Ferðaþjónustuaðilar bjartsýnir á framhaldið 25. maí 2011 12:54 MYND/Jón Ólafur Magnússon Ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi eru bjartsýnir um framhaldið þrátt fyrir erfiðleika undanfarinna daga, enda hefur dregið verulega úr gosinu og merki eru um að því sé jafnvel lokið. Markaðsstofa Suðurlands hvetur þá sem ætla að ferðast um Suðurland á næstu dögum og í sumar að fylgjast með fréttum næstu daga og afla sér upplýsinga áður en ferðaáætlunum er breytt. Mikið hefur dregið úr gjóskuframleiðslu og öskufall er nú á afmörkuðu svæði. Rangárþing, Suðurströndin, Mýrdalurinn og uppsveitir Árnessýslu eru að mestu laus við ösku. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ríkis Vatnajökuls, sem er ferðaþjónustu-, menningar- og matvælaklasi Suðausturlands, segir nokkurt öskufall hafa verið í upphafi gossins en það sé nú að mestu horfið, veður sé fallegt og græni liturinn allsráðandi á túnum á ný. „Búið er að undirbúa sumarið vel og á svæðinu í kringum Klaustur hefur gistirými verið aukið mikið frá því á síðasta ári. Ferðaþjónustan býður upp á ýmsa afþreyingu og er tilbúin til að taka á móti ferðamönnum og aðstoða við ferðir og skipulagningu þeirra,“ segir í tilkynningu. Davíð Samúelsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands segir að ferðaþjónustuaðilar taki þessu með jafnaðargeði enda séu þeir vanir nábýli við náttúruna og kunna bæði að takast á við hana og njóta hennar. „Nú eru þeir að búa sig undir að taka á móti ferðamannastraumnum aftur um leið og hringvegurinn opnast. Það er því engin ástæða fyrir fólk sem ætlar að ferðast um Suðurland að afbóka, en við hvetjum fólk til að fylgjast með fréttum og afla sér upplýsinga." Grímsvötn Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar á Suðurlandi eru bjartsýnir um framhaldið þrátt fyrir erfiðleika undanfarinna daga, enda hefur dregið verulega úr gosinu og merki eru um að því sé jafnvel lokið. Markaðsstofa Suðurlands hvetur þá sem ætla að ferðast um Suðurland á næstu dögum og í sumar að fylgjast með fréttum næstu daga og afla sér upplýsinga áður en ferðaáætlunum er breytt. Mikið hefur dregið úr gjóskuframleiðslu og öskufall er nú á afmörkuðu svæði. Rangárþing, Suðurströndin, Mýrdalurinn og uppsveitir Árnessýslu eru að mestu laus við ösku. Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Ríkis Vatnajökuls, sem er ferðaþjónustu-, menningar- og matvælaklasi Suðausturlands, segir nokkurt öskufall hafa verið í upphafi gossins en það sé nú að mestu horfið, veður sé fallegt og græni liturinn allsráðandi á túnum á ný. „Búið er að undirbúa sumarið vel og á svæðinu í kringum Klaustur hefur gistirými verið aukið mikið frá því á síðasta ári. Ferðaþjónustan býður upp á ýmsa afþreyingu og er tilbúin til að taka á móti ferðamönnum og aðstoða við ferðir og skipulagningu þeirra,“ segir í tilkynningu. Davíð Samúelsson, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands segir að ferðaþjónustuaðilar taki þessu með jafnaðargeði enda séu þeir vanir nábýli við náttúruna og kunna bæði að takast á við hana og njóta hennar. „Nú eru þeir að búa sig undir að taka á móti ferðamannastraumnum aftur um leið og hringvegurinn opnast. Það er því engin ástæða fyrir fólk sem ætlar að ferðast um Suðurland að afbóka, en við hvetjum fólk til að fylgjast með fréttum og afla sér upplýsinga."
Grímsvötn Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira