Mikilvægasta mál Hæstaréttar í sjö ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. maí 2011 20:20 Málið verður endurflutt í Hæstarétti í byrjun júní. Málflutningur í máli Landsbanka Íslands (NBI hf.) gegn þrotabúi Motormax ehf. fer fram þann 6. júní næstkomandi frammi fyrir sjö dómurum Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem málflutningur fer fram fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti var það síðast gert í svokölluðum þjóðlendumálum árið 2004. Það sem vekur athygli er að búið var að flytja málið fyrir Hæstarétti fyrir fimm dómendum, en eftir að málið hafði verið lagt í dóm var ákveðið að láta endurflytja það með sjö dómurum. Um er að ræða mál sem bankinn höfðaði gegn þrotabúinu vegna gengistryggðra lána. Deilan snýst um 150 milljóna króna lán í fimm myntum sem gamli Landsbankinn veitti Motormax árið 2007. Motormax var tekið til gjaldþrotaskipta í maí 2009. Í júlí það sama ár gerði Landsbankinn kröfu í búið að fjárhæð tæplega 276 milljónir krónur. Skiptastjóri þrotabús Motormax tilkynnti Landsbankanum það í október í fyrra að hann samþykkti ekki kröfuna eins og henni var lýst heldur samþykkti hann hana með tilliti til nýgenginna dóma Hæstaréttar Íslands í gengistryggingamálunum. Skiptastjóri viðurkenndi því kröfu að upphæð tæplega 168 milljónir krónur en ekki að fjárhæð tæplega 276 milljónir króna. Landsbankinn mótmælti afstöðu skiptastjóra. Ekki tókst að leysa ágreininginn og því stefndi Landsbankinn þrotabúinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í febrúar síðastliðnum tók Héraðsdómur Reykjavíkur undir málflutning skiptastjórans og hafnaði kröfu Landsbankans. Bankinn áfrýjaði málinu til Hæstaréttar.Gríðarlegir hagsmunir og mikið fordæmisgildi Í Hæstarétti eru mál ýmist flutt frammi fyrir þremur, fimm eða sjö dómurum. Afar sjaldgæft er að þau séu flutt fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti eru ástæðurnar fyrir því að ákveðið var að endurflytja málið fyrir sjö dómurum þeir hagsmunir sem um er deilt og fordæmisgildi málsins. Vísir veit ekki til þess að það hafi komi fyrir áður að mál hafi verið endurflutt í Hæstarétti fyrir sjö dómurum eftir að hafa verið flutt fyrir fimm dómurum. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra Hæstaréttar kemur það hins vegar fyrir af og til að mál sem hafi verið flutt fyrir þremur dómurum sé endurflutt fyrir fimm dómurum af þessum ástæðum. Fimm dómarar kváðu upp gengisdóm í Hæstarétti þann 16. júní í fyrra. Það er einn umtalaðasti Hæstaréttardómur síðari ára. Í því máli voru gengistryggð bílalán dæmd ólögleg. Um haustið sama ár kvað Hæstiréttur svo upp dóm þar sem ákveðið var hvernig vextir af lánunum skildu reiknaðir út. Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira
Málflutningur í máli Landsbanka Íslands (NBI hf.) gegn þrotabúi Motormax ehf. fer fram þann 6. júní næstkomandi frammi fyrir sjö dómurum Hæstaréttar. Þetta er í fyrsta sinn í sjö ár sem málflutningur fer fram fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti var það síðast gert í svokölluðum þjóðlendumálum árið 2004. Það sem vekur athygli er að búið var að flytja málið fyrir Hæstarétti fyrir fimm dómendum, en eftir að málið hafði verið lagt í dóm var ákveðið að láta endurflytja það með sjö dómurum. Um er að ræða mál sem bankinn höfðaði gegn þrotabúinu vegna gengistryggðra lána. Deilan snýst um 150 milljóna króna lán í fimm myntum sem gamli Landsbankinn veitti Motormax árið 2007. Motormax var tekið til gjaldþrotaskipta í maí 2009. Í júlí það sama ár gerði Landsbankinn kröfu í búið að fjárhæð tæplega 276 milljónir krónur. Skiptastjóri þrotabús Motormax tilkynnti Landsbankanum það í október í fyrra að hann samþykkti ekki kröfuna eins og henni var lýst heldur samþykkti hann hana með tilliti til nýgenginna dóma Hæstaréttar Íslands í gengistryggingamálunum. Skiptastjóri viðurkenndi því kröfu að upphæð tæplega 168 milljónir krónur en ekki að fjárhæð tæplega 276 milljónir króna. Landsbankinn mótmælti afstöðu skiptastjóra. Ekki tókst að leysa ágreininginn og því stefndi Landsbankinn þrotabúinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Í febrúar síðastliðnum tók Héraðsdómur Reykjavíkur undir málflutning skiptastjórans og hafnaði kröfu Landsbankans. Bankinn áfrýjaði málinu til Hæstaréttar.Gríðarlegir hagsmunir og mikið fordæmisgildi Í Hæstarétti eru mál ýmist flutt frammi fyrir þremur, fimm eða sjö dómurum. Afar sjaldgæft er að þau séu flutt fyrir sjö manna dómi. Samkvæmt upplýsingum frá Hæstarétti eru ástæðurnar fyrir því að ákveðið var að endurflytja málið fyrir sjö dómurum þeir hagsmunir sem um er deilt og fordæmisgildi málsins. Vísir veit ekki til þess að það hafi komi fyrir áður að mál hafi verið endurflutt í Hæstarétti fyrir sjö dómurum eftir að hafa verið flutt fyrir fimm dómurum. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofustjóra Hæstaréttar kemur það hins vegar fyrir af og til að mál sem hafi verið flutt fyrir þremur dómurum sé endurflutt fyrir fimm dómurum af þessum ástæðum. Fimm dómarar kváðu upp gengisdóm í Hæstarétti þann 16. júní í fyrra. Það er einn umtalaðasti Hæstaréttardómur síðari ára. Í því máli voru gengistryggð bílalán dæmd ólögleg. Um haustið sama ár kvað Hæstiréttur svo upp dóm þar sem ákveðið var hvernig vextir af lánunum skildu reiknaðir út.
Mest lesið Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent Grafalvarleg staða Viðskipti innlent Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Neytendur Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Viðskipti innlent Græða á tá og fingri á svikum og prettum Viðskipti erlent Telja viðgerð geta tekið allt að ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Sjá meira