en auðvitað leið manni ekki vel að vita af skepnunum úti í þessum óþvera," segir hann.
Grímsvötn Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira